Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 48
142 NÝJAR KVÖLDVÖKUR nota þetta eina orð, fengu þeir mat- og drykk og húsnæði. En einusinni voru þeir spurðir hvort þeir væru villutrúarmenn. I mesta sakleysi svöruðu þeir með eina orðinu sem þeir kunnu og reynst hafði þeim lykill að öllum lífsins nauðsynjum: »Já«. Um leið voru þeir teknir og kastað í fangelsi, síðan settir í gapastokk og illa Útleiknir. Þá gekk ekki þeim betur sem fóru til Ungverjalands. Bændurnir siguðu hundum á þá og hirðarnir stungu þá með hjarðstöfunum. Bræðurnir undruðust stórlega hverju þetta sætti, og komust loks að þeirri niðurstöðu, aðUngverjarnir vildu fá kápur þeirra. Og ekki stóð á því, þeir gáfu þeim kápurnar, en það bætti ekkert úr. Þá minntust þeir orða fjall- ræðunnar, og gáfu þeim hetturnar líka. En Ungverjarnir bötnuðu ekki að heldur. »Þá skulum við í herrans nafni gefa þeim buxurnar líka«, sögðu þá þessir þolin- móðu menn, og þá fengu þeir loks að fara í friði — naktir. Um einn af bræðrunum er sagt, að hann gæfi þannig buxurnar sínar sex sinnum. Loks fundu þeir ráð til þess, að enginn vildi þiggja buxurnar, — þeir mökuðu þær utan í kúamykju. Eins og nærri má geta, tók Frans þetta mjög nærri sér, enda er sagt að um þetta leyti hafi hann dreymt ýmsa örðuga drauma. Meðal annars dreymdi hann að hann sá litla, svarta hænu með gríðarleg- an ungahóp, en ungarnir voru svo margir og fyrirferðarmiklir, að hænan gat með engu móti safnað þeim undir vængi sér. Draum þenna tók hann sem vísbendingu frá æðra heimi. »Eg er hænan, sem ekki getur verndað unga sína«, hugsaði hann. Nú var honum ljósara en nokkru sinni fyr að ekki var hjá komist að fela kirkj- unni framfærslu reglunnar. Á eigin fót- um gat hún ekki staðið lengur. Fór hann því enn á ný, ásamt Hugolin, til Róma- borgar, að leita ásjár páfans. Hvernig sem á því hefir staðið, þá var kardinálinn kvíðandi fyrir erindislokun- um, og var þessvegna mikið áhugamál að Frans kæmi vel fyrir í áheyrn páfa. Fékk hann þessvegna Frans til að undirbúa ræðu og læra utanað. En þegar á hólminn kom, mundi Frans ekkert einasta orð úr ræðunni. Kom það stundum fyrir hann,. þegar hann ætlaði að tala, að hann gat ekkert sagt. í þetta skifti rættist samt betur úr. Þegar hann kom fyrir páfa, féll hann á kné og sagði síðan í áheyrn hirð- arinnar, áhyggjur sínar og áhugamál og talaði sig að síðustu upp í hrifningu, svo að hann náði huga allra sem viðstaddir voru. Að lokum veitti páfi honum, fyrir bæn hans, að Hugolin yrði framvegis, fyrir hönd kirkjunnar, skipaður sérstak- ur verndari reglunnar. í þessari Rómaferð kynntist Frans hin- um heilaga Dominikusi. Fór sérlega vel á með þeim og vildi Dominikus að þeir sam- einuðu reglur sínar. En þegar Frans vildi það ekki, bað Dominikus hann að gefa sér mittisreipi hans til minningar. Hitt- ust þeir oft eftir þetta og voru jafnan aldavinir. Síðast hittust þeir í Rómaborg árið áður en Dominikus dó. Vildi þá Hu- golin fá þá til að ganga inn á að nokkur æðstu embættin innan kirkjunnar yrðu skipuð mönnum úr reglum þeirra. Sýnir það álit hans á reglunum. En þeir neituðu því báðir, og fyrir áhrif Frans setti Dominikus eignaleysisákvæði fyrir sínar reglur í framtíðinni. Árið 1218 var fyrsti hvítasunnufund- urinn undir forsæti Hugolins sem vemd- ara. Kom hann til Portiuncula með allri viðhöfn kirkjuhöfðingjans, en úti fyrir hliðum tóku bræður á móti honum í há- tíðlegri skrúðgöngu. Þar steig kardinál- inn af hesti sínum, afklæddist kardinála- skrúðanum og var færður í venjulega munkakápu og gekk síðan berfættur til kirkju. Þar söng hann messu, en Frans gegndi meðhjálparastörfum. Að því loknu

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.