Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 18

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 18
Dvalarheimili aldraðra sjómanna Fyrsti áfcmginn. Nú þegar fyrsta áfanganum er náð við bygg- ingu D. A. S., vakna ýmsar spurningar hjá mönn- um í sambandi við búnað og daglegan rekstur heimilisins. Um þessi atriði mun erfitt að setja fastar reglur, þar mun reynslan verða að skera úr á ýmsan hátt. Því er ekki hægt að neita, að húsið er stórt í sniðum og allur frágangur vandaður og af beztu gerð. Meining þeirra, sem hrundu fyrirtækinu af stað, var líka sú, að allt skyldi gert til þess að væntanlegum vistmönnum gæti liðið þar vel. En jafnan eru tvær hliðar á máli hverju, og markinu má oftast ná eftir ýmsum leiðum. Sumir eru þeirrar skoðunar að dvalarheimili fyrir aldrað fólk megi ekki vera mjög stór, helzt ekki nema fyrir nokkra tugi vistmanna, og þurfi ekki að vera íburðarmikil. Þeir álíta, að með því sé auðveldast að viðhalda hversdagslegum heim- ilisblæ, en það er atriði sem gamalt fólk metur mikils. Aðrir telja, að af fjárhagslegum ástæðum verði að hafa þessar stofnanir nokkuð stórar því aðeins á þeim grundvelli geti þær staðið fjár- hagslega óstuddar, ef miðað er við hóflegt vist- gjald á mann. Það síðartalda var haft í huga, þegar D. A. S. var undirbúið. Það sem nú er fullbúið til notkun- ar, er hluti af fyrirhugaðri stærri heild. Það er talið mjög ósennilegt, að það geti fyrst um sinn borið sig fjárhagslega með venjulegu vistmanna- gjaldi, nema vistmenn þrengi allmikið að sér, og að þeir, sem einir vilja búa, greiði dálítið um- framgjald. Hinsvegar er talið víst, að þegar fleiri vistmannaálmur eru byggðar út frá höfuðbygg- ingunni og þær verða fullsetnar vistmönnum, þá verði auðveldlega framkvæmanleg hugmyndin um, að hver rólfær vistmaður hefði eigið herbergi. En þó allt sé vel í haginn búið og vel fyrir komið, þá ber öllum saman um, að rekstur heim- ila fyrir aldrað fólk sé hið mesta vandaverk. Það útheimti ekki einungis dugnað og lægni við að stjórna mörgu fólki, því heldur sé meira um vert, að forstöðumaðurinn sé viðkvæmur fyrir líðan gamla fólksins og hugkvæmur á að finna á hverri stundu beztu leiðina til að gera því til hæfis. Hið sama gildir um starfsfólk á svona heimilum yfirleitt. Þær eru margar og ærið sundurleitar sagn- irnar, sem ég hefi rekist á um aðbúnað gamals fólks á hælum erlendis. Þar sýnist og sitt hverj- um um fyrirkomulagið á heimilunum. En aðal- atriðið er þetta: Maður eða kona, þó gömul séu og ef til vill lasburða, eru einstaklingar, sem halda séreinkennum sínum löngunum og skoðunum. Þau eru oftast meira eða minna hrjáð andlega og líkamlega af volki lífsins, og venjulegast við- kvæm fyrir öllu valdboði eða hrjúfu viðmóti. Vandamálið er því að búa þannig í haginn og breyta við fólkið, að það finni sem minnst and- stætt sér í daglegu viðhorfi, að óskir þess séu teknar til greina eftir því sem frekast verður við komið, og að hver einstakur vistmaður hafi þuð á tilfinningunni, að hann sé persónulega einhvers metinn. Þetta er ef til vill hægara sagt en gerh en það er gagnlegt fyrir þá, sem um þetta vilja hugsa, að kynnast áliti fólksins á þessum málum þar, sem umönnun á gömlu fólki á vistheimilum er mjög umfangsmikil og mikil reynsla fyrir hendi. A þessu sviði munu Danir standa mjog framarlega og eru skoðanir fólks þar á þessum málum því athyglisverðar. í danska blaðinu Information birtust á síðast- liðnu hausti greinarflokkur um þessi mál efth mann að nafni Axel Christensen. Deilir hann a hið opinbera fyrir áhugaleysi og þröngsým 1 þessum málum. Hann segir, að mistök og van- ræksla sé of áberandi. Smákaflar úr greinarflokknum verða hér endur- sagðir. Þeir eiga erindi til þeirra, sem að þessum málum vinna hér, og þá ekki sízt þeim til um- þenkingar, sem nú undirbúa D.A. S. „Fólk, sem vegna sjúkdóma eða veiklunar verður að dvelja árum saman á hælum, á heimt- ingu á því, eins og aðrir, að geta varðveitt per' sónuleika sinn. Dvöl á hjúkrunarheimili á ebki að vera innilokun eða einskonar greftrun í ht' anda lífi. Fólk, þó veiklað sé og aldurhnigið, þa upplífgunar við og tilbreytingar. Einnig þessaf þarfir vistmanna verður að uppfylla til þess a líðan þeirra verði bærileg. Á þessu sviði er marS sem við megum skammast okkar fyrir.“ Þetta eru inngangsorð að nefndum greinar flokki um gamalmennahælin. í sambandi við lýs 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.