Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 31
SÍMON DAL 125 um sum af kaupum mínum. En eg stend ekki með tvær hendur tómar enn«. Eg horfði beint framan i hann; hann brosti biturt og virtist þó vera skemmt. »Þér hafið yðar fyrirvara«, hélt hann áfram; »eg er ekki búinn að gleyma þeim. En þér skuluð þegja og vera ánægður — hlustið á mig, mr. Dal«. »Eg hlusta á orð yðar hátignar«, svaraði eg. »Það er nógur tími fyrir yður að opna munninn, þegar eg stend tómhentur eftir«. Orð hans og öllu fremur málrómur hans og augnaráð skýrðu fyrir mér, hvað hann átti við: Kaup þau, er hann hafði gert, og sem mér var kunnugt um, voru þannig, að ekki var hægt að ásaka hann fyrir svik, þó ekki yrði staðið við þau. — Hann ætlaði stöðugt að hafa eitthvað í bakhönd, þegar hann skifti við Frakka- konung. Eg var undrandi yfir, að hann skyldi tala svona hreinskilnislega við mig, og hann vissi, að eg var undrandi — og þó bros hans væri biturt hélt hann samt áfram að brosa. Eg hneigði mig fyrir honum og mælti: »Eg tala ekki um þá hluti, sem liggja fyrir ofan minn sjóndeildarhring, yðar hátign«. »Þá er vel«, mælti hann; »eg þekki yður sem mjög þagmælskan og á- reiðanlegan mann, og eg vil feginn gera eitthvað fyrir yður. — Þér höfðuð víst eitthvað, sem yður langaði til að biðja migummr. Dal?« »Það er það auðveldasta sem hugsast getur í öllum heimi fyrir yð- ar hátign, en fyrir mig er það hið mesta í öllum heimi«, svaraði eg. »Látið þér mig heyra það!« »Það er hvorki meii’a né minna en að biðja yðar hátign hjálpar, svo eg geti fengið þeirrar konu, sem eg elska!« svaraði eg. Hann hrökk við og í fyrsta sinn undir allri sami*æðunni hætti hann að gæla við hundinn. »Að fá konu þeirrar er þér elskið?« sagði hann. »Nú, já, elskar hún yður?« »Hún hefir sagt mér það, yðar hátign«. »Þá hefir hún að minnsta kosti viljað láta yður standa í þeirri meiningu. — Þekki eg þessa konu?« »Ljómandi vel, yðar hátign!« svaraði eg íbyggilega. Honum var sýni- lega mjög órótt. Maður, sem kominn er á hans aldur, þykist hafa ástæðu til að sjá keppinaut í hverjum ungum manni, hversu lítilfjörlegur sem hann annars er. — Ef til vill hafði eg þegar gert mér of dælt við hann, en hann sýndi mér þolin- mæði -— samt vildi eg ekki halda spaug- inu áfram. — »Einu sinni, yðar hátign«, mælti eg, »elskaði eg — en aðeins skamma stund — það sem konungurinn elskaði — alveg eins og eg drakk úr bikar hans«. »Eg skil mr. Dal«, sagði hann — »en þér segið »einu sinni««. »Já, það er ekki svo lengur, yðar hátign«. »Já, en í gær?« hrópaði hann ringlaður. »Þér vitið, yðar hátign, að hún er framúrskarandi leikari, en eg er hræddur um að mér hafi tekizt mitt hlutverk miður«. Hann svaraði engu nokkra stund en fór að leika við hundinn. Svo leit hann upp og sagði: »Yður tókst alls ekki illa — en hún lék guðdómlega, mr. Dal«. »Hún lék fyrir lífi sínu yðar hátign!« »Ó, veslings Nelly elskar mig«, sagði hann mjúklega — »og eg var vond- ur við hana.... En eg ætla ekki að þreyta yður á mínum einkamálum. — Hvað vild- uð þér?« »Mistress Gwyn hefir sýnt mér ákaflega mikla vinsemd, yðar hátign...« »Því trúi eg vel!« greip hann fram í. — »En hjarta mitt hefir lengi hneigst til annarar konu«. »Það veit trúa mín, mr. Dal — og nú tala eg við yður, eins og maður talar við mann — mér þykir vænt um að heyra það. Var það líka þannig, þegar þér voruð í Canterbury?« »Þá meira en nokkru sinni. — Hún var þar líka, og....« »Eg veit, hún var þar líka!« »Nei, yðar hátign — eg á við hina, þá sem eg elska — sem mig langar til að giftast — eg á við Barböru Quinton,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.