Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 47
FRANS FRÁ ASSISI 141 jneira virt, en í öðrum katólskum löndum. — Strax að fundinum loknum, hélt Frans af stað norður á bóginn og kom til Fló- rens. Þar var þá Hugolin kardináli stadd- ur og sótti Frans hann heim. Báðir höfðu þeir heyrt lofsamleg ummæli hvor um .annan og langaði því til að kynnast frek- ar. Páfinn hafði sent Hugolin til Toskana, til þess að stilla til friðar milli borgríkj- .anna, sem altaf voru í hárinu hvert á öðru, og hvetja til krossferðar. Þegar Frans frétti til hans í Flórens og heim- sótti hann, tók kardinálinn honum eins og bróður. Frans lagði nú allar áhyggjur sínar fyrir hann, eins og hann áður hafði gert við Guido biskup í Assisi, og féll honum að síðustu til fóta og bað hann ásjár fyrir sig og regluna. Kardinálinn i:ók því vel og frá þeim degi var hann Frans sem andlegur faðir, enda sýndi Frans honum jafnan sonarlega virðing og hlýðni. Fyrsti árangurinn af þessu samtali var sá, að Frans hætti við Frakklandsferðina, •eftir skipun kardinálans. Sagði kardinál- inn Frans eiga marga andstæðinga við páfahirðina, svo ekki væri skynsamlegt fyrir hann að fara svo langt í burtu. Frans maldaði í móinn, en það þýddi ekk- ■<ert. Hann varð að senda annan í sinn stað til Frakklands. Það sem átt mun hafa drýgstan þátt í að vekja velvilja Hugolins, voru þau áhrif sem prédikunarstarfsemi Frans og félaga 'hans höfðu á kvenþjóðina. Fyrir Klöru og systrum hennar var að vísu séð, með því að Frans hafði útvegað þeim Damia- nusklaustrið, en það gat ekki hjálpað þeim fjölda kvenna, sem til hans sótti eftir það. Lífsreglur þær sem Frans hafði sett Klöru og systrum hennar voru þær sömu og hann setti bræðrunum: að lifa eftir fagnaðarerindinu, í eignaleysi, vinnu og bæn. Þær máttu því ekki eiga neitt og fá- tæktareinkaréttindi þeirra voru síðar staðfest af páfanum (1215). En nú höfðu ótal konur bætst við, svo stofna varð fleiri klaustur. Reglur þær sem Klara bjó undir, snertu þó aðeins Damianus- klaustrið. Hugolin var það ljóst að slíkt fyrirkomulag gat illa gengið annarsstað- ar, en þó varð að fara í kringum ákvæði þetta með lagi. Hann stofnaði því, eða hjálpaði Frans til að stofna ný klaustur fyrir konurnar og af því ekki mátti eftir Lateransamþykktinni frá 1215 stofna nýjar reglur, lét hann svo heita, að hin nýju klaustur tilheyrðu hinni gömlu og mikilsvirtu Benediktsreglu. Sjálfar máttu nunnurnar í orði kveðnu ekki eiga neitt, en kirkjan lét þeim eftir lönd og klaustur til afnota, fyrir samaogekkert eftirgjald, t. d. eitt pund af vaxi fyrir árið, og lét þau njóta ýmsra hlunnindá. Fékk Hugo- lin páfa til að staðfesta þessar gerðir og létti með því miklum áhyggjum af Frans, bæði hvað snerti framfærslu kvennanna og ekki síður með því, að nú þurfti hann ekki að láta bræðurna umgangast þær til umsjónar og aðstoðar. En Frans var við fátt hræddari, en slíkan samgang karla og kvenna, sem klausturheit höfðu unnið. Meðan Frans og Hugolin ráðstöfuðu þannig innri áhugamálum sínum, fóru trúboðsbræðurnir sinn til hvers lands, í samræmi við samþykktir hvítasunnufund- arins. En það gekk allt ver, en við var búist. Þeir sem fóru til Frakklands, voru spurðir þar, hvort þeir væru Albigensar. Þeir skildu ekki spurninguna, en svöruðu játandi, og þá var ekki að sökum að spyrja, því Albigensar voru sem kunnugt er, einn illræmdasti villutrúarflokkur þess tíma í augum kirkjunnar. Til Þýzka- lands fóru 30 bræður undir stjóm Jó- hannesar frá Penna. Þeim gekk ekki bet- ur. Þeir kunnu ekkert i málinu, en orðið »já« höfðu þeir lært og fundu brátt að það kom þeim að góðu haldi. Með því að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.