Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Page 58
verið komið upp í landi. Sá afli, sem hingað berst, og vinnan í kringum hann er undirstaðan í peningaveltu bæjarins. Bæjarbúum mundi því bregða illa við, ef togar- arnir hyrfu. Það yrði a.m.k. örugg- lega eitthvað að koma í staðinn, og það ekki lítið. Þá víkur talinu að endurnýjun togaraflotans og m.a. að því, hvort Akureyringar hafi tekið rétta stefnu eða átt að láta sér nægja minni gerð skuttogaranna. Áki hefur orð- ið: — Það halda margir því ákveðið fram, en þar er ég öndverð- ur. íslendingar hafa áður átt 500 tonna togara, en það sýndi sig, að þau skip voru of lítil. Og það sama mun gerast nú. Eftir tvö þrjú ár mun enginn sjá eftir því að ráðist var í kaupin á stóru togurunum. Rekstrargrundvöllur þeirra virðist að vísu ekki fyrir hendi nú, en það hlýtur að lagast. í raun og veru er það reikningsdæmi stjórnvalda, hvernig rekstrargrundvöllurinn er á hverjum tíma, meðan fiskast í meðallagi. Við megum heldur ekki gleyma því, að Akureyrartogararnir eru hættir að sækja fiskinn á heima- mið, heldur verða að leita vestur og suður fyrir landið. Þá fer að muna um það, að stóru togararnir þola misjöfn veður ólíkt betur en þeir minni. Það er allt önnur aðstaða hér en t.d. á Vestfjörðum. Næst förum við að spjalla um landhelgina og það kemur upp úr dúrnum að 50 mílurnar eru komn- ar í gagnið. 5o mílurnar komnar í gagnið. — Nú í vetur sjáum við sjómenn í fyrsta skipti virkilega árangur af útfærslu landhelginnar í 50 mílur. Tekist hefur að koma útlendingum burtu. Við verðum miklu minna varir við Þjóðverja en áður og Eng- lendingar eru að gefast upp vegna þess hversu fá og léleg skip þeirra eru orðin. Ástandið minnir á árin fyrst eftir að nýsköpunartogararnir komu. Þá vorum við einráðir á miðunum. Við vorum á svo góðum skipum að við hröktum útlending- ana burtu. Það sama er uppi á teningnum núna. Þetta er albesta friðunin, sem orðið hefur. Síðustu 20 ár hefur meðalaflinn hér við land verið um 800 þús. tonn á ári af bolfiski. Af því hafa íslendingar veitt 500 til 600 þús. tonn. Það vantar því mikið á, að við náum að fiska það, sem útlendingarnir hafa veitt, þótt fiskiskipaflotinn hafi ver- ið endurnýjaður. Ég vík talinu að friðun landhelgi og fiskimiða og m.a. að því, hvar togurunum verði ætlaður bás í framtíðinni, — hvort það verði yfirleitt nokkurt pláss fyrir þá: Botnvarpan hcntugasta veiðiaðferðin — Það eru alltaf ýmsar skoðanir uppi á öllum hlutum og margar þeirra eru hreinar hagsmunaskoð- anir. Togið er áreiðanlega besta og hagkvæmasta veiðiaðferðin með minnstan kostnað á mann miðað við afla, þótt ég geti ekki nefnt tölur í því sambandi. Fjöldinn af þessum smábátum, sem eru að heimta allt landgrunnið fyrir sig, veiðir ekki meira alla vertíðina en togari í einni veiðiferð. Ég ber mikið traust til fiskifræðinga okkar og vísindamanna og vil auka völd þeirra, þannig að þeir geti haft bein afskipti af fiskveiðunum og bannað allar veiðar tímabundið á tilteknum svæðum, ef þeir telja, að of nærri fiskstofnunum sé gengið. En ég vil ekki binda fiskveiðihöml- ur eingöngu við ákveðin svæði. Fiskurinn er alltaf á hreyfingu í sjónum. Eitt tímabil getur verið smáfiskur á tilteknu svæði, en stór og góður fiskur það næsta. Öryggismál togarasjómanna hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum síðustu misseri. Um þau farast Áka svo orð: öryggismál á skuttogurum. — Þegar ég fór til Frakklands að ná í Sólbak, fyrsta skuttogara Akureyringa, kynntist ég öryggis- beltunum hjá Frökkum. Mér leist strax vel á þau og vandi áhöfn mína strax á að nota þau og vera með hjálma. Nú er svo komið, að ég þarf ekki að skipta mér af því. Mannskapurinn telur sjálfsagt að nota þennan öryggisbúnað. Síðan höfum við komið fyrir bjarghringjum með línu á rúllu sinn hvoru megin við skutrennuna. Þennan útbúnað tel ég nauðsynlegt að hafa á hverjum togara. Nú er farið að tala um lífbelti, sem séu mjög þægileg. Ég hef ekki kynnst þeim enn, en tel sjálfsagt að nota þau. Það er höfuðskylda hvers skipstjóra að tileinka sér og reyna allar nýjungar, sem koma fram í sambandi við aukið öryggi um borð. Reynslan verður svo að leiða í ljós, hver þróunin verður, en ákvörðunin um það hvað best reyn- ist, verður að koma eingöngu frá skipstjóranum og sjómönnunum sjálfum. Þessu til viðbótar vil ég svo segja það, að hver skipstjóri verður að finna það út á sínu skipi, hvernig best sé að verja það sjó og vindi í vondum veðrum til þess að hlífa sem mest mannskapnum á dekk- inu, meðan verið er að taka vörp- una inn. Um það er engin algild regla til. Að lokum spurði ég Áka, í hverju aðalmunurinn væri fólginn nú og fyrst, þegar hann sté um borð í togara: — í betri skipum fyrst og fremst og bættum tækjabúnaði s.l. tvö ár. Síðustu orð Áka Stefánssonar skipstjóra, þegar ég kvaddi hann, voru þau, að Útgerðarfélag Akur- eyringa h.f. hefði haft nýta menn í forsvari fyrir sig alla tíð: — Um þá er ekkert nema gott að segja. Við sjómennirnir höfum ver- ið sérlega heppnir með útgerðarfél- agsstjórnina frá byrjun. A.m.k. síð- an ég kynntist því. H.Bl. 48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.