Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 11

Tjaldbúðin - 01.01.1902, Page 11
9 síra Jón, Sigtryggur og Einar Hjörleifsson (»Lög- berg« 19. sept. 1888 og 27. marz 1889). Fyrsta verk nefndarinnar var að koma á fót »Lögbergi«, því »málgagni, sem' hefur að ætlunarverki að reyna að gera landauðn« á íslandi (»ísafold« 29. ág. 1888). »Lögberg« var innflutningsblað fyrir Manitoba-stjórn (1888—1899) og Kanada-stjórn (1896--1900) og ftíkk afarmikinn stjórnarstyrk fyrir starfa sinn (»Dannebrog« 26. nóv. 1900). Upp frá þeim tíma fóru leiðtogar kirkjufjelagsins að gera útflutning frá íslandi að atvinnu sinni (»Árný« bls. 40—45). 1160 íslendingar fluttust vestur um haf 1888. Á fyrsta ári sínu (1888) flutti »Lögberg« 38 greinar um innflutning, eitt níðkvæði og all- mörg níðbrjef um Island. Á kirkjuþingi 1888 las síra Jón upp rit sitt: sísland að blása upp«. »Lögberg« og innflutningsnefndin vildi láta safna fjc ( Englandi og öðrum löndum Norðurálfunnar til að flytja íslcndinga til Kanada (»Lögberg« 12. og 19 sept. 1888) og vóru gerðar tilraunir í þá átt. »Heimskringla« tók þá svari Islands gegn »Lögbergi« og hjelt því fram, að ísland sje »engu verra en Norður-Svíþjóð og Norður-Noregur, og mun betra en landshlutar þeir, er liggja á sama breiddarstigi í Ameríku t. d. Alaska, að suður- skaganum undanteknum. Og ekki mun Suður- ísland miklu síður, að öllu tiltöldu, en Norður-

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.