Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 34
128 NÝJAR KVÖLDVÖKUR segja það — það var aðeins þetta: Mig langaði ekkert til að giftast í Calais, og eg vil ekkert fremur giftast hér í White- hall«. Það var dauðaþögn í nokkur augnablik, þá mælti Rochester: »Eg er víst nokkuð sljór — eg skil ekki, hvað mr. Dal á við«. »Það er ekkert undarlegt, lávarður minn,« mælti Karl konungur. Hann sneri sér að Monmouth og brosti ertnislega. — »En skilur þú það, Jakob?« Monmouth vóg salt á milli reiði og hlát- urs. Eg hafði gert vonir hans að engu —- en eg hafði leikið M. de Perrencourt miklu harðara, það var smyrsl á sárið. Eg veit ekki, hvort hann nokkurntíman hefði viljað hefna sín á mér. En samt sem áður gladdi það mig nú, þegar eg sá að hinar betri tilfinningar hans urðu of- an á: Hann brosti sínu glaðasta brosi og hrópaði. »Eg vildi að pestin tæki þennan pilt! Jú, eg skil hann vel — og eg ímynda mér, að það sé hyggilegt af honum«. Eg hneigði mig djúpt fyrir honum og sagði: »Eg þakka yðar hágöfgi hjartanlega fyr- ir, að þér skiljið mig«. »Þetta fer að verða þreytandk, sagði Rochester; »eig- um við ekki að fara?« »Þið Jakob skuluð fara«, sagði konungurinn. — »Eg þarf að tala svolítið meira við mr. Dal«. Þegar þeir voru farnir, sneri hann sér að mér og mælti: »Er það alvara yðar, að þér viljið fara héðan? Eg gæti látið yður hafa nóg að gera hér«. Eg vissi ekki hverju eg ætti að svara. Hann sá að eg hikaði. »Eg er ekkitómhennturenn«,sagði hann lágt og eins og í trúnaði. »Eg verð aldrei tómhenntur hvort sem eg skifti við Perrencourt eða Frakkakonung. Þér star- ið gaumgæfilega á mig, mr. Dal, þér þurfið ekki að rannsaka andlit mitt svo nákvæmlega — eg skal segja yður það sem yður langar til að vita: Eg hefi fengið mína borgun — en eg stend ekki tómhenntur samt sem áður. — Þér skilj- ið!« Þegar hann var búinn að segja þetta studdi hann hönd undir kinn og starði lengi þegjandi upp í andlit mitt undan hinum svörtu, loðnu brúnum. Eg skal ekki neita að eg átti í dálitlu stríði við sjálfan mig. Metorðafýsnin gerði aftur vart við sig og eggjaði mig á að taka boði hans. í raun og veru efaðist eg ekki um, að eg mundi geta varið heið- ur bæði hennar og mín, jafnvel þótt við dveldum í Whitehall. Eg gat þjónað hon- um, og úr því hann trúði mér fyrir leynd- armálum sínum vildi hann mér vel — og nú að síðustu hafði hann breytt bæði rétt- víslega og vingjarnlega við mig. Allt í einu barði hann fast í stólbrík- ina og sagði: »Eg sit hér — það er mitt starf að sitja hér. Bróðir minn hefir samvizku, hversu lengi mundi hann sitja hér? — og Jakob, eins grunnhygginn og hann er, ætli hann sæti hér lengi ? — Þeir hlægja að mér og mögla á móti mér, en eg sit hér samt, og hér mun eg sitja eins lengi og lifi — af Guðs náð — eða með djöfulsins hjálp. — Guðspjall mitt er að sitja hér«. Eg hefi aldrei séð hann eins hrærðan eins og í þetta sinn og heldur aldrei eins mikið af hjarta hans. En eg svaraði engu og hélt áfram að horfa á hann. — Geðs- hræring hans virtist hverfa eins snögg- lega og hún var komin. Hann horfðist aftur í augu við mig með tvíræðu brosi eins og vandi hans var og sagði: »En guðspjall mitt þarf ekki nauðsynlega að vera guðspjall yðar. Leiðir okkar hafa mætzt, en þurfa þar fyrir ekki að halda áfram hlið við hlið. — Eg hefi nú talað hreinskilnislega við yður, talið þér nú hreinskilnislega við mig«. Hann þagnaði litla hríð svo laut hann áfram og sagði: »Þér eruð kannske á sömu skoðun og M. de Fontelles? Þér skuluð samt ekki fylgja honum á leit hans. Það er betra fyrir yð- ur að fara heim og bíða þar. Kannske himininn sendi yður áður en varir, það

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.