Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 33
SíiMON DAL 127 Hann getur ekki sagt mér það! Eg ætla nú að biðja yður að segja honum, hvernig tilfinningar hans eru, ef vera skyldi, að hann sé búinn að gleyma því líka!« Rochester horfði á mig með tvíræðu brosi: »Á eg nú að fara að'segja, hvað ást er?« spurði hann. »Já, og leggja yður nú reglulega fram!« mælti konungur. Hann hló stöðugt og togaði í eyrun á hundinum. Rochester dró annað augað í pung og leit spyrjandi á konunginn. »Já, í dag komist þér ekki undan að svara, lá- varður minn!« hrópaði hann. »Jæja, hlustið þið þá eftir ungu menn«, mælti Rochester hátíðlega: »Ástin er brjálsemi og hið einasta jafnvægi, héimska og hinn einasti sannleikur, glópska og hin einasta speki, blindni og hin sanna sýn. Hún er« ....... Hann hætti snögglega og hrópaði svo óþolinmóðlega: »Nei, nú er eg alveg búin að gleyma hvað hún er!« »Nei, lá- varður minn«, mælti konungur, »þér haf- íð aldrei vitað það. — Af okkur, sem hér erum, er mr. Dal sá einasti, sem veit það, og úr því hann getur ekki sagt það, er vitneskjan um það glötuð fyrir heiminn. — Jakob, hefir þú heyrt nokkuð nýtt frá Fontelles, vini okkar?« »Eg hefi ekki heyrt neitt annað en það, sem yðar há- tign hefir heyrt líka«, svaraði Monmouth. — »Carford ætlar ekki að deyja«. »Fyrir það skulum við vera þakklátir — eins og vert er. — »M. de Fontelles sendi mér miður vingjarnleg boð. Hann er í þann veginn að yfirgefa England, og segist ætla að leita uppi einhvern konung, sem heiðvirður og drenglyndur maður geti þjónað«. »Ætlar maðurinn þá að drepa sig, yðar hátign?« spurði Rochester og gerði sér far um að sýnast alvarlegur og hátíðlegur. »Hann er ósvífinn dóni!« hrópaði Monmouth reiðulega. »Ætlar hann til Frakklands aftur?« »Já, hann lendir þar hjá Lúðvík að lokum, þegar hann er búinn að reyna alla bræður mína í Evrópu. Konungurinn er eins og nefið á manni, það getur verið, að nefið sé ekki fallegt, Jakob, en ekki batnar útlitið við að höggva það af. Það var gert einu sinni eins og þið munið....« »Og hér situr yð- ar hátign nú í hásætinu!« greip Rochest- er fram í og hneigði sig þegnsamlega. »Jakob«, sagði konungurinn snögglega, »vin okkar, mr. Dal langar til að ganga að eiga mistress Barböru Quinton«. Her- toganum varð mjög hverft við, og hann setti dreyrrauðan. — »Fleirum en hon- um, og þar á meðal mjög tignum mönn- um, hefir að sögn litist mæta vel á þessa stúlku, svo maður verður að álita að hann hafi góða ástæðu til þess. Er það ekki sjálfsagt að hann fái hennar?« Mon- mouth leit á mig og eg horfðist í augu við hann og brosti. — Eg fann það á mér, að eg, sem hafði borið hærra hlut í viðskift- um við M. de Perrencourt, þyrfti ekki að óttast hertogann af Monmouth. »Ef það er maður«, mælti Rochester, »sem elskar konu, sem ekki er gift og samt vill hann, þá látið hann í herrans nafni fá hana, því annars þyrfti hann kannske að leita að hennar líka eins lengi og M. de Fontelles að hinum fullkomna konungi«. »Á hann ekki að fá hana, 'Jak- ob?« spurði konungur son sinn. Mon- mouth skildi það, að hann var búinn að tapa spilinu. »Æ ,látið þér hann fá hana, Sir«, sagði hann og neyddi sjálfan sig til að brosa. — »Og eg vona bráðlega að sjá hana prýða hirð yðar með návist sinni«. Eg gat ekki að mér gert, að eg rak upp stuttan hlátur. Konungurinn sneri sér að mér og sperti upp brýrnar: »Kannske þér vilduð lofa okkur að heyra, við hvað þér skemmtið yður svona vel, mr. Dal«, mælti hann. »Yðar hátign, eg veit ekki sjálfur, hvers vegna eg hló — og eg bið auðmjúklega fyrirgefningar«, svaraði eg. »JÚ, það var eitthvað, sem yður datt í hug?« »Þá, yðar hátign, — ef eg verð að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.