Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 17
Þótt á það hafi verið bent af dr. Kristjáni Eldjám fv. forseta íslands í grein í þessu blaði, að landið byggðist af sjómönnum, en ekki mönnum sem komu með leiguskipum upp til lands- ins, er það harla fátt er við vitum um siglingalist fornmanna; annað en það sem liggur í augum uppi hvort eð er. Það er því ótalmargt er hlýtur að valda siglingafróðum manni undrun, er það varðar; hvemig víkingar komust leiðar sinnar um víðáttur hafsins, af svo furðulegri nákvæmni, að í engu skeik- aði, rétt eins og þessir menn réðu yfir öllum tækjum, sem nú eru í þotum og í stórum skipum, og áfangastaðurinn getur verið svo að segja hvar sem er í heiminum. Sigling er þekking Þú bara nefnir það, og má för Bjarna Herjólfssonar, frá Drepstokki til Græn- lands undir vetur, vera til vitnis um það. Hann kemur til Islands, til Eyrarbakka og fréttir þá að fjölskylda hans hafi farið til Grænlands, sem var þá nýlega fundið og hafi sest þar að á ákveðinni jörð, og þenn- an stað getur hann fundið, ekki aðeins nýfundið landið og siglt suður fyrir það, heldur líka þennan fjörð og er þó Græn- land um 2700 kílómetra langt frá norðri til suðurs, eða viðlíka og frá nyrsta odda Skotlands suður til Túnis í Afríku og strandlínan er auðvitað enn lengri, því þetta er mjög vogskorið land, einkum sunnanvert. Svona sigling eða fundvísi, var ekki tilviljun. Hún var þekking. Það er mikill skaðr, að siglingalist vík- inga skuli nær öll vera horfin í sögunnar rökkur, svona útaf fyrir sig. og harla fátt er einnig vitað um siglingakunnáttu á miðöldum, þótt þjóðin væri sjálf lengst af skipalaus sjálf, dró að því að hún eignað- ist haffærskip, og þá þurfti kunnáttu til að geta siglt. Sfýrimannaskólinn 90 ára Það er eigi rúm til þess að rekja þá sögu hér, en þó getur Sjómannadagsblaðið ekki látið það fram hjá sér fara, að nú hefur Stýrimannaskólinn starfað í 90 ár. eða Stýrimannaskólinn í Reykjavík, en með honum er siglingalist Islendinga endurreist til fulls, eða navigationin. Ekki var þetta samt fyrsta tilraun Is- lendinga á seinni timum til að læra að sigla. I ritgerð eftir Gils Guðmundsson um sjómannafræðslu á Islandi, sem birt er í Skipstjóra og stýrimannatali segir á þessa leið: „I Danmörku var fyrsti stýrimanna- skóli stofnsettur á ríkisstjórnarárum Kristjáns IV., sennilega um 1600. Fyrstu kennararnir voru erlendir. Eftir 1624 mun skólinn hafa legið niðri um hríð, en hóf aftur starfsemi sína 1647. og var skóla- stjóri þá danskur. Skóli þessi var á Brimarhólmi. I Svíþjóð tók sjómanna- skóli fyrst til starfa í Stokkhólmi 1658, en elzti sjómannaskóli í Noregi hófst ekki fyrren 1845. Ekki er mér kunnugt um heimildir, sem geta skipstjórnarlærðra íslendinga fyrren á 17. öld. Verður og naumast úr því skorið um hina fyrstu þeirra, hvort þeir hafi lært siglingafræði sína í skólum eða af skip- stjórnarmönnum um borð í hafskipum. Menn þessir koma fyrir í annálum, og er lítið um þá vitað annað en þar stendur. I Ballarárannál er nefndur íslenzkur skip- stjóri. Halldór Þórðarson. Árið 1632 stýrði hann hollenzku skipi, sem lá um tíma fyrir utan Búð'rá Snæfellsnesi. Torfi Hákonarson Hollandsfari sigldi á hol- lenzkri duggu og virðist hafa stýrt henni. Hann kom á skipi sínu til Akraness 1673. Þá er og nefndur Guðbrandur Jónsson, sæfaramaður mikill. er sigldi oft með Dönum milli landa. Er svo að skilja sem hann hafi verið lærður til skipstjórnar. Guðbrandur varð hafnsögumaður á Snæfellsnesi; hann lézt 1749. Sízt má gleyma síra Páli Björnssyni í Selárdal. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.