Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 49
FRANS FRÁ ASSISI 143 vildi kardinálinn hjálpa bi’æðrunum til að lauga fætur nokkurra fátæklinga, en var slíkum verkum óvanur og fórst það óhönduglega. Betlarinn tapaði að síðustu þolinmæðinni, og án þess að vita hver í hlut átti, sagði hann: »Blessaður hættu og farðu, og láttu einhvern komast að sem getur þetta«. Fundir þessir báru bezt vott um vin- sældir Frans og þeirra bræðra þar í ná- grenttinu. Mikils þux-fti með, þegar svo margir voru samankomnir, en ekki hugs- að fyrir neinum þöi'fum. Samt sem áður höfðu allir nóg. Bændurnir úr nágrenn- inu sáu fyrir því. Og dæmi voru þess, að jþeir dvöldu lengur í Portiuncula en áætl- að var upphaflega, til þess að nota upp birgðirnar svo ekkert spilltist. Á hvítasunnufundinum árið eftir, 26. maí 1219, var ákveðið að hefja aftur trú- boðsstarfið sem strandað hafði svo hörmulega tveimur árum áðui’. Hugolin hafði notað tímann til þess að greiða veg bræðranna og senda meðmælabréf með þeim þangað, sem þeir hugðust að fara. Gekk hann í ábyrgð fyrir þá sem rétttrú- aða menn, sem nytu trausts og halds hjá páfa. Sömuleiðis gaf páfinn bræði’unum skrifleg meðmæli til allra erkibiskupa, biskupa, guðfræðikennai'a og annara kirkjunnar þjóna. Kvað hann þá góða menn og gegna, sem að dæmi postulanna sti’áðu sæði Guðsorða og leituðust í hegð- un alli’i við að fylgja dæmi frelsárans. Með þessi gögn í höndum lögðu bræðui’n- ir land undir fót og höfðu auk þess heim- ild Fraixs, til þess að taka inn nýja með- limi. Að svo stöddu fór þó enginn til Þýzka- lands; meðfei’ðin þar síðast var þeim enn í of fersku minni. Aftur á móti fóru þeir til Tunis, Grikklands, Frakklands og Ma- rokko. Ti’úboðið í Túnis vai'ð þó endasleppt. Kristnir menn þar voru hræddir um að þangaðkoma ti’úboðanna mundi orsaka þeinx ýms vandræði í sambúðinni við Múhameðstrúarmenn, og tóku þá því flestalla nauðuga og fluttu þá á skipsfjöl og sendu þá heim aftur. Bi’óðir Electus, sem var formaður fararinnar, hafði skil- ið við félaga sína skömmu eftir komuna til Túnis og var því ekki sendur heim með þeim, en var skömmu síðar líflátinn sem píslarvottur. Engum hinna útsendu bræðra fylgdi Frans með eiixs miklum áhuga, eins og þeim sem fóru til Marokko. Hélt hann yf- ir þeim hjartnæma x*æðu áður en þeir fóru og áminnti þá föðurlega. Fóru þeir svo af stað, 6 ungir menn fullir af áhuga. Höfðu þeir hvoi'ki gull né silfur í belti og eigi mat til ferðar, né tvo kyrtla, né skó", né staf (Matth. 10, 9. v.) og lögðu leið sína yfir Ai’ragoníu, Kastiliu og Portu- gal. Tveimur árum áður, höfðu nokkrir bræður komist til Poi'tugal og var þar vel tekið af systur konungsins, sem gaf þeim kapellu og íbúðai’hús. Skömmu síðar gaf di’otningin þeim klaustui’. Einn af bi’æðr- unum, Vitalis, veiktist á leiðinni og varð eftir, en hinir fimm héldu nú til Sevilla, sem þá var undir yfirráðum Serkja. Þegar til Sevilla kom, fóru þeir sti'ax að prédika úti fyrir aðalmusteri borgar- innar, en voru auðvitað strax teknir höndum og fæx’ðir fyiir yfirvöldin. Abu Jakub var þá soldán og bjó í Marokkó. Faðir hans hafði beðið eftii'minnilegan ó- sigur fyrir Spánverjunx við Tolosa árið 1212 og eftir það hugsaði soldáninn ekki til ófi’iðar. Hafði hann meira að segja kristinn yfirforingja fyrir her sínum, Dom Pedro, bx'óðir Poi'tugalskonungs, sem vegna missættis við bróðir sinn hafði gengið í þjónustu Serkja. Abu Jakub virðist hafa verið friðsamur maður; mesta gleði hans og ánægja var hirð- ingjalíf og fjárgæzla. Þegar bræðui’ni'r fimm voru nú sendir til hans frá Sevilla,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.