Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Síða 14
108
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
færa yður við hvern, sem þér viljið, þrátt
fyrir að eg vonaði, að málið væri svo
Ijóst og einfalt, að um það þyrfti ekki að
hafa neinar ráðagerðir«.
Við þessi orð sneri hún sér að honum
ofsareið. »Eg þakka yður fyrir dóm yðar
um mig, sir«, hrópaði hún. — »Eða hald-
ið þér, að eg sé svo mikill fábjáni, að eg
láti þetta bréf slá ryki í augun á mér?«
»Eins satt og Guð....« byrjaði hann að
afsaka sig alveg steinhissa. — »Eg veit
hversu hátt þið metið heiður konunnar í
landi yðar og við hirð konungs yðar!«
greip hún fram í. »Við metum hann alveg
eins hátt og í landi yðar og við hirð ykk-
ar«, svaraði hann. »Já, það er satt!«
hrópaði hún. — »Guð hjálpi mér, það er
satt! En við erum ekki við neina hirð
hérna. Hefir yður ekki dottið í hug að
erindi yðar geti verið hættulegt?« »Nei,
mér hefir ekki komið það til hugar« —
hann ypti öxlum — »og eg er ekkert
hræddur við neinar hættur«. »Hvorki við
hættur né vanvirðu?« sagði hún. Fontel-
les roðnaði. — »Kona«, mælti hann og
hneigði sig djúpt — »hefir leyfi til að
tala það, sem henni líkar!« »Eigum við
ekki að sleppa þessum hæverskulátum«,
mælti Barbara. — »Ættum við 'ekki held-
ur að talast við alveg hreinskilnislega?«
»Þess óska eg af öllu hjarta«, sagði hann
og vissi ekki, hvort hann ætti heldur að
vera hissa eða reiður. — Hún stóð nokk-
ur augnablik eins og hún ætlaði að tala.
En þegar til kom blygðaðist hún sín fyr-
ir að segja þau orð, sem hefðu opinberað
allan sannleikann, og þar sem hann vissi
ekki neitt, stóð hann í vandræðum og gat
ekki hjálpað henni.
»Nei, eg vil ekki tala um það«, sagði
hún að lokum. — »Það verður karlmaður
að segja yður það — eg vil ekki óhreinka
varir mínar með því!« Fontelles gekk eitt
skref í áttina til hennar og vissi ekki
nokkur lifandi ráð, hvernig hann ætti að
sefa reiði hennar, sem hann botnaði ekk-
ert í. — »Eins og Guð er uppi yfir okk-
ur«, byrjaði hann alvarlega. En Barbara
vildi ekki hlusta á hann. »Viljið þér gera
svo vel að víkja úr vegi, svo eg geti kom-
izt út!« hrópaði hún. »Eg vil ekki vera
hér lengur hjá yður; en eg skal senda
mann til að tala við yður«. Fontelles var
afar móðgaður, en hann flýtti sér að
opna dyrnar fyrir hana og hún fór út og
skildi hann eftir eins vandræðalegan og
nokkur maður hefir verið síðan veröldin
var sköpuð.
Boð þau er Barbara hafði sent Car-
ford lávarði voru honum enginn gleði-
boðskapur; hann flýtti sér því ekkert, og
Fontelles hafði meira en nógan tíma til
að brjóta heilann um hinar undarlegu
viðtökur, er hann hafði fengið, áður en
hann sá til lávarðarins út um gluggann.
Hann var gangandi og gekk mjög hægt
og þunglamalega. Fontelles þekkti hann
þegar, og hugsaði með sér, að þarna væri
einmitt maðurinn, sem gæti fengið hina
reiðu hefðarmey til að taka sönsum. Hon-
um var vel kunnugt um, að vinátta Car-
fords og Monmouths hertoga var aðeins
yfirskin og að lávarðurinn í raun og veru
fyllti flokk hinna katólsku Frakklands-
vina. Hann var því kominn á flugstig
með að hlaupa út á móti honum, bjóða
hann velkominn og biðja hann að leysa
úr vandræðunum, þegar hann kom auga
á Barböru, sem kom hlaupandi út á móti
honum. Hann sá þau heilsast og hún
sagði eitthvað við hann. Hann hristi höf-
uðið og var þungbúinn. Samræðan, sem
fylgdi, virtist ekki vera neitt vingjarn-
legri, en sú, er fram hafði farið milli
hans sjálfs og Barböru. Hún virtist
krefja einhvers af honum, sem hann vildi
ekki lofa. Að síðustu virtist hann láta
undan, en mjög á móti vilja sínum. Hún
sagði eitthvað háðslega; og Carford hélt
áfram upp að húsinu. Hún fylgdi honum