Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 19
„Hann var vel að sér í sjómannafræði og stærðfræði og reiknaði meðal annars út hnattstöðu Bjargtanga." Séra Páll hafði verið þrjú ár við Kaupmannahafnarhá- skóla og komið þaðan heim til Islands 1644. Þá varstýrimannaskóli ekki haldinn í Kaupmannahöfn. lá niðri um hríð, eins og fyrr er frá greint. Allt um það getur sú sögn verið rétt. að séra Páll hafi hlotið einhverja fræðslu í siglingafræði. Hefur sú kunnátta þá komið honum að gagni, er hann sótti sjó á skútu þeirri er hann lét smíða og stjórnaði sjálfur á yngri árum. Á 18. öld er getið a.m.k. tveggja stýri- manna, er verið hafa lærðir í siglinga- færðum. Halldór Sigurðsson var Svarf- dælingur að ætt. fæddur 1729. Hann fór utan og var „stýrimaður til Vestindía". Halldór er á lífi í Kaupmannahöfn 1761. og mun hafa dáið þar skömmu síðar. Jón Vídalin, bróðir Geirs biskups. fór snemma í siglingar og var lengi í förum og titlaður stýrimaður. Stýrimaður var hann á póst- duggunni 1792. Síðast settist hann að í Reykjavík og andaðist þar. Um aldamótin 1800 fór til Danmerkur Steindór Jónsson, er kallaði sig Waage. Hann lærði þar skipstjómarfræði og varð skipstjóri á dönskum kaupförum. Stein- dór var sonur Jóns Halldórssonar bónda í Selvogi og konu hans Rannveigar Filippusdóttur, en seinni maður hennar varð Bjami riddari Sívertsen. Fyrstu fslendingar, sem vitað er að lærðu sjómannafræði í skólum erlendis og komu síðan heim aftur til að nota þekk- ingu sína við stjórn skipa hér við land. eru Guðmundur Ingimundarson, Þorleifur Jónsson og Simon Slgurðsson. Guðmundur, se'm um hríð bjó í Brieðholti við Reykjavík, lærði skipstjórnarfræði er- lendis, sennilega í Danmörku, fyrir eða um aldamótin 1800. Hann var skútuskip- stjóri, fyrst syðra, en síðan vestra, unz hann fórstmeð skútusinni 1813. Þorleifur Jónsson tók skipstjórapróf erlendis á fyrsta áratug 19. aldar. Hann gerðist skipstjóri á einni af skútum Guðmundar Schevings 1809. Þorleifur varð síðar út- gerðarmaður og kaupmaður á Bíldudal. Símon Sigurðsson mun hafa lært sjó- mannafræði í Danmörku eða Þýzkalandi. Árið 1815 er hann orðinn skipstjóri á skútu, er Henckel kaupmaður gerði út frá Flateyri. Símon er fyrsti fslendingur, sem vitað er til að stýrt hafi skipi milli landa á síðari öldum. Þá er þess að geta, að Jón Jónsson frá Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík lærði „skipstjórnar íþrótt" í Kaupmannahöfn 1815-1817. Hann var um hríð með skútu föður síns, Jóns útvegsbónda Sighvats- sonar. Annur Suðurnesjamaður, Magnús Jónsson Waage, sonur Jóns Daníelssonar í Stóru-Vogum. lærði bæði sjómannafræði og skipasmiðar í Kaupmannahöfn á ár- unum 1816- 1818. Arni Ó. Thorlacius frá Bíldudal. síðar í Stykkishólmi, tók bæði hið minna og nieira stýrimannapróf í Björgvin í Noregi laust eftir 1820. Þeir Magnús og Árni koma báðir nokkuð við sögu íslenzkrar sjómannafræðslu, svo sem brátt mun getið.“ Sjómannaskóli stofnaður með lögum F.n við svo búið mátti ekki standa og að því kom að hér var stofnaður stýri- mannaskóli með lögum árið 1890 og var skólinn settur í fyrsta sinn I. októberárið 1891. Þó var þetta eigi fyrsta skipulagða sjó- mannafræðslan. í erindi í þættinum „Við sjóinn" í ríkisútvarpinu, greinir Jónas Sigurðsson, skólastjóri nokkuð frá starfi Stýrimannaskólans í Reykjavík og í einu þeirra. sem birtist í Sjómannablaðinu Víkingi, síðar, segir höfundur: „Þó voru gerðar merkar tilraunir af einstökum mönnum og samtökum til að halda skóla fyrir sjómannafræði. Fyrstir eru tilnefndir Árni Thorlacius i Stykkis- hólmi og Magnús Waage í Vogum á Reykjanesi, er auglýsir kennslu árið 1847. Báðir þessir menn höfðu lært sjómanna- fræði erlendis, en hve mörgum þeir hafa kennt er ekki vitað. Eftir Árna liggur og handrit að stýrimannafræði á íslenzku, sem fullsamið>var 1843, og er það fyrsta íslenzka kennslubókin af því tagi. Fyrsta tilraun til að koma á fót sjó- mannaskóla var þó gerð á Vestfjörðum. Á Kollabúðarfundi árið 1850 bundust nokkrir þilskipaeigendur samtökum um að gangast fyrir stofnun sjómannaskóla. Var samþykkt að leita hófanna hjá þil- skipaeigendum í Vestfirðingafjórðungi og efna til samskota meðal þeirra til að koma þessu áhugamáli fundarmanna í fram- kvæmd. í greinargerð um málið er sú von látin í Ijós, að aðrir landsfjórðungar fylgi þessu fordæmi svo hægt verði að stofna einn sjómannaskóla fyrir allt landið. Undirtektir undir þetta þjóðnytjamá! urðu þó sorglega litlar eða nánast engar, nema 1 ísafjarðarsýslu. En árið eftir fór ungur og dugmikill fsfirðingur utan til náms í stýrimannafræðum með það fyrir augum að kenna síðar þau fræði. Maður þessi var Torfi Halldórsson síðar skip- herra og útvegsbóndi á Flateyri við Ön- undarfjörð. Lauk hann prófi í Danmörku og kom heim ári síðar. Torfi hélt síðan skóla i mörg ár fyrir stýrimannaefni, fyrst á ísafirði og síðan á Flateyri, eftir að hann fluttist þangað. Sóttu menn til hans af öllu Vesturlandi. en einnig frá Norð- ur landi og jafnvel frá Austur- landi. Ekki hafði hann neinn styrk til kennslunnar, því að samtök þau, er gangast ætluðu fyrir Sjómannaskóla, vörðu fjármunum þeim, er safnast höfðu og upphaflega voru ætluð til skólahalds. til stofnunar ábyrgðarfélags vestfirzkra þilskipa. hið fyrsta skipaábyrgðarfélag á íslandi. Ekki verður dregið 1 efa. að stofnun ábyrgðarfélagsins var nauðsynja- mál. Hins vegar má geta nærri. hvort hinum unga manni, sem fór utan til að afla sér menntunar, sjálfsagt í þeirri trú, að hann yrði studdur til að koma á fót sjómannaskóla. hafa ekki orðið það rnikil vonbrigði að sá stuðningur brást. Sýnir það vel dugnað Torfa og áhuga að hann skyldi þrátt fyrir þetta ráðast í að halda skóla fyrir sjómenn. Nemendur Torfa skiptu mörgum tug- um, og má telja hann brautryðjanda á sviði sjómannafræðslu. Á Norður- og Suðurlandi vill svo ein- kennilega til. að það eru ekki sjómenn eða menn. sem stundað höfðu sjómennsku. sem fyrstir gerast kennarar í sjómanna- færðum. Á Norðurlandi er það merkisbóndinn Einar Ásmundsson, alþingismaður og umsjónarmaður í Nesi við Eyjafjörð, sem byrjar að segja formönnum á hákarla- skipum til í siglingafræði. Hafði hann numið þau fræði tilsagnarlaust, enda var hann vel að sér í stærðfræði og mála- maður mikill. Vitað er að Einar tók allmarga nem- endur á heimili sitt, kenndi þeim sjó- mannafræði og lét suma taka próf. Hjá honum er talið, að Jón Loftsson úr Fljót- um hafi fyrst lært, en hann fór utan 1856 til frekara náms og tekur próf í Danmörku 1857. Jón Loftsson kenndi síðan nokkrum nemendum sjómannafræði og skóla hélt hann á Norðurlandi a.m.k. í tvö ár. Var hann á sínum tíma talinn beztur að sér 1 sjómannafræði og siglingalist á Norður- landi og var titlaður skipherra eins og yfirleitt þeir, er próf tóku ytra. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson getur Jóns í bók sinni „Sögukaflar af sjálfum mér“. Kynntist Matthias Jóni í Danmörku 1856, og kveður hann hafa verið prúðmenni og hinn mesti snyrtimaður. Jón andaðist hálf fimmtugur og þótti mikill skaði að hon- um. Um sjómannakennslu sunnanlands eru ekki neinar heimildir fyrr en eftir 1870, að undanskilinni auglýsingu Magnúsar Waage 1847 eins og fyrr sagði, en ekki er vitað hvort nokkur hefur sinnt henni.“ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.