Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Page 43

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Page 43
Kvaran. Aðstoðarmaður þeirra var Pétur Eiríksson. Þá fór og fram sjó- skíðasýning. Um kvöldið var afmælishóf í Lídó og var þar húsfyllir. Aðrar skemmt- anir Sjómannadagsins voru allvel sóttar. Blaða- og merkjasala gekk vel. Sjómannakvöldvaka var í Ríkis- útvarpinu í umsjá Jónasar Guð- mundssonar. Sjómannakonur höfðu kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu og Hafnarbúðum og gáfu ágóðann, 42 þús. kr. til jólaglaðnings vistfólks í Hrafnistu. Þá efndi Sjómannadagur- inn til kvöldvöku fyrir vistfólk í Hrafnistu að kvöldi 2. júní. Auk ræðuhalda var þar fjölbreytt skemmtiskrá. Þar afhenti Auðunn Hermannsson fagurt veggteppi að gjöf til Hrafnistu frá starfsfólki Happdrættis DAS. Veggteppið gerði frk. Þórunn Sigurgeirsdóttir. Sjómannadagurinn þakkar þeim mörgu sem veittu deginum lið á einn eða annan hátt. EINN EKKI ALVEG KLÁR í NAVÍGASJÓNINNI Maður nokkur hér í bæ hafði feng- ið tilboð frá kvenfélagi um að halda fyrirlestur á vegum þess um sjálf- valið efni. Þessi heiðursmaður, sem vér vilj- um ekki nafnkenna, var í engum vandræðum með að velja sér um- ræðuefni. Hann afréð að ræða um eitt alvaflegast vandamál allra tíma, sem sé: kynferðismálin og allt þar að lútandi. Heima fyrir bar hann sig borgin- mannlega, en þorði þó ekki að segja konu sinni hið sanna um umræðu- efnið, heldur sagði hann henni, að hann mundi ræða um siglingar nú á dögum. Ber nú fátt til tíðinda á heimili fyrirlesara annað en það, að fyrirles- ari hælist mjög um við konu sína um góðar undrtektir allra kvenfé- lagsmeðlima. En nokkru eftir að fyrirlestur þessi var haldinn, hitti kona hans eina af félagskonum kvenfélagsins og spurði auðvitað, hvernig henni hefði líkað fyrirlestur eiginmanns hennar. Hin aðspurða dáðist mjög að ræðu Skipstjóri og skipshöfn á mb. Heiðrúnu. Þeir hlutu róðrarverðl., June-Munktellbikarinn. fyrirlesara, og sagði að hann hefði í einu orði sagt verið alveg fyrir- tak. — Því á ég erfitt með að trúa, sagði eiginkonan, undrandi á svip. Hann hefur ekkert vit á þessum hlutum. — Vertu nú ekki með þessa hæ- versku, góða mín, sagði kvenfélags- konan og brosti kankvíslega til vin- konu sinnar. Hann virtist þekkja þetta út og inn. — Jæja, dæsti eiginkonan alveg dolfallinn. Eg get nú samt sagt þér það í fyllstu einlægni, að hann hef- ur aðeins tvisvar borið það við. I fyrra skiptið missti hann af sér hattinn, en í hitt skiptið varð hann svo sjóveikur, að hann gat hvorki hreyft hönd né fót. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29 Þátttakendur í einni róðarsveit kvenna á Sjómannadaginn.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.