Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 46
140
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Þetta áhygg'julausa og einfalda líf gat
þó ekki staðið lengi. Fleiri og fleiri bætt-
ust í regluna; ekki aðeins ungir menn,
heldur líka konur, giftar og ógiftar og
giftir menn. Fyrir ógiftu stúlkunum var
auðvelt að sjá; þeim var vísað á eitthvert
klaustrið og einn af bræðrunum látinn
hafa umsjón með þeim. En við eldri gifta
menn var lakara að eiga. Þeir komu og
sögðu: »Við eigum konur sem við ekki
getum skilið við. Segið okkur hvernig við
eigum að lifa.« Fyrir slíkum mönnum
varð að sjá, en hvernig?
Alda sú sem Frans hafði vakið, var að
vaxa honum yfir höfuð. Honum var ekki
meir en svo um það gefið, að félagar hans
hefðu eftirlit með nunnunum og var
hræddur um að djöfullinn legði þar fyrir
þá freistingar, sem yrðu þeim ofjarlar.
Einmitt eitt aðalatriðið í stefnu hans, var
að bindast ekki hjúskapar eða ástarbönd-
um. Sumstaðar varð hann jafnvel að
draga úr aðsókninni til hans, þegar heilir
bæir, menn og konur, gift og ógift, vildi
kasta öllu frá sér og fylgja honum.
Hin mikla aðsókn og áhrif hans, báru
honum því ýms áhyggjuefni að höndum.
Hann gladdist að vísu yfir mikilli upp-
skeru, en hann gat hvergi komið henni í
hús. Net hans var að rifna undan hinni
miklu mergð fiska. Á þessum áhyggju-
tímum var hann farinn að litast um eftir
hjálp, og hún var nær en hann grunaði.
Bróðursonur Innocentiusar III., Hugolin
kardináli, kom þá fram á sjónarsviðið.
Hugo eða Hugolin, greifi af Anagni,
var þegar hér var komið sögu, um sjö-
tugt, virðulegur og ljúfur öldungur. Hann
var maður innilega guðhræddur og prýði-
lega menntaður; hafði stundað nám í
Bologna og París. Aðaláhugamál hans
voru sjálfstæði kirkjunnar og vakning og
framfarir munkdómsins. Heima hjá sér,
í Anagni, hafði hann stofnað fátækrahæli
í sambandi við kirkju. f maímánuði 1206
var hann kjörinn biskup í Ostia og Vel-
letri. Var það embætti að virðingu næst
sjálfum páfastólnum. Mátti þá nærri
geta, að ekki stæðu aðrir nær páfastóln-
um en hann, þegar næst yrðu páfaskifti,
enda varð það svo. Sem páfi, Gregor 9.,
varð hann munkreglunum hinn þarfasti
og stofnaði ýms ný klaustur. Á herðar
hans féll nú sá vandi að koma föstu
skipulagi á reglu Frans frá Assisi.
Fyrsta viðkynning þeirra Frans og
Hugolins var sumarið 1216, þegar páfa-
hirðin dvaldi í Perugia, en til náinnar
vináttu dró þó ekki strax.
Áriö eftir, hinn 14. maí, hélt Frans
hinn venjulega hvítasunnufund í Portiun-
cula. Fyrir þeim fundi var hann óvenju-
lega kvíðandi. Á leiðinni trúði hann vini
sínum fyrir áhyggjuefninu. Hann var
orðinn hræddur um að hann væri að tapa
tökum á bræðrunum og þeir mundu ekki
framvegis vilja þýðast stjórn hans. Hann
fann til þess sjálfur, að hann var ekki
eins málsnjall eins og sumir þeirra og
síst af öllu eins glæsilegur í framgöngu,
eins og þeir margir hverjir. Þessvegna
var hann hræddur um, að þeir mundu ekki
framvegis vilja virða hann sem yfirboð-
ara sinn, heldur losa sig við hann og
kjósa annan.
En allur þessi kvíði var ástæðulaus.
Fundurinn hófst og Frans talaði eins og
venjulega — og allir virtust ánægðir. Þá
tók hann í sig kjark og skýrði bræðrun-
um frá höfuðáformi sínu, að úr því bræð-
urnir væru orðnir svo margir og starfs-
kraftar góðir, hefði hann hugsað sér að
láta þá fara út um allan heim og ávinna
sálir fyrir Guðsríki. Hann skifti hinum
þekta heimi niður í skattlönd, sem venju-
lega var hið sama og ríki eða þjóðland.
Landið helga var eitt af þeim og þangað
sendi hann einn af þeim, sem hann hafði
mest álit á. Sjálfur tók Frans Frakkland
að sér, af því að þar væru sakramentin