Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Qupperneq 27
SÍMON DAL 121 mér nú reiðubúnum til að mæta hverju, sem vera skyldi og hafði nákvæmar gæt- ur á öllum hreyfingum hennar og svip- brigðum — og það var sannarlega þess vert að veita henni athygli: þama vant- aði hana allan útbúnað, sem hún var vön við á leiksviðinu, og þó gerbreyttist hún á einu augabragði, ekki einungis í lát- bragði, heldur einnig í andlitssvip; í aug- um hennar var að lesa hin mestu vand- ræði, skelfingu og fát, hún læddist þvert yfir gólfið og það var því líkast, að hún ætlaði að hníga niður af hræðslu um leið og hún opnaði dyrnar og þannig stóð hún hreyfingarlaus. — Allt þetta, sem hún gerði sér upp mun einnig af raunveruleg- um ástæðum hafa lýst i svip mínum; því þrátt fyrir að rödd konungs hafði aðvar- að mig um, að hann væri nærstaddur, þá brá mér svo, þegar eg sá hann standa í dyrunum, að eg óskaði mér þúsund míl- ur burtu. Konungur stóð þegjandi nokkra hríð, og mér virtist hann bæla niður hjá sér tilfinningar, sem annars mundu hafa hleypt honum í óstjórnlega æsingu. Þeg- ar hann loksins talaði, var rödd hans ró- leg og tvírætt bros lék um varir hans: »Hvemig stendur á því, að þessi herra kemur hingað?« spurði hann. Hræðsla sú er Nelly hafði sýnt, snerist nú í mótþróa, sem hún lék alveg eins eðlilega. Hún svaraði reiðulega: »Hvers vegna ætti mr. Dal ekki að koma hingað, yðar hátign? Ætti eg að hætta að tala við alla vini mína? Á eg kannske að fara að verða ein- búi?« »Mr. Dal er ekki vinur minn!« mælti hann. »Sir!« byrjaði eg, en hann lyfti upp hendinni til merkis um að eg ætti að þegja. — »Og þér þurfið enga aðra vini, þegar eg er hér«, hélt hann áfram. »Yðar hátign«, mælti hún, »kom til að kveðja mig — mr. Dal kom aðeins einum hálftíma of snemma«. Þetta svar kom mér í skilning um, hvað það var, sem við lékum — og hlut- verk mitt varð mér ljóst: Hann kom til aö kveðja — ef hann yfirgæfi Nelly fyrir frönsku meyna, hvað ætti þá að vera því til fyrirstöðu að Nelly tæki Símon Dal að sér? Konungur beit sig í vörina. Hann skildi svarið líka. »Þér eyðið engum tíma til ónýtis -— það get eg séð«, sagði hann og hló, en það var auðséð að honum var allt annað en rótt innan rifja. »Eg er þegar búin að eyða alltof löngum tíma«, kastaði hún til baka. »Með mér?« spurði hann og svarið var djúp hneiging og dá- lítið háðsbros. »Þér eruð djarfur maður, mr. Dal«, sagði konungur nú við mig; »reyndar vissi eg það áður; en nú er eg samt hálf- hissa á því«. »Eg bjóst ekki við að mæta yðar hátign hérna«, sagði eg feimnislega. »Eg á ekki við það. En það er djarflegt af yður að koma hingað yfir höfuð«. Mistress Gwyn er mér mjög vinveitt«, sagði eg. Eg ætlaði að leika hlutverk mitt og svíkja hana ekki — og eg skotraði feimnislegum ástaraugum til hennar. Þetta augnatillit fór ekki framhjá kon- ungi. Hann var sagður að vera mjög laus við afbrýðisemi í ástamálum, en í þetta sinn brá honum samt og honum hrutu nokkur blótsyrði. Nelly rak upp skelli- hlátur, sem hún með vilja lét hljóma upp- gerðarlegan og óeðlilegan. »Við Símon erum gamlir vinir«, sagði hún. »Við vor- um vinir áður en eg varð það, sem eg nú er, og við erum vinir enn. — Mr. Dal fylgdi mér frá Dover til Lundúna«. »Já, eg fer að skilja«, sagði konungur. — »Og þegar eg væri búinn að kveðja og farinn — hvað þá?« »Eg vissi ekki betur en að yðar hátign væri búin að kveðja fyrir hálftíma síðan«, mælti hún. »Var það ekki?« »Þér vilduð gjarnan heyra það — og svo hafið þér heyrt það«, mælti hann og honum var órótt. Nelly sneri sér að 16

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.