Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 38
132
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Þarna sjáið þið hvernig eg stóð! Vilt
þú fyrirgefa mér Nelly?
Því maður getur verið ákaflega ham-
ingjusamur með það sem er, án þess að
gleyma öllu, sem hefir verið.
»Um hvað ertu nú að hugsa, Símon?«
segir konan mín stundum, þegar eg halla
mér aftur á bak í stólnum mínum þegj-
andi og brosi. »Um ekkert, elskan mín«,
svara eg; og það er sannleikur, eg hugsa
þá ekki; en fyrir eyrum mér hringir
bergmálið af hlátrum, sem eg heyrði end-
ur fyrir löngu. Eg er trúr til dauðans —
en ætti slík kona sem Nelly ekki að hafa
skilið eitthvað eftir?
ENDIR.
Friðrik J. Rafnar.
Saga
hins heilaga Frans frá Assisi.
(Sniðin eftir bók Jóhannesar Jörgensens o. fl. ritum).
(Framh.).
Faðir hennar var hinn reiðasti, en fékk
ekki við ráðið. Þó færðist nú skörin fyrst
upp í bekkinn, þegar Agnes, systir Klöru,
stökk að heiman 16 dögum síðar og hljóp
til klaustursins til þess að vera þar með
systur sinni. Sú ráðabreytni kom flatt
upp á alla, því Agnes var manni heitin,
og brúðkaupið þegar ákveðið. Bað nú fað-
ir þeirra Monaldo bróður sinn að fara
með 12 vopnaða menn til klaustursins og
ná Agnesi til baka.
Þegar til klaustursins kom og Monaldo
krafðist að Agnes yrði látin laus, urðu
nunnurnar lafhræddar og létu stúlkuna
þegar af hendi, en sjálf barðist hún um
og vildi hvergi fara. Mætti hún þarna
hinni verstu meðferð, var barin og meidd
og að lokum dregin á hárinu út úr klaust-
urhliðinu. Hún hrópaði í angist á systur
sína til hjálpar; hárið og fötin héngu um
hana í tætlum og öll von virtist úti.
Klara sat í klefa sínum og baðst fyrir.
Sjálf mátti hún einkis við mörgum vopn-
uðum karlmönnum, en hún sneri sér til
þess sem sterkari er og bað hann hjálpar.
Þá varð skyndilegt undur. Agnes varð
allt í einu svo þung, að hinir 12 krafta-
menn fengu ekki þokað henni úr stað.
Mennirnir toguðu og spyrndu við, en ekk-
ert gekk. Stúlkan hreyfðist ekki frekar en
jarðfastur klettur, og einn af mönnunum
fór að hafa orð á, að hún hlyti að hafa
etið blý. Monaldo varð öskuvondur og
lyfti járnklæddum hnefanum til að mola
höfuð stúlkunnar. En þá varð hand-
leggur hans snögglega máttlaus. Kom nú
Klara og tók stúlkuna af þeim mótþróa-
laust, og bar hana inn. Eftir það lét fólk
þeirra þær í friði. Nokkru síðar bættist
þriðja systirin, Beatrice í hóp þeirra og
síðast móðir þeirra, eftir dauða manns
hennar.
Angeloklaustrið gat að sjálfsögðu ekki
orðið framtíðarheimili þeirra systra, því