Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Side 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Side 69
margskonar vandamál, sem vörð- uðu efnahag samtakanna, stefnu- mál og ekki sízt margslungin mannleg vandamál. Enginn þarf að halda, að allir stjórnarmenn hafi verið sammála er fundir hófust, fjarri því. En vandamálunum var ekki ýtt á undan sér heldur voru menn sammála um, að lausn á þeim þurfti að finnast. Þegar unnið er með slíku hugarfafi en ekki því að búa til vandamál og ágreiningsefni, tekst að finna viðunanlega lausn í hverju máli. Ég tel að þessi hugs- unarháttur hafi fyrst og fremst gert störf þessarar stjómar samtaka okk- ar — sem setið hefur óbreytt á annan áratug — jafn farsæl og raun ber vitni um. f þessu efni var Kristens Sigurðsson ekki ,;á sízti, þótt fastur væri fyrir í skoðunum sínum. Ég var eitt sinn spurður nokkru eftir að við hófum störf saman í stjórn Sjómannadagsráðs. ,,Hvern- ig gengur þér, sem kenndur er við íhald, að vinna með jafn vinstri- sinnuðum manni eins og Krist- ens? „Ég svaraði strax sannleikan- um samkvæmt, og vitnaði til þess sem hér að undan segir, og bætti því við að við hefðum verið algjör- lega lausir við pólitíska tilhalds- semi í störfum okkar, og að allar slíkar persónulegar skoðanir hafi verið látnar víkja fyrir sameiginleg- um áhugamálum. Gagnvart stjórn- málum, vorum við hins vegar sam- mála um eitt, að nota þau til framdráttar samtökum okkar og markmiðum, því að við vissum að verið var að vinna að almannaheill. Annars fór Kristens aldrei dult með sínar skoðanir á þjóðmálum frekar en öðrum. Skoðanir hans voru ákaflega oft faldar í hans sérstöku kímni, sem sjálfsagt marg- ir hafa talið jaðra við kaldhæðni. Þetta kom þó ekki við okkur, sem betur þekktum hann, enda gleymd- ist slíkt þá fijótt, þegar þess varð vart að hann var jafnreiðubúinn til að setja sín störf og persónu undir það mæliker, sem hann dæmdi aðra eftir, og var ófeiminn við að láta í ljós sjálfsgagnrýni, gamansög- ur og brandara á eigin kostnað. Ég, og aðrir í stjórn okkar, sökn- um góðs samstarfsmanns, sem skildi manna bezt hin ýmsu vanda- mál í mannlegu samfélagi og um leið í starfi okkar. Félagslega er skaði okkar mikill við fráfall Krist- ens, en líklega er þó missirinn á því sviði hvað mestur hjá hans gamla félagi Kára og hafnfirzkum sjó- mönnum í heild, sem í Kristens áttu um langt árabil, ásamt Svan- berg starfsbróður hans, þær drif- fjaðrir, sem til þurfti svo Sjó- mannadagurinn þar væri lifandi staðreynd. En missir eiginkonu og barna er mestur, því flytjum við þeim fyrst og fremst okkar samúðarkveðjur, um leið og við kveðjum ágætan samstarfsmann og þökkum honum verðmæt félagsmálastörf í þágu ís- lenzkrar sjómannastéttar. Svanberg Magnússon var fæddur að Skarði í Skötufirði við ísafjarðar- djúp hinn 9. janúar, 1909, og hann lézt 25. apríl, 1974. Foreldrar hans voru Karitas Skarphéðinsdóttir og Magnús Guðmundsson. Hann var elztur 10 systkina. I þá daga var það knýjandi nauðsyn að ná sam- hjálp elztu barnanna til að afla bjargar í bú, og var Svanberg ekki eftirbátur í því. Hann fluttist með foreldrum sínum til Hnífsdals og síðan til Isafjarðar 1922. Þar réðst hann til Guðmundar Guðmunds- sonar, skipstjóra á m/b Gunnbirni. Stundaði hann síðan sjó frá ísa- firði, þar til hann fluttist til Hafn- arfjarðar 1938, en þar bjó hann til æviloka. 1950 lauk hann prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Svanberg var drengur góður og vildi hvers manns vanda leysa. Hann stundaði alla tíð sjó- mennsku, og er til Hafnarfjarðar kom, keypti hann ásamt ntági sín- um, Sigurþóri Sigfússyni, 8 tonna trillu, er þeir sóttu á saman til fanga, en milli þeirra var alla tíð sérstök tryggð. Svanberg var félagshyggjumaður í bezta lagi. Hann var greindur vel og íhugull og gat því oft verið fastur fyrir og fylginn skoðunum sínum. Hann vann mikið að félagsmál- um fyrir Skipstjóra- og Stýri- mannafélagið Kára í Hafnarfirði, eða í allt að 30 ár. Hann var vakandi vörður félagsins varð- andi kaupsamninga, fulltrúi á þingum F.F.S.Í., í fulltrúaráði Sjó- mannadagsins og svo í margvísleg- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann var formaður þess 1968-1972, en þá baðst hann und- an endurkosningu vegna vanheilsu. Svanberg var kvæntur Guðrúnu Sigfúsdóttur, hinni ágætustu konu, sem reyndist honum tryggur föru- nautur. Við eigum margar góðar endur- minningar frá samstarfinu við Svanberg í félagsmálum sjómanna, og nú þökkum við honum fyrir hans mikla og fórnfúsa félagsstarf, um leið og fjölskyldu hans og félög- um eru sendar samúðarkveðjur. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.