Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 43
FRANS FRÁ ASSISI 137 fór hann að hlusta. Hvert einasta orð af vörum þessa fátæklega farandpredikara var eins og til hans talað, eins og ör sem óskeikul hönd sendi honum beint í hjarta- stað. Um hvað talaði Frans? Um það að losa sig frá heiminum og snúa við, svo hin komandi reiði yrði umflúin. Þegar ræðunni var lokið, stóð Vilhjálmur upp, féll honum til fóta og hrópaði: »Bróðir, frelsaðu mig frá mönnunum og gefðu mig Guði«. Næsta dag var Vilhjálmur færður í búning reglubræðranna, og gefið nafnið Pacificus. Frans tók yfirleitt við öllum, sem báð- ust upptöku í regluna. Fyrst árið 1220 var tekin upp sú venja að láta umsækj- endur bíða eitt reynsluár eftir upptöku. En Frans var mjög sýnt um að sjá strax hvort hugur fylgdi máli hjá þeim sem til hans komu. Ungur maður frá Lucca kom einu sinni til hans og bað hann grátandi að taka við sér. Frans tók honum illa og sagði: »Tár þín eru lygatár og hugur þinn er langt frá Guði. Því lýgur þú að heilögum anda og mér?« Brátt kom líka í ljós að þetta var aðeins fljótræðisflan hjá manninum, vegna óeiningar heima fyrir. Sérstaklega var Frans tortrygginn gagnvart lærðum mönnum, en öllum þeim sem bágt áttu á einhvern hátt eða fallið höfðu í lífinu, jafnvel opinberum glæpa- mönnum var hjarta hans og faðmur op- inn. Gekk stundum svo langt, þegar hann tók að sér þjófa og ræningja, eins og bræður, að félögum hans var nóg boðið. En öllum slíkum siðfræðilegum aumingj- um, var hann altaf mildur og umburðar- lyndur. Aftur á móti gat hann átt það til, að vera harður í kröfum og strangur við þá sem hann krafðist mikils af. Reyndi hann á margan hátt hlýðni þeirra og fórnfýsi. T. d. segir sagan, að hann hafi skipað Rufinusi, sem var af beztu ættum í Assisi, að fara allsnöktum frá Portiun- cula til bæjarins og prédika þannig í dómkirkjunni. Á sama hátt skipaði hann bróður Angelo að fara allsnöktum inn í ættborg sína og tilkynna að Frans væri á leiðinni. En þegar Frans sá að hann ætlaði að hlýða þessu boði, lét hann An- gelo ekki fara lengra en að hliðum borg- arinnar. Um árin 1212 og 1213 vita menn harla lítið hvað á dagana dreif hjá Frans. Um vorið 1213 hittum við hann á trúboðsferð í Rómagna. Kom hann þar til riddara- borgar einnar og hitti svo á, að þar voru hátíðahöld mikil í tilefni af að slá skyldi ungan skjaldsvein til riddara. Voru há- tíðahöld þessi með öllu því skrauti og í- burði, sem einkenndi riddaraleiki miðald- anna. Þegar Frans kom til borgarinnar, gekk hann inn og hugðist að nota tæki- færið og boða þar Guðsríki. Á aðalhátíðasvæðinu talaði hann langt mál og snjalt og benti á mismun þess, að í riddaraleikjunum legðu menn sig í hætt- ur til þess að vinna forgengileg og fánýt laun, en þeir sem gerðust stríðandi hetj- ur fyrir málefni Guðsríkis, öðluðust að launum óforgengilegan sigursveig. Meðal áheyrendanna var ungur greifi, Orlando de Cattani. Þegar Frans hafði lokið ræðu sinni, gekk greifinn til hans og bað um að fá að tala við hann um sál- arheill sína. En Frans sagði ekkert liggja á: »Þú ert boðinn til veislu með vinum þínum; farðu þangað; síðar getum við talast við«. Að burtreiðunum loknum kom greifinn aftur og bauðst þá til að gefa Frans og bræðrunum fjall sem hann ætti, sem vel væri fallið til stundunar andlegra iðkana. Frans þakkaði gjöfina og sagðist mundi senda tvo af bræðrunum þangað, þegar greifinn væri kominn heim. Skyldu þeir athuga staðinn og ef þeim sýndist hann 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.