Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 12
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR á meðan hann og þjónar hans voru að paufast í myrkrinu áleiðis til veitinga- hússins, og á meðan þeir voru að vekja gestgjafann, sem fór eftir sveitaklukku og var löngu kominn í rúmið. Carford barði í reiði sinni í sífellu á dyrnar þang- að til veitingamaðurinn kom út og hleypti honum inn. — Þar missti eg sjónar á honum, því eg verð að játa, að eg hafði farið í humáttina á eftir honum til þess að vita, hvað af honum yrði. — Eg vissi ekki í hvaða erindum hann fór en eg gat mér til um það og fór ekki langt frá því rétta. — En hvað sem öllu öðru leið, Carford skyldi aldrei fá hana! Og Símon Dal mætti vera mesti fábjáninn í öllum löndum Englakonungs, ef hann stæði að- gerðarlaus og horfði á, meðan annar maður væri að vinna kastala þann, sem hann langaði til að láta fána sinn blakta yfir — að minnsta kosti skyldi Carford lávarður aldrei hrósa sigri. Á heimleiðinni gekk eg framhjá dyrum prestsins. Hann stóð á þröskuldinum og reykti pípu sína, eins og hann var vanur á kveldin. Eg ætlaði að reyna að laumast framhjá honum, en hann kom auga á mig og kallaði: »Á hvaða ferð ert þú, Símon?« »Eg er nú á leiðinni í rúmið, sir«, svaraði eg. »Já, rétt er það — og hvaðan?« »Eg gekk út mér til gamans«, svaraði eg. Augu okkar mættust. Hann brosti og þeytti út úr sér stórum reykjar- strokum um leið og hann sagði: »Ástin er guðdómleg heimska!« »Eg held þér séuð farinn að taka til láns hjá skáldúnum, sir«, sagði eg. »Nei, en þeir hjá mér — og hverjum manni, sem hefir hjarta í brjósti. — En heyrðu — hvað er þetta?« Á meðan hann talaði heyrðist hófahljóð og bráðlega grillti í tvo ríðandi menn í myrkrinu. Eg hljóp ósjálfrátt og faldi mig í dyrunum bak við prestinn. Koma Carfords hafði sett ímyndunarafl mitt í hreyfingu, svo eg bjóst nú við allskonar æfintýrum. Presturinn gekk út á veginn, til þess að reyna að sjá komumenn betur. »Hvað heitir þessi staður?« hrópaði sá, sem reið nær okkur, hárri röddu. Rödd komumanns hringdi í eyrum mínum, eg hafði heyrt hana áður — og hana átti enginn Englendingur. »Það er sveita- þorpið Hatchstead, sir«, svaraði prestur. »Er hér nokkurt gistihús?« »Haldið þér áfram spölkorn ennþá, þá finnið þér á- gætt gistihús«. »Þakka yður fyrir!« Eg gat nú ekki lengur ráðið við sjálfan mig en stökk framhjá prestinum út á veginn. Komumenn höfðu þegar snúið hestum sínum í áttina til veitingahússins. Þeir riðu hægt og litu út fyrir að vera þreytt- ir. »Góða nótt!« hrópaði presturinn til þeirra eða til mín eða til alls, sem Guð hafði skapað, og lokaði dyrunum. Eg stóð eftir á veginum og komst allt í einu í undarlega gott skap. Nú vissi eg að öll- um æfintýrum mínum mundi ekki lokið — og að spádómurinn- hennar Betty gömlu hefði ekki átt við alla framtíð, sem eg gat átt í vændum. — Carford var í veitingahúsinu og á leið þangað var eng- inn annar en franski aðalsmaðurinn, sem eg hafði látið heyra kunnáttu mína í frönsku á veitingahúsinu í Chanterbury! Og Carford þekkti Fontelles. — Eg þótt- ist vita, að eitthvert samband mundi vera á milli komu þeirra beggja; en voru þeir vinir eða óvinir? Jæja, ef þeir væi’u vin- ir, þá skyldu þeir hér finna fyrir sameig- inlegan óvin, og væru þeir óvinir, þá var hér maður til að taka þátt í deilum þeirra! Án þess að vita af því, hló eg hátt. Fontelles sneri sér við á hestinum og sagði við þjón sinn: »Hvað var þetta?« »Það var eitthvað, sem hló«, svaraði hann og rödd hans skalf. »Eitt- hvað! Þú átt við að einhver hló«, sagði Fontelles. »Eg véit ekki — það hljómaði eitthvað svo undarlega«. Eg gat ekki að mér gert, eg varð að leika svolítið á

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.