Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 55

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Page 55
Hinn sanni sjómaður Eftirfarandi bréf kom Hr. K. A. Bruun með til blaðsins um það bil sem það var að fara í prentun. Það er skrifað í Kaupmannahöfn 17. júlí 1937 af Emil Nielsen framkvæmdastjóra hjá Eimskipa- félagi íslands og stílað til Hannesar Hanssonar sjómanns og hljóðar utanáskriftin þannig: H. Hansson „Karlinn í kotinu“ við Sölvhólsveg, Reykjavík, ísland. Hannes þessi bjó á efri árum í litlum bæ, sem hann byggði sér á geymslustöð bak við Nýborg. Stundaði hann þá hrognkelsa- veiðar á bát, sem hann átti, og sinnti auk þess um köttinn sinn og nokkur hænsni, sem hann hafði í girðingu hjá húsi sínu. Aður var Hannes í utanlandssiglingum um 28 ára skeð, meðal ann- ars var hann háseti á „Kong Trygve“, eins og Nielsen minnist á. „Kong Trygve“ fórst síðari hluta marzmánaðar árið 1907 og var Hannes þá enn á skipinu. Frásögn hans af „Kong Trygve“ slysinu, er til skráð af Áma Óla. Bréfið hljóðar svo (þýtt úr dönsku): Kæri Hannes! Ég hef lesið endurminningar yðar í Lesbók Morgunblaðsins og þær hafa glatt mig mikið. Við höfum jú farið svo marga svaðilförina saman, munið þér nóttina á „Kong Trygve“ á Sel- vogsbankanum, þegar helmingurinn af brúnni fór með björgunarbátnum og öllu saman og yður skolaði eftir dekkinu allt aftur að stýrisás og annað þvíumlíkt. Þá nótt stöðvuðust þér á nef- inu. Já við eigum margar sameiginlegar endur- minningar. Góður maður voruð þér, trúr og traustur, sannur sjómaður, um yður á maður að- eins góðar minningar. Kæri Hannes, oft hafa hugsanir mínar leitað til yðar í skammdeginu þegar stormurinn hefur hvinið og hríðin lamist í andlitið. Nú erum við orðnir gamlir, en við eig- um minningarnar um hreysti okkar á sjónum þó og þessar mnningar eru þó okkur báðum mikils virði. Það gladdi mig að sjá myndina af yður með kisu og nú með undirskrift yðar. Lifið heill, Hannes og þakkir fyrir sjóferðirnar sem við fórum saman. Yðar einlægur. Emil Nielsen. Lo\aorð Emils Nielseti í bréfinu til Hannesar. Frásögn Hannesar af „Kong Trygve" slysinu. Skipið, sem var í strandferðum við Island, fór frá Akur- eyri þriðjudagsmorgun, hafís lá fyrir Norðurlandi, stormar geisuðu og hin mesta ótið. Skipstjórinn, sem var danskur, þáði engar ráðleggingar kurmugra manna. Þegar út í ísinn kom, lenti skipið fljótt í grenjandi stórhríð og grimmdarfrosti og hraktist til og frá í ísnum þangað til það hentist á ísjaka. Hannes var sendur niður í lestar að athuga skemmdirnar. Sá hann að öll stjómborðshliðin hafði gengið inn þar sem sjórinn fossaði upp um. Hann ráðlagði að leggja skipinu á annan bóg en það tókst ekki og þar sökk „Kong Trygve“. Með skipinu var fjöldi far- þega auk skipverja. Stýrimaðurinn hét Evensen og var Færeyskur dugandi maður. . Hér hefst svo frásögn Hannesar af þessum atburði Klukkan sex á föstudagsmorgun skipaði Even- sen að losa bátana og skjóta þeim út. „Hvað dugar það?“ veinaði skipstjóri og sló höndum í örvæntingu. „Ég get ekki verið hér lengur,“ sagði Evensen aðeins og skipaði aftur að setja bátana á flot. Gekk það sæmilega. Nú er að segja frá því, að í seinustu utanför höfðum við fengið áfall og misst skipstjórabátinn. Hafði annar bátur verið fenginn í hans stað í Englandi. En stýrimannsbáturinn hafði laskazt mjög við áfallið, en það vissum við ekki um, fyrr en hann var nú settur á flot og hriplak. Þriðji báturinn var „julla“. Fólkinu var nú raðað í bátana, og svo héldu SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.