Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 27

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 27
um 650 gyllini á mánuði, mun það vera undir 3000 kr. Er ég sagði þeim laun okkar ráku þeir upp stór augu, og sögðu að við yrðum fljótlega stór- ríkir. En svo komu samanburður á húsnæði o. fl. Þeir borga fyrir góða íbúð, 2—3 herbergi, tæpar 300 kr., 65 gyllini, en við 1500—2000 kr. Þessi samanburður endaði þannig, að þeir spurðu: Hvernig farið þið að, að lifa? Bryggjupláss er mikið við sjálfa fljótsbakkana, en stærsta og mesta hafnar- og bryggjupláss er í höfnum, sem grafnar hafa verið inn í landið frá fljótinu. Um aldamótin var grafin stærsta höfn inn í landið, og var það mikið átak á þeim tíma. Heitir sú höfn „Waalhaven". Sá mikli uppgröftur þaðan var ekki fluttur til sjávar eða hent í fljótið, honum var dælt inn yfir landið, Það hækkaði með því og svo náttúrlega fyllt upp í sýki og myndað nýtt og verðmætt land. Er olíuhöfnin var búin til var aðferðin sú sama. Er hin stóra höfn var gerð um aldamótin, litu margar þjóðir Hollendinga misjöfnum augum, sáu hvaða þýðingu þetta hefði fyrir siglingarnar, en reyndu að telja Hollendingum trú um, að þetta yrði þeim það dýrt, að þeir fengju ekki undir því risið. En Hollendingar voru hinir rólegustu og héldu áfram við að grafa sína höfn, enda kom það fljótt á daginn, að þeir höfðu rétt fyrir sér. Siglingarnar jukust, höfnin gaf af sér mikinn pen- ing, og innan skamms var hún orðin of lítil, og aðrar hafnir byggðar og alltaf eru nýjar í undir- búningi. Ég hafði mikinn áhuga á að skoða þessa miklu höfn og hafnarmannvirki, og hafði ég orð á því við mr.- Lauven, sem er íslenzkur ræðismaður þar, og jafnframt afgreiðslumaður Eimskipafé- lagsins. Tók hann því vel og fór með okkur far- þegana einn blíðviðrisdag í þá skemmtiferð. Var farið á allstórum lystibát, er annast fólksflutn- inga um fljótið. Er mikið gert að því í góðu veðri að sigla um fljótið, og um ýmsa skipaskurði, er að því liggja, og er fjöldi báta, sem stunda slíkt. Fólk getur fengið mat og drykk um borð fyrir sæmilegt verð. Var fyrst siglt niður fljótið hægra megin, rúman hálftíma. A því svæði voru margar verksmiðjur, skipasmíðastöðvar og vörugeymsluhús. Þar voru >,Hafnarhúsin“ með lóðsstöðinni. Þar stóð einstakt stórt og mikið verksmiðjuhús. Er ég spurði Lauven hvaða hús þetta væri, brosti hann í kampinn, og sagði að þangað vildu víst margir koma. Þar væri framleiddur hinn heimsfrægi hollenzki „Genever". Var þá ekki laust við að maður fengi vatn í munn- inn! Ekki fengum við samt annað en sjá þetta mikla hús í fjarlægð, og hefir það ef til vill verið það bezta. Var nú snúið við og siglt upp með landinu hin- ummegin. Voru þar margar smáhafnir og legu- pláss skipa, einnig margar verksmiðjur. Þar var hin mikla olíustöð í sérstakri höfn. Þar lá fjöldi tankskipa frá mörgum þjóðum, ýmist að losa eða lesta. Lágu þar mörg dönsk og norsk. Voru sum skipin allt upp í 30000 tonn. Þar er víst stærsta olíuhreinsunarstöð í Evrópu og í sambandi við hana margar verksmiðjur er vinna ýms efni úr olíuúrgangi. Þar var meðal annars framleiddur sápulögur handa húsmæðrum í eldhúsið, og sagði mr. Lauven að 90% af honum væri vatn, 10% raunverulegur sápulögur. Svo vatnið selst vel þar. Gegnt olíustöðinni, hinumegin við fljótið, var stór tankstöð, og lágu til hennar tvær 18 tommu pípur eftir fljótsbotninum. Er dælt í hana þegar fullt er á aðalstöðinni, og geymt þar, og einnig lesta skip þar. í höfn þessari, hlið við hlið, hafa þrjú olíufélög bækistöðvar sínar. Eru það Shell, BP. og Esso, og allt hvað vera í bezta samkomulagi. Þau þurfa ekki að hafa mílur á milli sín eins og hér heima. Félög þessi eiga þarna stórar landspildur, til stækk- unar í framtíðinni. Allar verksmiðjur og tæki er olíustöðvar þessar áttu, eyðilögðu Þjóðverjar, er þeir hurfu frá Hol- landi í stríðslok og hefir því ekki verið neitt smá- ræðis átak að byggja þetta allt upp að nýju. En það er líka mikils virði að nú er þetta allt nýtt og eins og tækni nútímans útheimtir. Næst þar fyrir ofan, þó nokkurn spöl þar frá, er hin mikla höfn Waalhaven, sem áður er nefnd. Er ekkert mikið um bryggjur þar, en því meira um baujur og staura, sem skip eru fest við og losa þar og lesta í og úr legtum. Þar lá 12000 tonna skip frá Ameríku og var að losa kol þaðan. Ég spurði mr. Sauven hvort Hol- Frá höjninni í Rotterdam. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.