Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 13
SÍMON DAL 107 Frakkann. Eg hló aftur enn hærra. »Guð varðveiti okkur!« hrópaði þjónninn, og eg ímynda mér, að hann hafi signt sig. »Það er vitlaus maður, sem er úti«, sagði Fontelles háðslega. »Við skulum halda á- fram«. Eg skal játa að það sem eg nú gerði var hreinn og beinn stráksskapur: Eg setti báðar hendur eins og kallara fyrir munninn og æpti af öllum mætti: »11 vient\« Fontelles blótaði og sneri hestinum við. Eg stóð á miðjum veginum og hló af fullum hálsi. »11 vient!« hrópaði eg aftur um leið og eg sneri mér við og hljóp heimleiðis. Fontelles gerði enga til- raun til að elta mig. Þegar eg kom heim að húsi móður minnar, stanzaði eg og blés mæðinni. »Nú mun hún þurfa mín við!« hrópaði eg með sigurfögnuði. — Það er áreiðanlegt, að það sem presturinn kallaði »guðdóm- lega heimsku«, réði algerlega yfir mér það kveld. XXI. KAPITULI. Fontelles og Carford. M. de Fontelles var altof vandur að virðingu sinni til þess að takast nokkuð á hendur, sem hann gat álitið á nokkurn hátt ósamboðið sönnum aðalsmanni og drengskaparmanni. Hann hafði ekki ver- ið í Dover og vissi ekkert um það, sem þar hafði gerzt. Hann vissi aðeins, að hann flutti bréf og boðskap frá hertoga- 3mjunni af Orleans, og að hún vildi hafa Barböru með sér til Frakklands; og þar sem hann leit á þetta sem stórkostlegt sæmdarboð, gat honum ómögulega dottið í hug, að bréfið eða boðin gætu verið ó- geðfeld eða óvelkomin. Hann mætti því Barböru glaður og í góðum hug morgun- inn eftir og kynnti sig mjög kurteislega. Móðir Barböru lá ennþá í rúminu, svo hún tók ein á móti honum. Hann hneigði sig djúpt, rétti henni bréfið, og um leið og hann bar henni kveðju hertogaynj- unnar lét hann þess getið, að hann von- aðist eftir, að hún brygði við skjótt og léti sig ekki fara neina erindisleysu. Þeg- ar hann hafði mælt þetta, brosti' hann glaðlega, sneri yfirskeggið og beið á með- an hún las bréfið. Satt að segja var hann dálítið brjóstumkennanlegur, því Bar- bara, sem vissi hið sanna um erindi hans, áleit að alveg órannsökuðu máli, að hann væri meðsekur þeim, sem höfðu sent hann. Hún las bréfið einu sinni, og án þess að líta upp fór hún að lesa það aftur, og þegar það var búið, sagði hún enn ekki nokkurt orð við Fontelles -— hún bauð honum ekki einu sinni að sitja •— en kall- aði á þjón og sendi hann til veitingahúss- ins eftir Carford. Hún talaði svo lágt, að Frakkinn heyrði ekki til hennar; og þeg- ar þjónninn var farinn, fór hún út að glugganum og leit út. Fontelles stóð allt- af á meðan og beið, og honum fór nú að líða illa. — Hann var í standandi vand- ræðum og útlit hennar var þannig, að hann þorði ekki að ávarpa hana, því hann sá roðann á kinnum hennar og augnaráð- ið bar vott um reiði. Að síðustu herti hann þó úpp hugann: »Eg vona«, sagði hann, »að þér gefið mér það svar, sem eg helzt óska«. »Og hvaða svar er það?« spurði hún og leit ögrandi til hans. »Að þér sjálfar verðið mér sam- ferða — ef þér vilduð gera mér þann heiður«, mælti hann og hneigði sig djúpt. — »Það er það svar, sem hertogaynjan óskar eftir, og það einasta, sem fullnægir fyrirskipunum þeim, er eg hefi fengið«. Hún horfði kuldalega á hann eitt andar- tak og mælti svo: »Eg var að senda eftir manni, sem ætlar að ráðleggja mér, hverju eg eigi að svara«. Fontelles hleypti brúnum og svaraði dálítið þur- lega: »Auðvitað er yður frjálst að ráð- 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.