Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 46
aðist skipshöfnin öll, eða 13
manns.
Þríbýli var þá í Hjörsey og
bjuggu þar — auk föður míns —
Pétur Þórðarson, bóndi og
alþingismaður og Guðmundur
Jónatansson bóndi. Hjörseyingar
hrintu fram báti, til þess að freista
þess að bjarga skipverjum, en þá
kom í ljós, að þeir höfðu komist í
björgunarbát skipsins og Jón
Guðmundsson í Skutulsey og
mágur hans, Jón Grímsson, höfðu
orðið fyrri til og hrundið út báti og
tókst þeim að leiðbeina þýsku
sjómönnunum gegnum skerja-
garðinn til Hjörseyjar.
Voru þessir þýsku sjómenn úr
helju heimtir, og voru þeir hjá
okkur í 8—10 daga, helmingurinn
hjá foreldrum mínum, en hinn
helmingurinn hjá Pétri Þórðar-
syni.
Þrjú ár í menntaskóla —
svo til sjós
Árin í Hjörsey liðu fljótt.
Hjörsey var sérstakur heimur og
þar var líf og fjör. Einkum á
sumrin, þegar allt að 100 manns
voru í eynni, en fleira fólk var þar
þá, eða kaupafólkið.
Þegar ég hafði aldur til, fór ég í
Menntaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan gagnfræðaprófi árið
1928. Foreldrar mínirbrugðu búi í
Hjörsey árið 1927 og fluttust til
Reykjavíkur og þar hefi ég átt
heima síðan.
— Ég hafði ekki sérstakan
áhuga á svonefndu langskóla-
námi, heldur fór til sjós. Fyrst á
togarann Tryggva gamla, en þar
var þá skipstjóri Kristján Schram,
mikill indælismaður, sem hann á
ætt til.
Ég hafði reyndar unnið ýmsa
algenga vinnu í Reykjavík áður,
verið á eyrinni og í byggingavinnu
og róið á mótorbát, en eiginlega
hófst sjómennskan á Tryggva
gamla, en Alliance gerði hann út,
ásamt mörgum öðrum togurum.
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Ólafur Sigurðsson, bóndi í Hjörsey, faðir
Boga.
Ég var þar að vísu ekki lengi, en er
það minnisstætt þó.
Eftir að verunni á Tryggva
gamla lauk, eða nokkru síðar réði
ég mig á línuveiðarann Fjölni,
sem var gufuskip. Þar var Ólafur á
Eldborg skipstjóri (Magnússon),
sá kunni aflakóngur á síldveiðum.
Ólafur var Vestfirðingur, sonur
Magnúsar bónda og skip-
stjóra á Sellátrum og síðar á
Bíldudal. Þannig að þar var sjó-
mannablóð í æðum. Lúðvíg C.
Magnússon átti Fjölni og gerði
hann út, en hann varð síðar skrif-
stofustjóri hjá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur.
Farmannapróf með
skemmri skím
— Það er dálítið örðugt að skil-
greina hvað sköpum skiptir í lífs-
hlaupi ungra manna, en þó hygg
ég, að þegar ég réði mig a "Vestra
frá Flateyri, en það var rúmlega
900 tonna flutningaskip, sem
smíðað var í Englandi árið 1891
og keypt hingað til lands árið 1928
af Hf. Eimskipafélagi Vesturlands
á Flateyri, hafi það haft mikil
áhrif á framtíð mína.
Skipstjóri þar var Rafn A.
Sigurðsson, og síðar skipaeigandi,
en Rafn er einn merkasti maður-
inn í síðari tíma farmennsku okk-
ar. Hann var maður sem vann sig
til virðingar og mikils frama og
var mikill maður á sjó og í landi.
Skipið var í vöruflutningum
milli fslands, Miðjarðarhafs- og
Evrópulanda og kom við á mörg-
um innlendum höfnum. Vestri var
seldur til niðurrifs árið 1932, að
mig minnir.
Ég var á Vestra með Rafni í þrjú
ár og segja má, að síðan hafi ég
verið með honum á sjónum allt
þar til stríðið braust út, eða árið
eftir að stríðið byrjaði, en þá fór
hann í land vegna veikinda. Varð
ég þá 1. stýrimaður á skipi hans
Kötlu (gömlu) og oft skipstjóri í
afleysingum.
Annars munaði nú minnstu að
þetta færi dálítið öðruvísi hjá mér.
Því svo var mál með vexti, að
þegar ég var í Stýrimannaskólan-
um, þá gengu Ólafur Jónsson,
Þorsteinn Þorsteinsson og fleiri
fyrir stofnun á nýju skipafélagi,
eða félagi um kaup á skipi sem
Columbus hét, en það var 1200
tonna gufuskip, smíðað í Noregi
árið 1911. Og þetta varð að veru-
leika. Ég gerðist hluthafi, þótt ég
ætti nú ekki grænan eyri, en
Guðmundur Bjamason klæðskeri
lánaði mér út á andlitið 4000
krónur, sem var mikið fé, en pen-
ingana notaði ég til hlutafjár-
kaupanna. Ég átti að verða 2.
stýrimaður, en skipstjóri varð
Ámi heitinn Gunnlaugsson, mik-
ill sjógarpur og lærður vel í sigl-
ingum.
En svo var Katla keypt í Noregi,
þar sem hún var til viðgerðar og
endurbóta, en hún hafði verið
ávaxtaskip og var 1656 tonn og
mjög gott skip (síðar Reykjafoss).
Það var Eimskipafélag Reykja-
víkur, sem keypti skipið, en Rafn
A. Sigurðsson var aðalmaðurinn í
því félagi og skipstjóri á skipinu.