Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 11
SÍMON DAL
105
Það var of mikið fyrir dirfsku hans.
Konungurinn lét sækja Barböru, og það
gat farið illa fyrir þeim manni, sem ó-
hlýðnaðist fyrirskipunum hans opinber-
lega og gerði sendimann hans afturreka.
Hins vegar hafði hann vonað, að sér
mundi takast að hræða hana, svo að hún
kysi að flýja með honum, áður en skipun
konungsins kæmi, og svo gæti hann á eft-
ir afsakað sig með, að hann hefði ekkert
vitað um þessa skipun, og þá mundi hann
fá fyrirgefningu. Nú fannst honum allt í
óefni komið, ef hann þar á móti ætti að
bíða og mæta mótstöðumanni sínum aug-
liti til auglitis. Hann stóð alveg mállaus.
Barbara virti hann fyrir sér og brosti,
bros hennar lýsti undrun og um leið, að
hún væri fai’in að skilja ýmislegt. »Þér
hikið, lávarður minn?« spurði hún. »Það
er afskaplega mikil áhætta«, tautaði
hann. »Hvað, lávarður minn, þér voruð
einmitt núna rétt að tala um ófyrirgefan-
legt skeytingarleysi og ókurteisi...« »Þér
getið ekki ásakað mig fyrir neitt slíkt!«
mælti hann. »Nei«, sagði Barbara — »en
að neita að taka á sig áhættu til að
hjálpa konu — og það konu, sem maður
ann — það gengur undir öðru nafni —
og eg á hægra með að fyrirgefa ofurlitla
ókurteisi en það, lávarður minn!«
Carford varð náfölur af reiði. Hún
blátt áfram gaf honum í skyn, að hún
gæti brugðið honum um ragmennsku, ef
hann gerði ekki það, sem hún heimtaði —
og mér þykir leiðinlegt að eg skyldi ekki
vera viðstaddur, til þess að geta séð
framan í hann þá stundina! En hún var
búin að veiða hann, og það einasta, sem
nú gat bjargað áliti hans í augum henn-
ar, var að herða upp hugann.
»Eg tek Guð til vitnis um, að eg skal
sýna yður á morgun, að þér gerið mér
himinhrópandi rangt til!« hrópaði hann
— »þó það kosti höfuð mitt, þá skal eg
sýna yður það!« »Eg þakka yður, lávarð-
ur minn!« sagði hún og hneigði sig fyrir
honum eins og hún óskaði einskis frekar,
en að hann stofnaði höfði sínu í voða fyr-
ir hana, — »eg efast ekki um orð yðar!«
»Þér skuluð heldur ekki fá ástæðu til
þess!« mælti hann djarflega, en gat þó
ekki leynt því, að honum var meira en
lítið órótt. »Eg þakka yður í annað sinn!«
sagði hún. »En það ,er orðið áliðið, lá-
varður minn. Vegna vinsemdar yðar get
eg nú sofið vært og óhrædd. Góða nótt!«
Hún gekk til dyranna, þar sneri hún sér
aftur við og sagði: »Eg vona að þér af-
sakið, en jafnvel gestrisnin verður að
víkja fyrir veikindunum. Eg get ekki
veitt yður sómasamlegar viðtökur núna,
þegar móðir mín liggur. En ef þér gistið
í veitingahúsinu, verður yður vel tekið
þar, ekki sízt þar sem þér eruð vinur
föður míns; og eg get auðveldlega komið
boðum til yðar þangað«.
Carford hafði þvingað sjálfan sig til
að vinna heit sitt, hvort hann þyrfti að
standa við það eða ekki lá enn í. skauti
framtíðarinnar. En hann hafði ekki
hugsað sér að gera það fyrir alls ekkert.
Hann kom til hennar, féll á kné, tók hönd
hennar og kyssti hana: »Það er ekkert í
veröldinni, sem eg vildi ekki gera, ef eg
fengi ósk mína uppfyllta!« sagði hann og
leit í augu hennar. »Eg hefi ekki óskað
neins af yður annars en þess, sem þér
buðust til sjálfur«, svaraði hún kalt —
»og ef að verður að ræða um borgun, lá-
varður minn...« »Nei, nei!« hrópaði hann
og reyndi að taka hönd hennar aftur, en
hún dró hana að sér, hneigði sig og fór
út. —
Eg get mér til, að Carford hafi ekki
verið í neitt góðu skapi þetta kveld, þeg-
ar hann yfirgaf heimili Barböru, sem
blátt áfram hafði úthýst honum eftir allt,
sem á undan var gengið — og víst er það,
að honum hrukku nokkuð mörg blótsyrði