Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 23

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 23
Prófessor dr. Richard Beck: Sumardagur á söguslóðum (Ferðaminning frá Noregi). Meðal þeirra daga, sem ber hátt og bjart er um í minningum okkar hjónanna úr ferðalagi okkar um fornar ferðaslóðir í Noregi sumarið 1954, er fagur síðsumardagur í Stafangri og nágrenni þeirrar frægu borgar, en á þeim slóðum er margt, sem minnir á forna tíð og sameiginlegan uppruna og menningarerfðir íslendinga og Norðmanna. Stafangur er á stærð við Reykjavík, að borgar- hverfunum meðtöldum, og er höfuðborg Roga- lands; á hún sér að baki fulla þúsund ára sögu, og má líkt um hana segja og um Björgvin, að mjög er það áberandi, hvernig hið gamla og nýja sam- einast þar í húsagerð og setur það sinn sérstaka svip á borgina. Tilkomumesta hús hennar er Dómkirkjan, sem byggð var á 12. öld og er einhver allra fegursta steinkirkja í Noregi. Allmargt er höggmynda í kirkjunni, meðal annars af Magnúsi konungi laga- bæti. En það, sem sérstaklega vekur athygli áhorf- andans, 'er hinn afar skrautlegi, útskorni pré- dikunarstóll frá 1658, er óhætt má segja, að eigi sér fáa líka. í miðri borginni stendur Valberg turninn, gamall steinturn, og er þaðan ágætt út- sýni yfir borgina og fagurt umhverfi hennar. Eftir að hafa skoðað merka sögustaði og forn- ttiinjar í borginni, og þá sérstaklega Dómkirkj- una, lögðum við leið okkar á ýmsa sögulega staði °g fagra utan borgarinnar. Skoðuðum við fyrst hinn fræga Viste-helli, en hann er hjá bændabýli mílu vegar fyrir norð- vestan Stafangursborg. Er hellir þessi víðfrægur fyrir það, að þar fundust fyrir aldarhelmingi síðan miklar minjar um líf og háttu steinaldar- uianna, sem áttu þar bústað fyrir 5—6000 árum °g er Viste-hellir talinn meðal allra elztu manna- bústaða, sem fundist hafa á Norðurlöndum. Voru þessir steinaldarmenn að vonum á mjög frum- stæðu menningarstigi, lifðu af dýraveiðum og fiskiveiðum; hafa meðal annars fundist í hellin- um margir önglar, allir úr beini og agnúalausir. 'Tfrleitt voru veiðitæki og verkfæri þessara frum- stæðu manna úr horni, beini eða tré, og verður það ekki nánar rakið hér, né heldur lýst lífskjör- um þeirra að öðru leyti. Það er stórum lengri saga en rúmast getur innan ramma greinar, sem ekki er ætlað annað hlutverk en það að vera stutt ferðaminning. Hinu er ekki að leyna, að einkennilega varð manni innan brjósts, er maður stóð í þessum fræga helli og hugleiddi kjör þeirra, sem þar áttu sér dvalarstað og háðu sína lífsbaráttu fyrir þúsundum ára. Og svo varð andstæða nútímans ofarlega í huga, því að örstuttan spöl frá þessari óbrotnu vistarveru steinaldarmanna blasti Við augum fagurt nútíðar sumarheimili með þeim þægindum, sem slík heimili hafa að bjóða í Noregi samtímans. Eigi skal samt farið út í neinar heim- spekilegar hugleiðingar í því sambandi, þó freist- andi væri. Nokkura vegalengd frá hellinum og nær borg- inni er Viste-hótel, prýðilegt gistihús með öllum nútímaþægindum, og fallega í sveit sett þar á sævarströndinni. Snæddum við þar hádegisverð, en færðum okkur síðan um set niður á ströndina, til þess að njóta veðurblíðunnar og útsýnisins til hafs og fjalla. Skjótt komumst við þó að raun um það, að hér væri eitthvað óvenjulegt um að vera. Uti fyrir ströndinni, all langt frá landi, lá björgunar- skip, og von bráðar kom á vettvang á ströndinni hópur manna með björgunarbát og margvísleg björgunartæki og hófu þar æfingar með ýmsum hætti. Kom upp forvitnin í mér, gömlum sjó- manni, og spurðist ég fyrir um það, hvað hér væri á seyði. Var mér sagt, að hér væri að verki björgunarsveit úr Slysavarnafélagi Noregs, og væri hún, með æfingum þessum, að búa sig undir þátttöku í hátíðahöldum í tilefni af aldarafmæli félagsins. Þótti okkur hjónunum það merkileg tilviljun, og töldum okkur það happ, að við skyldum vera stödd þarna einmitt þennan dag. Minntumst við SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.