Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 46

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 46
Kappróðrabátar Sjómannadagsins \oma í mar\ þessar miklu og fjárfreku framkvæmdir, og hinnar miklu þátttöku almennings í þessu happdrætti. Fyrsta skóflustungan að heimilinu var stungin 1. nóv. 1952 af Birni Ólafs. 1953 var heimilið steypt upp. Arið 1954 var hafin innrétting á heimilinu og samþykkt að hefja kvikmyndasýn- ingarekstur í borðsal heimilisins meðan heimilið væri í smíðum og þangað til búið væri að byggja samkomuhús heimilisins. Sama ár var og sam- þykkt að stofna til happdrættis fyrir bygginga- sjóðinn og á sjómannadaginn sama ár lagði for- seti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, hornstein heim- ilisins og var atburðarins minnst með samkvæmi að Hótel Borg. Árin 1955 og 1956 var haldið áfram með bygg- ingarvinnuna utanhúss en þó mest að innan og miðaði verkinu hægt en örugglega áfram. Nú á 20. sjómannadaginn mun heimilið væntanlega verða opnað vistmönnum almennt, meðan pláss leyfir. Á árinu mun verða lokið allri smíði á þeim byggingarhluta, sem þegar er kominn upp og jafnframt mun samkomuhúsið verða byggt upp fokhelt og frágengið að utan og reynt að hraða flutningi' bíósins þangað, svo hægt verði að rýma salarkynnin fyrir vistmenn. Eg fer svo ekki nánar út í smáatriði hvað byggingamálin varða. Þetta er allt svo nýtt og kunnugt ykkur öllum. Ég sagði í byrjun, að Sjómannadagsráðið hefði ávallt verið skipað afbragðsgóðum kröftum. Það hefur haft innan sinna vébanda áræðna og stór- huga menn, sem ekki hafa hikað við að leggja á brattann og reyna að yfirstíga hinar erfiðustu torfærur. Fyrir þetta er ég persónulega þakklátur, þar sem þið hafið falið mér forystu þessara mála. Á þessum tímamótum á ég enga ósk heitari, Fulltrúaráðinu og sjómannadagssamtökunum til handa, en að fulltrúarnir megi halda áfram að starfa saman í sátt og samlyndi, og að þeir fylg1 þeirri stefnu ótrauðir og í eindrægni, sem meiri- hlutinn og þeir framsýnustu kunna að marka, með nýju landnámi á framfara- og menningar- sviðinu, sjómannastéttinni og þjóðinni allri — til heilla og blessunar. 30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.