Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 23
SÍMON DAL 117 Allt í einu hljóðaði Barbara lágt upp yfir sig um leið og hún greip mig í hand- legginn og benti heim að húsinu. Eg leit þangað: Fyrir framan húsið stóðu fjórir menn, þeir sáust greinilega dökkir móti hinum fomu, gráu múrum, sem virtust hvítir í tunglskininu. Tveir stóðu hreyf- ingarlausir með hendurnar í síðunum. Við fætur þeirra lá eitthvað, sem virtist vera föt. Hinir tveir voru snöggklæddir og stóðu hvor gagnvart öðrum með brugðin sverð í höndum. Eg skildi undir- eins, hvað um var að vera: Á meðan ástin hafði tafið mig, hafði reiðin hert á de Fontelles, á meðan eg hafði lifað mína mestu sælustund, hafði hann ekki hugsað nm annað en að hefna þess, að heiðri hans hafði verið misboðið. Eg gat mér þegar til, að hinir tveir, sem viðstaddir voru, mundu vera þjónar, því ákaflyndi Fontelles hefði verið of mikið til þess að hann vildi tefja sig á að fylgja einvígis- reglunum, og útvega löglega votta. Nú vorum við svo nálægt, að eg gat séð allar hreyfingar Frakkans og sömuleiðis andlit Carfords. — Eg var forviða og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. — Hvemig átti eg að stöðva þá — og hvaða rétt hafði eg til þess. Þá heyrði eg Barböru hvísla með grátstaf við hliðina á mér: »Og móðir mín, sem liggur dauðveik inni í húsinu!« Þetta var nóg. Eg hljóp áfram eins og fætur toguðu. Eg vildi ekki kalla, því eg vildi ekki gera þeim hverft við, það gat orðið til þess að annarhvor þeirra gætti sín ekki fyrir sverði hins. Sverðin blikuðu í tunglskininu og þeir börðust í ákafa fyrir augum hinna þöglu þjóna. Eg var nú alveg kominn til þeirra, og var að hugsa um, hvernig eg ætti að fara að til að geta gengið á milli og skilið þá. En í sama augnabliki lagði Frakkinn sverði sínu. Carford æpti upp yfi'r sig, sverðið datt úr hendi hans og hann féll þunglega til jarðar. Þjónamir hlupu til og féllu á kné hjá honum. Fontelles stóð grafkyr í sömu sporum, studdi sverðs- oddi sínum á jörðina og horfði á mann- inn, sem hafði ætlað að fara í kringum hann, og sem var fallinn fyrir hefnd hans. — Allar hugsanir um ást og sælu höfðu yfirgefið mig, og eg var gagntek- inn af alvöru stundarinnar. Eg hljóp til Fontelles og horfði framan í hann, en gat ekki komið upp orði. Hann var alveg ró- legur og horfðist í augu við mig, en augu hans skinu enn af hita stríðsins og hinni alvarlegu hörku, þegar teflt er um líf og dauða. Svo lyfti hann sverðinu og benti með því á Carford lávarð. »Lávarður minn, sem liggur þarna«, mælti hann hægt og skýrt, »vissi um hluti, sem mis- buðu heiðri mínum, og hann aðvaraði mig ekki. Hann vissi, að eg var notaður sem verkfæri í óheiðarlegum tilgangi, og hann sagði mér ekki frá því. Hann reyndi með yfirdrepskap að nota mig sem verkfæri fyrir sinn eiginn ódrengilega tilgang —- nú hefi eg endurgoldið honum«. Svo gekk hann niður í grasbrekkuna, féll á annað hnéð og þurkaði sverð sitt á grasinu. XXII. KAPITULI. LeiJcið fyrir konungi. Næsta dag lögðum við M. de Fontelles báðir af stað til Lundúna. — Carford lá milli heims og helju (sverðsoddur Fontel- les hafði stungizt gegnum annað lungað i honum). Hann lá á gistihúsinu í Hatch- stead, þangað höfðu þjónarnir borið hann um kvöldið. Hann gat því ekkert mein gert, og við gátum verið öldungis róleg fyrir honum. — M. de Fontelles þurfti fyrst og fremst að finna franska sendi- herrann í Lundúnum, sem var vinur hans, og skýra honum frá, hversvegna hann hafði hætt við að reka erindi sitt; ennfremur þurfti hann að gera grein

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.