Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 44

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 44
Fremsta bls. í Minningarbó\ druhjtnaðra sjómanna, se mí era s\ráð nöfn allra lögs\ráðra ísl. sjómanna, er drutyiiað hafa síðan 1938. 1 þessa bó\ eru nú rituð 625 nöfn. 1939, var hinni myndarlegu Sjómannasýningu í Markaðsskálanum hleypt af stokkunum og þá undir forustu Þorsteins Arnasonar vélstjóra og Friðriks heitins Halldórssonar loftskeytamanns og margra ágætra aðstoðarmanna. Strax fyrir fyrsta sjómannadaginn var ákveðið að gefa út sérstakt sjómannablað í sambandi við Sj ómannadaginn, S J ÓMANNAD AGSBLAÐIÐ, sem gefið verður út í 20. skiptið næsta Sjómanna- dag. Fyrstu ritnefnd blaðsins skipuðu Ólafur Friðriksson, Þorsteinn Loftsson, Guðbjartur Ólafsson, Geir Ólafsson og Sigurður Gröndal. Abyrgðarmaður blaðsins og ritstjóri þess fyrstu þrjú árin var Guðbjartur Ólafsson, fjórða sá aug- lýsingafirma um útgáfuna, en þá tók Friðrik Halldórsson við ritstjórn þess í tvö ár, þá Lúðvík Kristjánsson í eitt ár, en frá því að ég kom í land 1944, eða í 14 ár, hefi ég haft ritstjórn og útgáfu blaðsins með höndum, en ritstjóri blaðs- ins síðastliðið ár var Halldór Jónsson. Blaðið hefur verið sjómannadagssamtökunum mikil lyfti- stöng og átt sinn þátt í að kynna fyrir þjóðinni hina hörðu lífsbaráttu sjómannastéttarinnar og þýðingu sjósóknar fyrir þjóðfélagið. Því skal ekki neitað, að það var mikið verk að hleypa starfsemi sjómannadagsins af stokkun- um, en þar lögðu líka allir glaðir hönd að verki. Guðmundur H. Oddsson, fyrsti gjaldkeri ráðsins vann alveg ómetanlegt starf fyrstu árin og var mikið tjón að missa hann svo fljótt úr ráðinu, er hann hóf siglingar að nýju. Lán var, að Bjarni Stefánsson, er tók við af honum var líka afbragðs- maður og hefur merkjasala og álíka fjáröflun aldrei komist hærra, en í hans tíð, tel ég það skaða að hann skuli hafa dregið sig svo fljótt í hlé, sama má segja um Svein Sveinsson, fyrsta ritarann, og marga aðra, sem á þessum árum hafa horfið úr samtökunum. En maður kemur í manns stað, og litlu hefði verið áorkað, ef ekki hefðu ávallt nýtir menn hlaupið í skarðið. Eins og ég sagði áðan, þá voru aðallínurnar dregnar strax í byrjun. Samkeppni var látin fara fram um hátíðasöng fyrir sjómannasamtökin, þar sem skáldið Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) varð hlutskarpastur, og vona ég að ÍSLANDS HRAFNISTUMENN, með hinu frábæra lagi Emils Thoroddsen, megi hljóma á Sjómannadag- inn um alla framtíð. Fyrstu verklegu framkvæmdir sjómannadags- samtakanna, var að reisa minnisvarða á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði, sem þeir Þorsteinn Árnason og Guðbjartur Ólafsson önnuðust um. Var hann vígður með hátíðlegri athöfn, þar sem Ásgeir Sigurðsson flutti ágæta ræðu. Næstu framkvæmdirnar voru að byggja kapp- róðrabáta sjómannadagsins, sem teknir voru í notkun 1941. Er óhætt að segja að bátar þessir og kappróðrarnir sem með þeim hafa verið þreyttir hafi orðið sjómönnum bæði til gagns og gleði og almenningi í landi til ánægju engu að síður. I flestum sjávarþorpum út um land keppt- Þátttaþendur t fyrstu sund\eppni Sjómannadagsins. 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.