Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 32

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 32
fæstir þeirra höfðu áður farið upp í skipsmastur. „The Fleetving“ var nokkru heppnari, því þar gáfu sig fram sex uppgjafa langferðaekipstjórar. Um áhöfn „Vestu“ er ekkert getið í frásögn kappsiglingarinnar. Þeir, sem höfðu veðjað Lorilland og Osgoods, urðu ekki vinsælir, þegar þeir tilkynntu rétt áður en siglingin hófst, að þeir gætu ekki vegna fyrir- tækja sinna, tekið sjálfir þátt í henni. Vegna þessa varð Mr. Bennett, eigandi „Henri- ettu“, uppáhald meðal alls almennings, þegar hann tilkynnti, að hann færi með skipi sínu, yfir hafið til Englands. Meðal manna var ekki um annað meira talað, í fleiri vikur, en hina miklu kappsiglingu, og það voru orðin óteljandi þau veðmál, manna á milli, um hver yrði fyrstur yfir Atlandshafið. 10. desember var allt tilbúið til siglingar, skipin eftirlitin, matur og mannskapur komið um borð. A „The Fleetving“ var skipstjóri Thomas, tveir dómarar og áhöfn 23 menn, og á „Vestu“ var skip- stjóri Dayton, tveir dómarar og 23 menn, og á „Henriettu“ eigandinn Mr. Bennett, skipstjóri Samúel, tveir dómarar, einn fréttamaður, og 24 manna áhöfn. Verður nú hér eftir fylgst með „Henriettu“ vegna þess að fréttamaðurinn sem segir frá, er þar um borð, og aðra umsögn er ekki að hafa af þessari fífldjörfu siglingu árið 1866, eða fyrir 90 árum síðan. 11. des., dagurinn fyrir burtförina, rann upp, kaldur og bjartur, vestlægur vindur, eins og menn gátu bezt á kosið. Oll New York borg var fánum skrýdd, og á öllum bryggjum stóðu þúsundir af áhorfendum, og í höfninni var fjöldi skipa og báta, sem ætlaði að fylgjast með startinu. Hið dökkbláa flagg „Henriettu“ hafði verið dregið að hún, og dráttarbátur byrjaði að draga hana út úr höfninni. Hrifning mannfjöldans varð gífurleg, og hafði slæm áhrif á skipshafnir jakt- anna, segir fréttamaðurinn. Kl. 1 e. h. var skotið úr fallbyssu, og um leið var dráttartaugum kastað lausum. Seglin þöndust út, og kappsiglingin milli þessara þriggja skipa var hafin. Nokkur gufuskip eltu, með hljóðfæraslætti, klukknahringingum og húrrahrópum. Þegar farið var fram hjá „Sandy Hook“ heyrð- um við síðustu húrrahrópin. Skipstjórar hinna þriggja skipa völdu sér nú siglingaleið. „The Fleetving“ nyrstu leiðina, „Henrietta“ fór hina venjulegu gufuskipaleið, og „Vesta“ aðeins sunnar. Kl. 8 um kvöldið sáu skipin ekki lengur hvort til annars, myrkrið hafði gleypt þau, — og þau mundu ekki sjá hvort annað, fyrr en sigurvegari yrði valinn. 12. des. rann upp kaldur og bjartur, eftir að éljagangur hafði sett merki sitt á þilfar skipsins um nóttina. Við höfðum öll segl uppi, og fórum með 11 mílna ferð. Ahöfninni hafði verið skipt í tvær vaktir, og jaktin hafði uppi öll þau segl, sem hún þoldi. Eftir sólarhrings siglingu höfðum við farið 237 mílur. A þessum fyrsta sólarhring var seglum breytt 1 sinnum. Aldrei var nokkru tækifæri sleppt, til að auka ferðina. 13. og 14. des. var veðrið gott, sól á daginn og tunglskin á nóttinni, en gekk þó á með éljagangi. Að kvöldi þess 14. des. lygndi og gerði sjóinn jafn sléttan og Themsána, en eftir miðnætti byrj- aði að rigna, en síðan gekk á með stormi og hagl- éli, sem pískaði „Henriettu“ áfram, með 11 til 14 mílna ferð. Um morguninn þ. 15. gerði hríð, og á bláa lensi hentist „Henrietta“ áfram og skilaði 225 mílum þann sólarhringinn. Um kvöldið og nóttina reið hver sjórinn eftir annan yfir skipið, sem stundi, eins og uppgefinn veðhlaupahestur. Veðrið hélst svona alla nóttina og jaktin brunaði áfram, undan þessum góða byr, og allir sem ekki þurftu að vera á þilfari, nutu góðrar hvíldar. Með birtingu þ. 16. náðum við á New Found- landsbankann. Þokan var þykk, og ekkert sást frá skipinu. Allt í einu sást mjög lestað briggskip, sem skar stefnu okkar. En ferð „Henriettu“ var svo mikið, að við létum slag standa og fórum fyrir framan það. Ahöfn briggskipsins varð svo undrandi yfir siglingu okkar að þeir klifruðu upp í mastur, til að horfa á eftir okkur, en við sigld- um áfram eins og við værum sjálfur „Hollend- ingurinn fljúgandi“. Um miðjan dag var reiknað út að við hefðum farið þriðja part af leiðinni. Þ. 17. des. skipti Atlandshafið um lundarfar. Hingað til höfðum við siglt í kröppum sjó, en nú fór jaktin áfram á milli heilla fjalla af vatm- í dölunum milli vatnsfallanna hvarf sjóndeildar- hringurinn alveg. Stormurinn, sem hafði verið óstöðugur, gekk nú í norðrið, með stígandi baro- meti. Varð nú almenn ánægja um borð, — aðeins skipstjóranum líkaði ekki veðráttan, — og þa^ sýndi sig að hann hafði rétt fyrir sér. Um nótt- ina gekk vindurinn aftur til Vest-Suð-Vesturs. Regn og haglél fylgdi hvað öðru, og útlit var fyrir storm. Kl. 4 e. m. skall hann á okkur með öllum sínum þunga og krafti. Það voru tekin þrjú rif í skonnortfokkuna, klýfirinn tekinn fi'a> og stórseglið stumprifað. 16 SJ ÓMAN nadagsblað ið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.