Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Side 57

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Side 57
Hann er nú forstjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga. Atvinnulaus einu sinni á æfinni. Þetta var árið 1943, en á þessum árum var atvinnuleysi og lá leið Áka til Akureyrar, þegar hann var 17 ára. Hann réðst þá á togarann Jörund og var á honum næstu ár ásamt með Stýrimannaskólanum, en þaðan lauk hann prófi 1953. Tveim árum síðar hætti hann á Jörundi og varð atvinnulaus í fyrsta og eina skiptið á ævinni, — í hálfan mánuð. Þá voru tugir manna á biðlista hjá Útgerðarfél- agi Akureyringa að bíða eftir skips- plássi. Áka segist svo frá: — Sæmundur Auðunsson var þá með Harðbak. Hann hringdi í mig einn daginn vestan af Hala og spurði mig hvort ég vildi koma um borð til sín og játti ég því. Þá var verkfall hér á Akureyri, svo að skipið mátti ekki leggjast að bryggju án þess að verða stoppað. Sæmundur sagðist meiga renna upp að án þess að binda landfestar og skyldi ég hoppa um borð. Og það varð úr. Við fórum siðan tvo túra til Þýskalands, meðan á verk- fallinu stóð. Svona var nú harkan um plássin í þá daga. Þetta voru uppbyggingarárin. Upp úr þessu varð Áki stýrimað- ur hjá Útgerðarfélaginu og fastur skipstjóri 1958 og hefur hann því lengstan starfsaldur skiptstjóra þess. Ég spyr Áka, hver akkur iðnaðar- bæ eins og Akureyri sé í togaraút- gerð, — hvort ef til vill sé of mikið upp úr henni lagt. Stóru togararnir eiga eftir að sanna gildi sitt fyrir Akureyri. — Síður en svo. Einkanlega á það við eftir að hætt var að sigla með aflann, sem ekki er grundvöll- ur fyrir á nokkurn hátt, eftir að þessari fullkomnu aðstöðu hefur SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 Áki Stefánsson skipstjóri á Sléttbak er landskunnur aflamaður. Hann er Dalvíkingur að ætt, alinn upp við sjó og sjósókn, — eða eins og hann segir sjálfur_ — Ég fór fyrst á sjóinn 13 ára á síldveiðar með Björgvin Jónssyni, sem þá var með Leif Eiríksson. Hann mótaði mig algerlega, enda ekta sjómaður með úrvals mann- skap og hafði gott lag á unglingum.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.