Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 4
Skapið
h e i m i I i n u
a u k i ð öryggi.
Vér höfum nú um alllangt skeið haft til athugunar að útbúa tryggingu,
sem tryggði hið almenna heimili gegn sem flestum óhöppum, fyrir lágt iðgjald.
Og nú höfum vér ánægjuna af að kynna yður árangurinn, HEIMILISTRYGG-
INGU vora. Með henni bjóðum vér í einu og sama tryggingarskírteini fjölda
margar tryggingar fyrir lágmarksiðgjald. Sumar þessara trygginga hefur verið
hægt að fá hér á landi stakar, en aðrar ekki. Vér viljum sérstaklega vekja athygli
yðar á, hve iðgjaldið er lágt miðað við hversu víðtæk tryggingin er. Ennfremur,
að það er nýmæli, sem flestum mun þykja þarft, að tryggingarfjárhæð lausafjár-
muna breytist ár frá ári eftir vísitölu framfærslukostnaðar.
Eitt veigamesta öryggið í heimilistryggingunni er trygging á húsmóðurinni
fyrir slysum og lömun. — Tryggingin greiðir bætur við dauða eða varanlega ör-
orku af völdum slyss eða lömunar, sem eiginkona tryggingartaka verður fyrir. —
Bætur við dauðsfall greiðast með kr. 10.000,00, en bætur við algera (100%) örorku
með kr. 100.000.00. Við minni örorku en 100% greiðast bætur hlutfallslega eftir
örorkunni á grundvelli ofannefndrar hámarksupphæðar.
Margvísleg óhöpp geta hent börn í nútímaþjóðfélagi, og geta afleiðingar
þeirra orðið mikill fjárhagslegur baggi á fjölskyldunni.
Til að draga úr þessari áhættu heimilisins nær tryggingin til þess, ef börnin
innan 15 ára aldurs verða skaðabótaskyld.
Heimilistrygging er heimilisnauðsyn!
SAIMI'VE MEJHnriK,Yr(IS
Sambandshúsinu — Sími 7080 — Umboð í öllum kaupfélögum
landsins
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ