Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Blaðsíða 14
2
SJÖMANNADAGSBLAÐIÐ
Sjómannadagurinn og mólefni hans.
Eftir HENRY HÁLFDANSSON, formann Sjómannadagsráðsins.
Sjómannadagurinn er þegar orðinn einn af
hátíðisdögum ársins. Dagur, sem jafnan hlýtur
að verða tilhlökkunarefni sjómanna, sem fara
svo margs á mis, og heyja atvinnubaráttu sína
við svo hættuleg og erfið lífskjör, og einnig allra
þeirra, sem í viðurkenningu og með alhug vilja
taka höndum saman með sjómannastéttinni, til
að gera henni daginn sem ánægjulegastan og
vinna að framgangi þeirra menningarmála sjó-
manna sem á dagskrá eru.
Mennirnir, sem löngum hafa lifað eins og út-
lagar með þjóð sinni, og sem oft og tíðum hafa
verið eins og gestir á sínum eigin heimilum,
hafa nú vaknað til dáðríks samstarfs um ýms
menningarleg markmið, og þeir vilja einnig iðka
íþróttir og skemmta sér sameiginlega á þess-
um degi.
Þeir ætlast til að fá það rúm í sólskininu,
sem þeir eiga hlutfallslega tilkall til, og kæra
sig ekkert um að láta vanmeta gildi sitt í þjóð-
félaginu, þess vegna munu þeir og nota daginn
til þess að kynna fyrir þjóðinni hversu þörf og
þýðingarmikil störf þeirra eru.
þið eigið kost á að læra allt það, sem viðkem-
ur ykkar starfi, bæði bóklegt og verklegt, það,
sem hægt er að kenna á landi. Og þið skuluð
ekki telja það eftir ykkur meðan þið eruð ungir,
þótt þið eyðið 2—3 vetrum til náms, því að þið
vitið ekkert hvað bíður ykkar á lífsleiðinni, og
það er áreiðanlega betra að hafa lært það
fyllsta, sem krafist er, heldur en hlaupa til og
vera á stuttu námskeiði, og telja sjálfum sér
trú um, að þetta stutta námskeið hafi veitt þá
menntun, sem dugi þeim alla tíð, af því að í
augnablikinu var ekki krafist meira.
Islenzkir sjómenn, setjið ykkur það markmið,
hvaða starf sem þið takið fyrir á sjónum, að
vera sem bezt menntaðir, því að það verður
áreiðanlega ykkur og þjóðinni til farsældar.
Almenningur sýndi það strax í fyrra, á fyrsta
Sjómannadeginum, að hann hefir samhug til
þeirra manna, sem í brjóstvörn standa fyrir
hann. Þegar fulltrúar sjómannanna komu sam-
an fyrir rúmu ári síðan til að ræða og undir-
búa samtökin um sérstakan Sjómannadag,
gerðu þeir sér auðvitað beztu vonir um árang-
ur af þeirri viðleitni, þó að sennilega fæsta
hafi órað fyrir því, að dagurinn myndi vekja
eins mikla og almenna hrifni og raun
varð á,
Skrúðganga sjómanna gegn um bæinn, var
líkust sigurför, þar sem áhorfendurnir keppt-
ust við að heiðra þátttakendurna og sýna þeim
hollustu sína. Það sýndi sig bezt þá, hve sjó-
mennirnir eru fjölmennur hópur í höfuðborg-
inni, og hversu mikil ítök þeir eiga í fólkinu.
Vonandi verður það þannig ár eftir ár, á hverj-
um Sjómannadegi, að sjómennirnir ganga fylktu
Uði í gegnum götur borgarinnar til hátíðahalda
sinna, og að veifað verði til þeirra úr hverjum
glugga, sem gengið er fram hjá.
Að svona vel tókst með þennan sjómanna-
dag, er fyrst og fremst að þakka hinu góða
málefni og hversu sjómennirnir eru vel þokk-
aðir af öllum almenningi, og þá ekki sízt vegna
þess, að sjómennirnir komu þarna fram óskipt-
ir, yfirmenn jafnt og undirgefnir, og án þess
að nokkur flokkaskipting ætti sér stað.
Við sjómennirnir höfum fyllstu ástæðu til að
vera ánægðir með þann árangur, sem fékkst
með fyrsta Sjómannadeginum, þar sem með
honum var náð þeim höfuð-tilgangi, að sam-
eina sjómennina um einn ákveðinn hátíðisdag
á hverju ári, til að vinna að menningarlegum
velferðarmálum sínum, og til að vekja skilning
og virðingu landsmanna fyrir sjómannastéttinni
og áhugamálum hennar.
Allir dagskrárliðir Sjómannadagsins eiga að
vera til vegsauka fyrir sjómannastéttina, eða á
annan hátt að verða henni til uppörfunar og