Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 34

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 34
Frændur vorir, Færeyingar (fró Klakksvík) Aldrei hefur Færeyinga borið jafn mikið á góma meðal íslendinga og nú undanfarið. Þessi litla og herðfenga þjóð, sem svo margt sam- eiginlegt á með okkur, bæði hvað harða lífsbar- áttu snertir og baráttu fyrir sjálfstæði sínu, hefur beinlínis hlaupið undir bagga með okkur að miklu leyti, þegar Islendingar sjálfir þóttust hafa öðrum og arðbærari hnöppum að hneppa. í vetur munu um 1000 Færeyingar hafa stundað sjómennsku á íslenzkum skipum auk fjölmargra kvenna í fisk- iðnaðinum. Meiri athygli hafa þó Færeyingar vakið á sér í heimsfréttunum fyrir baráttu sína fyrir friðun færeyskrar landhelgi og auknu sjálfsforræði. Mönnum er í fersku minni atburðirnir í Klakks- vík, sem Danir bældu niður með lögregluliði og herskipi, auk þess sem þeir sendu einn ráðherra sinna til eyjanna til þess að stilla til friðar, en erfitt reyndist að friða þessa rólyndu og hægu, en þó harðgeru og þróttmiklu þjóð, sem reytt hafði verið svo illa til reiði. Klakksvíkingar hafa engu gleymt þessi tvö ár, sem liðin eru, en um frægð- ina láta þeir sér fátt um finnast. Því geta menn ekki alveg eins heimsótt okkur þó engir atburðir séu í aðsigi og kynnst athafnasömu framkvæmda- lífi í 3800 manna fiskibæ, segja þeir. Þeir biðja menn ennfremur að leggja það sér á minni, að án Dana kæmust þeir vel af, og hefðu ekkert til að þakka þeim fyrir. Þeir segja: Við komumst vel af sjálfr og okkar heitasta ósk er að vera líka við sjálfir. Það dylst ekki, að Klakksvík er klofin í tvo Frá höfninni í Klak_k.svik> Þar sem hinn jreegi Fischer Heinesen er hafnarstjóri. Hann hefur beðið Slysavarnafélag lslands að útvega sér fullkomin fluglínubjörgunartceki, til að gera KlakX.svíkingum kfeijt að veita strönduðum skipum skjóta og góða hjálp ef svo ber unair. Tœi(i þessi er hann nú nýbúinn að fá send. Höfnin er lukt fögrum reisulegum fjöllum og innan hafnar er tryggt og gott lcegi fyrir skip, en stutt er út á hið opna og ólg- andi haf. Fcereyingurinn á myndinni er Pauli Heinesen, 86 ára fiskimaður. 1 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.