Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 31

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 31
Kappsigling yfir Atlandshafið fyrir 90 órum Þrætur verða oft orsakir til veðmála, þar sem mannslíf og eignir er lagt að veði. Eitt slíkt veðmál var gert, árið 1866 í veizlu Jaktklúbbs New Yorkborgar, þar sem samtalið gekk út á hvort miðborð bátar, eða bátar með hreyfanlegum kjöl, væru betri sjóskip. Þræta'n var lífeg, og flestir veizlugestir tóku þátt í henni, og endirinn varð sá að mr. Peter Lorilland, bauðst til að setja miðborðsjakt sína ,,Vestu“ móti mr. Georg Osgoods hjóljakt „The Fleetving“ í kappsiglingu yfir Atlandshafið. Þegar Osgoods tók strax áskoruninni, spurði eigandi „Henriettu“, Mr. Bennett, hvort hann gæti fengið að vera með í kappsiglingunni, og gengu hinir strax inn á það. Kappsiglingin var ákveðin í desembermánuði, bví þá var nokkurn veginn víst, hvernig veður voru á Atlandshafinu. Veðmálið var 100.000 dollara upphæð, sem dómararnir höfðu í sinni vörzlu, þar til sigling- unni var lokið. Siglingin skyldi fara fram undir eftirliti tveggja dómara, sem áttu að vera með hverri jakt, og sjá Um að reglum Jaktklúbbsins væri fylgt, hvað kjölfestu og segl snerti, en formaður Jaktklúbbs- ms, William M. Wichar, átti sem yfirdómari að fara með gufuskipi til Englands og taka þar á ttióti Jöktunum. Brottfararstaður var ákveðinn Sandy Hook, úti fyrir New York; en leiðarendi var lína dregin frá The Needles á eyjunni Wight í enska kanalnum. Veðmál þetta vakti gífurlega eftirtekt, og í blöðum beggja megin hafsins var ekki um annað meira talað, og töldu sum blöðin að þetta væri tvísýnn leikur við dauðann, og mundu þeir, sem þátt tækju í þessu, finna gröf sína í Atlands- hafinu. Allir sem einn. Þessar þrjár jaktir voru allar með skonnortu siglingu, og stærðin mjög lík. „The Fleetving" 212 lestir, „Henrietta“ 204 lestir og „Vesta“ 201 lest. „The Fleetving“ var í upphafi það skip, sem mikill meirihluti hélt með, — þrátt fyrir að „Vesta“ hafði áður unnið kappsiglingu; en þriðja skipið, „Henrietta“, var enn óreynt í vondum veðrum, — var áður tollsnekkja í borgarastyrj- öldinni, og hafði orð á sér fyrir að vera sein í snúningum, en þótti góð í sjó að leggja. Það sýndi sig fljótt, að vont var að fá menn á skipin, í þessa kappsiglingu. Þar voru að vísu til menn, sem vildu fara, — en mæður, eigin- konur og unnustur settu sig á móti því. Dómara var heldur ekki gott að fá. Eftir langan tíma fékkst mannskapur á „Henri- ettu“ — en það voru mest „landkrabbar“, og SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.