Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1931, Blaðsíða 16
110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og var á leíð til dyranna. En orð Fontel- les gáfu honum skyndilega nýja hugsun. Hann staðnæmdist, 'augu hans ljómuðu af ánægju, og hann hló kæruleysislega: »Þér reiknið skakt, kæri M. de Fontel- les«, sagði hann. »Það er annar maður en eg, sem þér þurfið að eiga við, áður en þér getið komizt af stað með stúlkuna«. »Við hvern eigið þér, lávarður minn?« »Nú jæja, við erum þó vinir, þrátt fyrir allt«, mælti Carford — »eins og þér vitið, þá eru ástfangnir menn oft erfiðir við- fangs, en ástfangnir aular eru þó hálfu verri. — Munið þér, þegar við hittumst í Canterbury?« »Það man eg vel!« — »Og eftir ungum manni, sem talaði frönsku við yður? — Hann gerði yður ákaflega bilt við með því að hrópa upp....« »11 vient!« hrópaði Fontelles æstur. »Já, ein- mitt! — Það er ekki ólíklegt að hann verði á vegi fyrir yður í annað sinn«. »Hvað? Þá er hann héma?« »Já, auðvit- að«. »Eg mætti honum í gærkveldi. — Hann hrópaði þessi orð á eftir mér aftur. Þetta er ósvífinn þorpari — og hann skal verða að borga fyrir það!« hrópaði Fontelles æfur. »Þér hafið sannarlega á- stæðu til að jafna reikningana við hann«, mælti Carford. »Já — en hvernig er hann flæktur inn í þetta mál?« »ósvífinn eins og áður!« sagði Carford. — »Hann biðlar til mistress Quinton«. Fontelles ypti öxlum háðslega. Carford brosti og honum var nú farið að létta. Það leit út fyrir, að þetta bragð hans ætl- aði að hepnast vel. Tækist honum að etja okkur Fontelles saman, þóttist hann eiga sigurinn vissan — og þá var það eg og ekki hann, sem óhlýðnaðist fyrirskipun- um konungsins. »En hvernig stendur á, að hann er hérna? spurði Fontelles. »Strákurinn er fæddur hérna — mistress Quinton og hann eru gamlir nágrannar«, svaraði Carford. — »Er hann hættulegur?« Nú var það Carford sem ypti öxlum um leið og hann svaraði: »Hættulegur — nú, já,, asnar eru alltaf meira eða minna hættu- legir! Eg ætla nú að yfirgefa yður, en mig langar til að benda yður á, að ef yð- ur finnst einhver ástæða til að tortryggja mig, þá hafið þér margfalt meiri ástæðu til að tortryggja Símon Dal. Það væri kannske réttast að þér töluðuð við hann, því þótt mér detti í raun og veru ekki í hug, að hún vilji eiga hann, þá er hann samt gamall kunningi hennar og er viss með að beita áhrifum sínum á móti yður. — En þér eruð ef til vill of reiður við hann?« »Eg gæti skyldu minnar, áður err; eg hugsa um móðganir gagnvart sjálfum mér — og eg ætla að leita manninn uppi«, sagði Fontelles. »Jæja, eins og yður sýn- ist«, mælti Carford, »og eg ímynda mér; að það sé rétt af yður. I gistihúsinu get-- ið þér fengið að vita, hvar hann á heima«. »Viljið þér koma með mér?« — »Ekki núna«, svaraði Carford, »eg þarf að fara annað. En ef þér skylduð þurfa aðstoðar minnar seinna, þá er eg reiðu- búinn!« »Þakka yður fyrir, lávarður minn«, sagði Fontelles, sem skildi, að Carford átti við, að hann skyldi vera ein- vígisvottur hans, ef til þess kæmi. Þegar hér var komið samræðunni voru þeir báðir komnir út fyrir húsdyrnar. Barbara heyrði fótatak þeirra og leit upp. Fontelles gekk rakleiðis til hennar. »Madame«, sagði hann, »eg er nú neydd- ur til að yfirgefa yður, en eg kem bráð- lega aftur — og eg vona að þér viljið taka mér vingjarnlega, þegar eg kem aftur«. »Ef eg á að vera hreinskilin, sir«, svaraði hún, »þá held eg að það væri bezt, að þér kæmuð ekki aftur«. Hún leit spyrjandi á Carford. Hún hélt að hann hefði gert það, sem hann lofaði henni, enda þótt Fontelles vildi ekki láta hana verða vara við deilu þeirra. »Farið þér með M. de Fontelles, lávarður minn ?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.