Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 3
Skipið, sem sigldi í loftinu.
Saga eftir Kristmann Guðmundsson.
Það var á miðjum slætti' á mildum
sumardegi í litlu Laxárdalssveitinni á ís-
landi. Fólkið í Dal var að þurka heyið á
túninu og setja það í bólstra. Allir voru
önnum kafnir, smábörnin sem bóndinn.
Það hafði rignt alla síðastliðna viku og
heyið var orðið mjög hrakið. Nú reið á
því að nota hvert augnablik meðan góð-
viðrið hélzt. Jafnvel Þóroddína gamla,
fjörgömul, móðir Hávarðar, bóndans í
Dal hafði komið út líka, þó að hún væri
orðin mjög veikburða og þjáð af gigtinni.
Hún var búin að vera blind í mörg
herrans ár og skapið var orðið heldur
stirt með aldrinum, en hún vildi ennþá
um stund fylgjast með því sem gerðist í
þeim heimi, sem um langa æfi hafði verið
hennar heimur: jörðin í Dal og búskap-
urinn þar.
• Því var þó ekki að fagna að hún gæti
svo sem gert mikið núorðið og ekki tók
fólkið, sem nú var að alast þar upp mikið
tillit til hennar. Þannig var nýi tíminn
með alla sína vitleysu, sem spillti fólkinu.
Jafnvel »drengurinn«, sem hún kallaði
Hávarð ennþá, þó að hann væri nú kom-
inn yfir sextugt, hafði alveg vaxið henni
yfir höfuð í seinni tíð. í fyrra hafði hann
Hfið niður gömlu, hlýju torfhúsin, sem
höfðu staðið alla hennar tíð og í staðinn
hafði hann byggt gríðarstór og dýr hús
úr járni og tré. Hún hafði gert allt, sem
1 hennar valdi stóð, til þess að hindra að
N. Kv. XXIV. ár. 7.-9. h.
það yrði gert, því ef að það var ekki
brjálæði, þá vissi hún ekki hvað brjálæði
var. Ekki gátu þau verið ætluð fólki að
búa í, svo stór og ríkmannleg voru þessi
nýju hús. Það var líka erfitt að rata í
þeim fyrir þá, sem voru orðnir blindir.
Já, vissulega var þess full þörf að eldri
og reyndari manneskja reyndi að halda
aftur af þessum tíma, þegar allt fór með
þessum feykihraða norður og niður — út
í foræði og eymd. Allt það, sem fólk tal-
aði um, að gerst hefði úti í víðri veröld
var ótrúlegt og æfintýralegt, já, jafnvel
það sem gerzt hafði hér í Dal. Hún hafði
nú raunar ekki hlustað mikið á það og
heldur ekki spurt neinn, en hún sá ósköp
vel hvert allt stefndi! Gat það verið að
langt væri til dómsdags úr þessu?
Það var þungbært fyrir manneskju,
sem lifað hafði á góðum og rólegum tím-
um, þegar menn unnu meira en þeir mös-
uðu og jörðin var látin vera í friði eins
og drottinn hafði skapað hana, að verða
þess vör, hversu allt stefndi í glötunar-
áttina. Nú var ekkert jafnvægi á neinu
lengur.
Þeir voru að róta upp jörðinni með
einhverju útlendu verkfæri, sem þeir
kölluðu »plóg«, og síðan ætluðu þeir að
telja fólki trú um að það sprytti betur á
eftir. Já, þeir gátu auðvitað sagt henni
þetta, gamla skarinu, sem ekkert gat seð
sjálf. Það var ekki í fyrsta skiftið, sem
13