Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Side 9
SÍMON DAL
103
nr. Alls ekkert hræddur. — Hræddur!
nei það skyldi ekki sannast. Hann beit á
jaxlinn og starði á andlit afa síns. Það
var svo harðneskjulegt og kuldalegt
þarna langt í burtu hjá stýrinu. En það
var undarlegur glampi í gráu augunum
Grímur litli hélt í fokkuna með báðum
höndum. Það sveið undan því. Hann sá
að blæddi úr lófunum en í brjósti brauzt
um hlátur og þverúð.
Sjórinn lamdist framan í hann. Bátur-
inn var orðinn hálffullur af sjó. Hann sá
að sjómennirnir voru fölir í framan.
Drynjandi brimið við Horn var aðeins
nokkra metra í burtu.
Hatturinn fauk af honum, en hann
sinnti því engu. Hann hleypti sér saman
af ákafa. öll sál hans og líkami birtist í
einni járnharðri kröfu: Jeg vil! Jeg skal!
Síðasta bylgjan kom æðandi, braut yfir
bátinn og hálf fyllti hann.
Því næst komu þeir inn á rólegan sjó
fyrir innan Horn.
Þá hló Grímur litli.
í fjörunni heima snýtti gamli Grímur
sér svo hátt að kvað við. Hann tók dós-
irnar upp úr buxnavasanum, fékk sér í
nefið og glotti. Síðan hóstaði hann lítið
eitt, sneri dósunum á milli handanna og
glotti íbygginn.
Hæ, skríkti í honum. Ef að þessi snáði
verður ekki sjómaður með tímanum........
Hann skríkti aftur og fékk sér í nefið
áður en hann hélt áfram.
Grímur litli stóð rétt hjá honum í sjó-
stígvélum og skinnbuxum. Við hliðina á
honum var lítil, dökkhærð stelpa, að beita
linu.
Grímur litli leit til hennar og roðnaði.
Glettnisleg, grá augu horfðu lengi ástúð-
lega á hann.
Davíð Þorvaldsson þýddi lauslega.
S í m o n D a I.
Saga eftir Anthony Hope.
»Ást mín til yðar er nú gömul saga«,
hélt hann áfram mýkri í máli, »tvisvar
er eg búinn að skýra yður frá henni og
sá, sem þarf að gera slíka játningu
tvisvar árangurslaust, hlýtur að síðustu
að syrgja yfir sviknum vonum. En mér
fannst þér komast frekar við í seinna
skiftið, sem eg talaði um það við yður.
Má eg játa yður ást mína í þriðja sinn?«
»Það er ekki vel valinn tími, lávarður
minn, til að ræða slíkt —« byrjaði hún.
»Þér megið svara hverju sem þér viljið«,
(Niðurl.).
mælti hann, »það breytir engu í því, að
eg er samt ávalt reiðubúinn til að þjóna
yður — hönd mín og hjarta heyra yður
til, jafnvel þótt þér hafið gefið 'öðrum
hjarta yðar!« »Nei — það er enginn
annar — eg er ekki neinum bundin«,
stamaði hún í hálfum hljóðum, en svo-
herti hún sig upp til að sýnast róleg og
mælti svo: »Eg á við, það er ekki eins
og þér ímyndið yður, lávarður minn, en
samt sem áður hafa tilfinningar mínar