Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 39
FRANS FRÁ ASSISI 133 það var Benediktsklaustur. Frans leitaði því aftur á náðir sinna gömlu velunnara, og eins og þeirra var von og vísa, létu þeir honum eftir Damianuskirkjuna og lítið klaustur við hana. Þangað flutti nú Klara með örfáum systrum og dvaldist þar samfleytt í 41 ár. Fordæmið sem Klara gaf, verkaði mikið út á við. Fjöldi ungra stúlkna leitaði til hennar og þær sem ekki gátu yfirgefið heimili sín, reyndu að haga heimilislífinu eftir dæmi hennar. Dæmi voru til þess, að hjónabönd leystust í sundur og maður- inn fór til Frans, en konan til Klöru. Skilyrðin til þess að fá inngöngu í Damianusklaustrið voni hin sömu og Frans setti bræðrunum, — að gefa fá- tækum allar eigur sínar og lifa síðan á vinnu og ölmusum. Þar var Klara sömu skoðunar og Frans: »Þér getið ekki þjón- að Guði og Mammon«, og eins hvað vinn- una snerti. Þó hún sjálf væri abbadís, þjónaði hún oftast til borðs og bar systr- unuih vatn. Hún skipaði helzt aldrei nein- um fyrir verkum, en kaus frekar að gera þau sjálf. Sjálf annaðist hún sjúka og gekk í verstu og óþrifalegustu verkin. Þegar systumar komu heim frá útivinnu, var Klara vön að þvo þeim um fæturna. Þó hún væri sjálf sjúk, vann hún í hvílu sinni, sat þá uppi með kodda við bakið og saumaði altarisdúka, sem hún gaf í kirkjur nágrennisins. Á sama hátt var hún fordæmi annara í föstum, vökum og bænahaldi; gekk hún jafnvel svo langt í föstum og sjálfspintingum að Frans varð að fá biskupinn í Assisi til að setja ofan í við hana og fyrirskipa henni meiri mat og betri aðbúð. Stundum kom það fyrir að Klara varð frá sér numin. Jólanótt eina lá hún sjúk og gat ekki sótt messu til klausturkirkj- unnar, sem lá hálfrar stundar veg frá. Heyrði hún þá í rúmi sínu guðsþjónust- mna alla og sönginn og sá jötuna, sem reist var í kirkjunni, sem ímynd Betle- hemsjötunnar. Frans gat ekki dulist, þegar frá leið, að bæði Klara og aðrar systur voru mjög hrifnar af honum og nokkuð af trúar- áhuga þeirra, var bundið við persónu hans sjálfs. Reyndi hann því smátt og smátt að forðast þær, og kom sjaldnar til Damianusklaustursins, þegar fram í sótti En þetta olli misskilningi hjá bræðrun- um, sem skoðuðu það sem skeytingarleysi um hag systranna. Varð þá Frans að skýra frá ástæðum. Þó að ýmsar sagnir séu til, sem benda á að Klara hafi gagnvart Frans sýnt kvenlegan veikleika og jafnan leitað hans til trausts og ráða, var hún samt innan klaustursins og í sinni stöðu sem abbadís, bæði hugrökk og ráðsnjöll. Hún var af gömlum hermannaættum og bendir margt til að forn hermennska hafi verið runn- in henni í merg og bein. Sýndi það sig tvívegis, er klaustrið var umsetið í ófriði. Friðrik keisari annar átti í stríði við páfann og gerði innrás í páfaríkið árið 1230. Til þess notaði hann serkneska bog- menn, því þeir skeyttu engu bannfæringu páfa. Einn góðan veðurdag réðust Serkir á Damianusklaustrið. Kæmust þeir inn beið systranna ekkert annað en svívirð- ing og dauði. Dauðhræddar söfnuðust þær í kringum Klöru, sem eins og oft vildi til, lá sjúk. Klara var hin rólegasta og skip- aði að bera sig fram fyrir klausturdyrn- ar, svo hún yrði fyrst fyrir hættunni. Síð- an lét hún sækja oblátubaukinn úr kirkj- unni og lagðist svo á bæn. Þá þóttist hún heyra rödd sem sagði: »Eg skal alltaf gæta yðar«. Þá reis hún örugg af bænar- beðnum, en skömmu síðar léttu Serkir umsátinni og fóru burt. Líkt atvik kom annað sinni. Frans hafði sent nokkra af bræðrunum til Marokka í kristniboðserindum. Mættu þeir þar ofsóknum og voru sumir líflátn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.