Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 50
144 NÝJAR KVÖLDVÖKUR var honum næst skapi að láta þá lausa. Úr því varð þó ekki, svo hann fól þá Dom Pedro til geymslu. Höfðu þeir þar fullt frelsi og notuðu það nú til að fara út um stræti og gatnamót og prédika. Voru þeir nú ofurlítið komnir niður í arabisku, sér- staklega oddviti þeirra, Bemardo. Einn daginn var soldáninn á heimleið frá guðs- þjónustu og fór þar hjá sem Berardo stóð og var að prédika. Skipaði hann þá að taka skyldi bræðurna og senda þá heim til ítalíu. Dom Pedro var falið að sjá um heim- flutning þeirra. Lét hann fylgja þeim til hafnarbæjarins Ceúta og flytja á skip. En í stað þess að fara heim, sneru bræð- urnir aftur við til Marokko og fóru að prédika á ný. Voru þeir nú enn settir í fangelsi og fluttir svo aftur til Ceuta, en struku aftur til baka. Þá tók Dom Pedro þá með sér í herferð inn í landið, þvi kristnir menn óttuðust að þrái þeirra og óhlýðni gæti komið af stað kristindóms- ofsóknum. Þegar heim kom aftur lét Dom Pedro gæta þeirra vandlega En þeim varð ekki við hjálpað. Föstudag einn, á helgidegi Múhameðsmanna, sluppu þeir út og fóru að prédika við götu, þar sem þeir vissu að soldáninn mundi fara um. Var nú ekki að sökum spurt. Þeir voru handteknir og dæmdir til kvalafulls dauða. Meðal annara pintinga var þeim heila nótt velt allsnöktum fram og aftur í hrúgu af glerbrotum, en við yfirheyrslu á eftir því, reittu þeir soldáninn svo til reiði, að hann greip sverð og hjó sjálfur af þeim höfuðin öllum fi'mm. Dom Pedro sá um, að líkamir þeirra væru fluttir til Portugal, og þar voru þeir með mikilli viðhöfn greftraðir á kostnað drotningar- innar. Á hvítasunnufundinum 1221 var til- kynnt píslarvætti bræðranna fimm. Þeir höfðu verið líflátnir þann 16. janúar ár- ið áður. En sagan segir, að Frans hafi fyrirboðið að lesa píslarsögu þeirra, með tilliti til þess, að draga úr þeim metnaði sem það hefði komið inn hjá bræðrunum að reglan ætti nú fimm píslarvotta. Hann. á að hafa sagt: »Sá sem vill hrósa sér, hrósi sér af sínu eigin píslarvætti, en ekki annara«. Nú bjóst Frans til að vinna sína eigim kórónu píslarvættisins. Árið 1218 hafði hann sent bróður Elías sem trúboða tií landsins helga. Sumarið 1219 átti eftir áskorun Honoriusar páfa III. að gera út mikinn krossfararleiðangur til Egypta- lands. Frans setti því aðra fyrir sig heima fyrir og ákvað nú að fara til lands- ins helga og taka á sinn hátt þátt í þessu heilaga stríði. Með honum fór hinn gamlí vinur hans og félagi, Pietro dei Cattani. Þeir létu í haf með krossfararflotanum. frá Ancona á Jónsmessudag 1219. Ferð- in þaðan til landsins helga tók þá vana- lega mánaðartíma. Síðast í júlímánuði steig Frans í land við St. Jean d’Acre. Um kastalann þar hafði verið setið í meira en ár og sýndist ekki horfa væn- lega fyrir umsáturshernum. Daglega var barizt, og rétt áður en Frans kom, hafði staðið stórorusta og 2 þúsund Serkir fall- ið. Þann 31. júlí reyndu krossfarar á- hlaup, en urðu frá að hverfa eftir mikið mannfall. Fyrir Frans var nóg að gera í herbúð- um krossfara. Siðferðið var þar ekki á háu stigi. Og eftir nýjan ósigur þann 20. ágúst, þar sem fimm þúsundir manna féllu, var hugur hermannanna móttæki- legur fyrir afturhvarfsræður Frans. (Framh.). Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. 1931-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.