Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 58

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 58
Minningargjafir bundnar yið byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna Frá því að Fulltrúaráð Sjómannadagsins fyrst hóf fjársöfnun til byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna hefur margt ágætisfólk fundið hjá sér ríka hvöt og einlægan vilja til að gefa rausnargjafir til þessara byggingaframkvæmda. Um leið og gefendurnir hafa viljað stuðla að því að koma heimilinu upp og búa það sem bezt úr garði hafa þeir viljað minnast náinna skyldmenna sinna, vina, mætra og merkra samferða- manna sinna með gjöfum sínum eða að þeir hafa viljað festa á herbergjum nöfn fyrri heimkynna, átthaga og skipa er þeir hafa annaðhvort átt eða siglt á um æfina. Aðrir hafa gefið góða gripi, bókasöfn, málverk, innbú, eða þá beinar fjárgjafir án þess að þær væru tengdar við annað en byggingarframkvæmdirnar í heild. Allir þeir gömlu sjómenn sem eftir eiga að njóta æfikvöldsins á þessu myndarlega heimili munu jafnan með hlýjum hug minnast þessa mæta fólks, sem þannig hafði stuðlað að því að koma heimilinu upp. Hér birtist skrá yfir gjafir, sem heimilinu hafa borizt og eru þá fyrst gjafir, sem bundnar eru við einstök her- bergi, en herbergisgjafir eru orðnar sem næst hundrað talsins, er heimilið tekur til starfa nú á 20. Sjómanna- daginn. I þeim hluta heimilisins, sem þegar hefur verið byggður mun herbergisfjöldi þessi vera til ef risher- bergi eru meðtalin, en Sjómannadagsráðið hefur þó ákveðið að nafnfesta ekki herbergin fyrr en allar álmur heimihsins hafa verið byggðar til að fyrirbyggja með því, að mismunað verði milli herbergisgjafa. Þá verður og birt hér skrá yfir aðrar gjafir en herbergis- gjafir, gjafir, sem engar kvaðir fylgja, en sem bundnar eru við minningu einstakra manna eða sérstökum árn- aðaróskum til sjómannastéttarinnar. Meðal þessara gjafa eru þær stærstu er heimilinu hafa borizt. Fulltrúaráð Sjómannadagsins sendir gefendum sínar hlýjustu kveðjur með einlægu þakklæti. HERBERGJAGJAFIR: 1. Þorskfirðingabúð. Gef.: Þorskabítur. í minningu um um dvöl gefandans á 11 nafngreindum skipum með 9 nafngreindum skipstjórum. Forgangsrétt til vistar hafi sjómenn, er verið hafa á skipum þess- um með hinum tilgreindu mönnum. 2. Breiðfirðingabúð. Gef.: Skútukarl kominn heim. í minningu um skipstjórana Hermann J. Jónsson, Flatey og Friðrik Olafsson, Reykjavík. Menn ættaðir úr Breiðafirði sitji fyrir um dvöl þar. 3. Skallagrímur. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 4. Þórólfur. Gef.: Kveldúlfur h.f. Reykjavík. 5. Egill Skallagrímsson. Gef.: Kveldúlfur h.f., Rvík. 6. Snorri Goði. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 7. Snorri Sturluson. Gef.: Kveldúlfur h.f., Rvík. 8. Arinbjörn hersir. Gef.: Kveldúlfur h.f., Rvík. 9. Gulltoppur. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 10. Gyllir. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 11. Hekla. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 12. Borg. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 13. Mjölnir. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 14. Huginn. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. 15. Muninn. Gef.: Kveldúlfur h.f., Reykjavík. Sjó- menn er starfað hafa hjá útgerðarfyrirtækinu Kveldúlfur h.f., Reykjavík, njóti forgangsréttar um dvöl í þessum herbergjum að öðru jöfnu. 16. Sjóbúð. Gef.: Hjónin Sigríður og Geir Thorsteins- son. I minningu um frú Kristjönu og Th. Thor- steinsson kaupmanns og útgerðarmanns, Vestur- götu 3, Reykjavík. 17. Æðey. Sömu gefendur. 18. Guðmundur S. Guðmundsson. Gef.: Hampiðjan hf., Reykjavík. í minningu um framkvæmdastjora Hampiðjunnar, er lézt 1. maí 1942. 19. Björn Helgason skipstjóri. Gef.: Börn og tengda- börn Björns Helgasonar skipstjóra, Hafnarfirði. Tilefni af 70 ára afmæli hans 15. maí 1944. 20. Loftskeytastöðin. Gef.: Ársæll Jónsson, kafari. I minningu um Markús Jónsson loftskeytamann, er fórst með b.v. Skúla fógeta 1933. Forgangsrétt ættingjar Markúsar. 21. Páll Jónsson, skipstjóri, er fórst með m.s. Hihmr 27. 11. 1943. Mynd af Páli sé varðveitt í herberg- inu. Gef.: Jóhanna Gísladóttir, Þingeyri. 22. Skipaskagi. Gef.: Akraneskaupstaður. í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Forgangsrett eiga verandi eða fyrrverandi Akurnesingar. 23. Jóhanna Jónasdóttir, Björn Jónsson. Hjón fra Vatnsnesi, Keflavík. Keflvíkingar ganga fyrir um afnotarétt. Tilmæli um að myndir af hjónunum megi vera í herberginu. Gef.: 5. börn hjónanna. 24. Höfn. Gef.: Börn og tengdaböm. í tilefni af gullbrúðkaupi frú Magdalenu og Ellerts Schram, skipstjóra. 25. Kópanes. Gef.: Jón Oddsson, útgerðarm., Hull- 26. Reykjanes. Gef.: Jón Oddsson, útgerðarm., Hull- 27. Brimnes. Gef.: Jón Oddsson, útgerðarm., Hull. 28. Geirsbúð. Gef.: Helga Zöega. í minningu um Geir Zöega útgerðarmann á 75 ára afmæli gefandans. 29. Jón Ebeneserson og Árni Jónsson, feðgar. Hus- munir eiga að fylgja. Gef.: Nánustu vinir. 30. Hafliðabúð. Gef.: Halldóra Helgadóttir. í minn- ingu iim feðgana Hafliða Jónsson vélstjóra og Pétur Már son hans, er fórust með m.s. Goðafoss 10. 10. 1944. Forgangsrétt hafi menn úr Flateyrar- hreppi eða A.-Barðastrandasýslu.. Myndir af þeim feðgum fái að vera í herberginu og að ættarskra og ævilýsing sé geymd á góðum stað í heimihnu. 31. Jón Bjarnason, er fórst með e.s. Dettifoss 21. 2. 1945. Mynd og minningartafla, sem aðstandendur leggja til að fái að vera í herberginu. Gef.: Að- standendur og eiginkona hins látna, Bára Kristo- fersdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.