Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 15
Matthías Bjarnason Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, er fædd- ur á ísafirði 15. ágúst 1921. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason kaupmaður þar og síðar í Reykjavík og Auður Jóhannesdóttir. Matthías Iauk gagnfræðaprófi á ísafirði árið 1937 og brautskráðist úr Verslunarskóla íslands árið 1939. Nýr sjávarútvegsráöherra: Hann varð framkvæmdastjóri h.f. Djúpbátsins 1942 og gegndi því starfi til 1968. Framkvæmdastjóri Vélbátaábyrgðafélags Isfirðinga var hann frá 1960 til 1974. Þá rak hann verzlun á ísafirði frá 1944 til 1973. Hann var framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins Kögur h.f. frá 1959 til 1966. Bæjarfulltrúi á ísa- firði var hann frá 1946 til 1970, í bæjarráði frá 1950 til 1970 og for- seti bæjarstjórnar frá 1950 til 1952. Formaður samtaka kaupstaða á vestur-, norður- og austurlandi frá 1960 til 1962, formaður stjórnar Rafveitu Isafjarðar 1946 til 1951, í stjórn Landssambands ísl. útvegs- manna frá 1962 til 1974, í stjórn Útvegsmannafélags Isfirðinga frá 1960 til 1963, í stjórn Útvegs- mannafélags Vestfirðinga frá 1963 til 1970, formaður Flóabátanefndar árið 1951, formaður milliþinga- nefndar í samgöngumálum frá 1956 til 1958, skipaður í Skipaút- gerðarnefnd 1966, skipaður í end- urskoðunarnefnd hafnarlaga 19. maí 1971, kosinn í milliþinganefnd í byggðamálum 18. apríl 1973. For- maður Samábyrgðar Islands á fiski- skipum var hann frá 1967 til 1974, í stjórn Fiskimálasjóðs frá 1969 til 1974, formaður framkvæmda- nefndar Fiskimálaráðs 1968 til 1974, í stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs 1970 til 1971, í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins frá stofn- un hennar 1972. Matthías átti sæti í stjórn Útgerðarfélagsins Isfirðing- ur h.f. frá 1947 til 1959 og formað- ur var hann frá 1950. Matthías hefur tekið mikinn þátt í flokksmálum Sjálfstæðisflokksins, var formaður Félags ungra sjálf- stæðismanna á Isafirði 1942 til 1946, formaður Sjálfstæðisfélags Is- firðinga frá 1945 til 1950, formaður Fjórðungssambands sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum frá 1955 til 1961, formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Isafirði frá 1960 til 1968, í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 1948 til 1952, í miðstjórn Sjálfstæðisfiokksins frá 1970. Hann var ritstjóri vikublaðs- ins Vesturland á árunum 1953 til 1959. Matthías Bjarnason var lands- kjörinn þingmaður frá 1963 til 1967 og þingmaður Vestfjarða frá 1967 og síðan. Hann varð ráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 28. ágúst 1974 og fer með sjávarút- vegsmál og heilbrigðis- og trygg- ingamál. Kona hans er Kristín Ingimund- ardóttir og eiga þau tvö uppkomin börn. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.