Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 25

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 25
Frá síðasta Sjómannadegi Þá gaf Noregur nýju landi hlaðin skip af höfðingjum. Við hjónin áttum þó eftir að sjá Hafursfjörð betur og festa mynd hans glöggar í minni. Af Sólaflugvelli, sem er stuttan veg frá Stafangri, flugum við til Oslóar á fögru sumarkvöldi, en þegar ekið er út á flugvöllinn, er farið fyrir botn Hafursfjarðar, og nutum við vel útsýnisins yfir fjörðinn í kvöldkyrrðinni; sóttu hinar sögulegu minningar, sem eru tengdar við hann, fast á hug- ann kvöldstundina þá. En á bænum Sóla, sem flugvöllurinn er nefndur eftir, rétt sunnan við Hafursfjörð, bjó höfðinginn Erlingur Skjálgsson, sem er frægur í sögum. Nokkuru sunnar er Jað- arinn, en þaðan kom, ásamt mörgum öðrum land- námsmönnum Islands, Þorvaldur að Dröngum vestur, faðir Eiríks rauða, föður Leifs Eiríkssonar ins heppna. Síðar á sumrinu, á leiðinni með Loftleiðum frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur, áttum við aftur stundardvöl á Sólaflugvelli; gafst okkur þannig á ný tækifæri til að sjá söguríkan Hafurs- fjörð, og rifjaði sú sýn upp fyrir okkur hin nánu tengsl Noregs og íslands. En öll hafði heimsókn okkar á fornar feðra- slóðir í Noregi glöggvað okkur skilninginn bæði a okkar þjóðernislega uppruna og á norrænum og islenzkum menningarerfðum og gert okkur enn Ijósara en áður gildi þeirra dýrkeyptu erfða. Við fundum það enn betur en áður, að Davíð skáld Stefánsson hafði rétt að mæla, er hann komst svo að orði um íslenzku þjóðina í Alþingishátíðar- fjóðum sínum: Því lifir þjóðin, að þraut ei Ijóðin, átti fjöll fögur og fornar sögur, mælta á máli, sem er máttugra stáli, geymdi goðhreysti og guði treysti. Oddur Valentinusson hajnsögumaður frá Stytyishólmi jcer ajhent heiðursverðlaun Sjómannadagsins. Guðmundur Einarsson háseti af b.v. Hallveigu Fróðadóttur te\ur á móti ajre\sverðlaunum Sjómannadagsins. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.