Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Side 32

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1939, Side 32
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Fólkið varð þar aldauða. Tap nýlendunnar er vitanlega óbætanlegt tjón. En það er einnig einhver átakanlegasta afleiðing þess að íslend- ingar lögðu farmennskuna á hilluna, og órækur vottur þess, hve gjörsamlega þeir, á tímabili, voru heillum horfnir. Eins og geta má nærri, hafa ýmsir góðir ís- lendingar séð, hvert stefndi í þessum efnum. Hve fullkomlega lamandi það var fyrir allt við- skiptalíf þjóðarinnar, að vera alveg upp á er- lenda menn komin um alla flutninga að og frá landinu. Þannig er talið, að Guðbrandur biskup Þorláksson hafi gengizt fyrir því 1580, ásamt fleirum, að keypt var skip 60 lestir til millilanda- ferða. Því miður fórst skipið með rá og reiða nokkru síðar. Þá er talið að biskupsstól- arnir hafi haft með höndum framkvæmdir í þessa átt. Ög- mundur Pálsson, síðar biskup, var t. d. um skeið skipstjórn- armaður í verzlunarferðum er- lendis á skipi, er Skálholtsstóll átti. Var þetta í kaþólskum sið. Ef til vill hafa fleiri til- raunir verið gerðar á miðöld- unum í þessa átt, en það hefir verið í svo smáum stíl, að það hefir ekki haft almennt gildi fyrir erlend við- skipti þjóðarinnar. Með einokuninni upp úr aldamótunum 1600 mun loku hafa verið skotið í bili fyrir alla þess- háttar viðleitni af hálfu Islendinga, enda hrak- aði þá bæði efnahag og áhuga til þess háttar framkvæmda. Viðleitni Skúla fógeta, um miðja átjándu öld, til þess að koma hér upp sjálf- stæðum atvinnurekstri og aðflutningi á eigin skipum, var ein tilraun til viðreisnar í þessa átt. En öllu var þá svo aftur farið, að „enginn kunni að sigla“, var því naumast mikils árang- urs að vænta. Sem dæmi um ástandið á siglingum til lands- ins í lok átjándu aldar má nefna þetta: I móðuharðindunum 1783, var tekin ákvörð- un um að senda korn til landsins, til þess að hægt væri að koma í veg fyrir algert hungur meðal fólksins í austursýslunum. Var skip sent af stað frá Danmörku um haustið, í nóvember, sem þá var reyndar óvenjulegt. Komst skipið þrisvar hér upp undir landið, en hrakti jafnan frá aftur. Leitaði það síðast hafnar í Noregi. Komst ekki hingað fyrr en í aprílmánuði 1784. Þess er vert að minnast, að hugsjóna- og viðreisnarmenn nítjándu aldarinnar komu fljót- lega auga á ástandið, sem þjóðin átti þá við að búa í þessum efnum. Þeir munu og af eigin raun hafa kynnst því á ferðum sinum. Þeim var ljóst, að góðar samgöngur við útlönd, og eigi síður innanlands, væri höfuðnauðsyn, og undirstaða þess að íslenjzkir atvinnuvegir og verzlun gæti orðið arðvænleg fyrir þjóðina. I herhvöt sinni til íslendinga bendir Jónas Hallgrímsson þeim á, að einnig í þessum efnum sé öllu aftur farið. Á blómaskeiði þjóðarinnar, segir hann: ,,þá riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim.“ Viðskiptasaga þjóðarinnar síðasta mannsald- Eimskip.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.