Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Síða 81

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1949, Síða 81
Sveinbjörn Egilson er fæddur í Hafnarfirði 21. ágúst 1863. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Egilssonar kaupmanns þar og konu hans, Arndísar Asgeirsdóttur. Faðir Þorsteins og afi Sveinbjarnar var, eins og mönn- um er kunnugt, Sveinbjörn Egilsson rektor. Benedikt Gröndal var því föðurbróðir Sveinbjarnar, svo að frá- sagnargáfa og aðrir listrænir hæfileikar voru miklir í ættinni. Sveinbjörn hóf nám við latínuskólann, lauk stúdents- prófi 1884 og settist því næst í prestaskólann. En eftir ársdvöl þar, stóð hann upp af skólabekknum og gerðist sjómaður. Var hann fyrst á fiskiskipum hér heima, en hélt síðan út í veröldina, fyrst til Liverpool, þaðan með stóru seglskipi ti! Indlands. Sigldi hann síðan um heimshöfin í full tutugu ár, lenti í fjölmörgum ævin- týrum og svaðilförum, kynntist út í ystu æsar lífi far- manna, illu og góðu, og skoðaði framandi lönd í flest- um heimsálfum. Munu fáir vera þeir Islendingar, fyrr eða síðar, sem ferðast liafa jafnmikið um heiminn og hann gerði á þessum árum. Loks sönnuðust á honum orð afa hans, Sveinbjarnar rektors, að „römm er sú taug, er rekka dregr föðurtúna til“. Eftir tveggja ára- tuga volk á heimshöfunum, kom Sveinbjörn alfarinn heim til íslands. Stundaði hann þá sjó um hríð, en var við kennslu annað veifið. Árið 1907 réðst hann í þjón- ustu Milljónafélagsins og var verkstjóri hjá því í átta ár. Þaðan hvarf hann árið 1914, og gerðist þá starfs- maður Fiskifélags íslands. Var hann skrifstofustjóri þess í mörg ár og ritstjóri tímaritsins „Ægis“ um 23 ára skeið. í því starfi kom honum hin mikla sjómanns- reynsla að góðu haldi. Oll þau ár, sem hann var rit- stjóri, þreyttist hann aldrei á því að skrifa hvatninga- greinar til sjómanna um öryggismál og vinnubrögð á skipum. Fékk hann ýmsu áorkað í þeim efnum. Gaf hann og út bækling til leiðbeiningar sjómönnum, þar Ferðaminningar og sjóferða- sögur Sveinbjarnar Egilson eru nú að koma út aftur Skemmtilegri ferðabók hefir varla komið út hér á landi. ÞaS var og er og verður dómur íslenskrar alþýðu. á meðal „Leiðarvisir í sjómennsku" og „Handbók fyrir íslenzka sjómenn". Þótt Sveinbjörn Egilson lyki miklu og góðu ævistarfi, þarf engan sérstakan spámann til að sjá það, hvað einkum muni halda á lofti nafni hans á ókomnum tímum. Það verða Fcrðaminningar hans og sjóferðasög- ur. Löngu eftir að margt það af skáldskaparkyni og í minningarformi, sem út hefir komið á síðari árum, er fallið í gleymsku og dá, munu ferðabækur Sveinbjarnar lifa. Ymsir hafa á'það bent, hve ótvírður skyldleiki sé með ritum þeirra frændanna, Benidikts Gröndal og Svein- bjarnar. Þar koma fram ýms sameiginleg einkenni og áþekk stílbrigði, fjör og hraðí í framsetningu, hispurs- leysi, glettni og leikandi gamansemi. Er í því sambandi gaman að minnast þess, að ferðaminningarnar eru óbei- líns Benedikt Gröridal ,að þakka. Án hvatningar hans og áeggjunar, hefði Sv.einbjörn e. t. v. aldrei fært þær í letur. Um þetta hefir hann sjálfur farið svofelldum orðum: ,,Eg dvaldist hjá föðurbróðir mínum, Ben. Gröndal, síðasta veturinn, sem .hann lifði. Hann margskoraði á mig að byrjá á ferðaminningum mínum, en þá var ég nýhættur siglingunum og pénnalatur mjög. Eg lofaði honum að’ reyna eikhy.að í þá átt, þegar ég væri búinn að jafna riiig, og þáð, loförð efni ég hér, hvernig sem skrifunum verður tekið“. Ferðasögur Sveinbjarnar eru nú löngu uppseldar, og í mörg ár hefir verið spurt um þær hjá bóksölum. Nú ætlar ísafoldarprentsmiðja að gefa þær út að nýju, ásamt sjóferðarsögunum, sem prentaðar voru 1934. I hinni nýju útgáfu verður einnig nokkrar svaðilfarasög- ur, sem Sveinbjörn ritaði á síðustu árum sinum, og eigi hafa áður verið gefnar út í bókarformi. Utgáfa þessi verður uni '900—1000 bl§., í tveim bindum, sem bæði koma út á þessu ári, enda er prentun þegar hafin. Verð alls verksins er ákveðið til áskrifanda 96,00 heft, 130,00 bundið og 160,00 í skinnbandi. I bókaverzlunum verðr bækurnar allmiklu dýrari og ekki víst, að þær verði seldar þar, vegna þess hve pappír er af skornum skammti. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.