Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 68
WASA
herskip
svíakonungs
sem lá 333 ár
á haísbotni
Sunnudaginn 10. ágúst 1628 lagði frá
bryggju í Stokkhólmi í jómfrúferð sína
herskip Gústafs II Adólfs Svíakonungs,
Wasa. Förinni var í fyrstu heitið til flota-
stöðvarinnar Alvsnabben, þar sem safna
átti saman flota konungs til innrásar i
Pólland.
Þá stóð 30 ára stríðið sem hæst og ætl-
aði Svíakonungur sér mikinn hlut í hernaði
á meginlandi Evrópu. En milli Svíþjóðar
og meginlandsins er Eystrasalt og því
þurfti konungur á miklum flota að halda.
Árið 1625 ákvað Gústaf II. Adólf að láta
smíða 4 skip við skipasmíðastöð sína í
Stokkhólmi. Tvö stærri og tvö minni.
Wasa var fyrri stóra skipið. Kjölur þess
var lagður 1626. Það átti að verða 62
metrar að lengd frá stafnlíkneski til skuts
og mesta breidd var 11,7 metrar. Það eru
svipuð mál og eru á skuttogurum af stærð
við Engey.
Til smíðinnar þurfti mikinn við sem
höggvinn var í nágrenni Stokkhólms. Eik
var aðallega notuð. Þurfti að vanda val
þeirra trjáa er höggva skyldi vel, því bæði
þurfti marga digra og langa bjálka undir
þilför og sérstaklega vaxin tré til að notast
sem vinklar eða hné upp með síðu undir
62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
þilför og voru þilfarsbitar festir við grein-
ina. Er það stórfenglegt verkfræðilegt af-
rek, jafnvel á nútíma mælikvarða, að ljúka
smíðinni á tveim árum.
Á þeim tímum voru ekki til neinar
vinnuteikningar gerðar af hámenntuðum
skipaverkfræðingum, heldur hafði yfir-
smiðurinn á sinni könnu að segja til um
smíðina. Hann lét gera eins konar mát
sem notast var við til að skipið fengi rétta
lögun.
Eins og þá var siður var skipið skreytt
frá stafni til skuts með útskornum mynd-
um. Fremst á stafnlíkneskinu var listilega
útskorið Íjón í stökkstöðu, væntanlega
ætlað til að skjóta andstæðingum konungs
skelk í bringu. Aftan ljónsins á stafnlíkn-
eskinu voru rómverksir keisarar skornir út
í röð sitthvoru megin. Fyrir fallbyssuport-
unum voru ljónshöfuð úr tré. Hinn hái
skutur skipsins var skreyttur mörgum
myndum og bar mest á gullslegnu skjald-
armerki rkisins. Innanborðs voru íbúðir
aðmíráls og skipherra skreyttar útskurði.
Yfirleitt var hver mynd með sögulegan
bakgrunn. Var efni margra þeirra sótt í
gríska goðafræði og sögu konunga og
keisara og hernaðarafreka þeirra. Talið er
að 3—4 tréskurðameistarar hafi séð um
gerð myndanna og hafi hver um sig haft
fjölda lærlinga og sveina í þjónustu sinni.
Alls munu yfir 700 skurðmyndir hafa
skreytt Wasa.
Skipið var 5 þilfara stafna milli. Undir
neðsta þilfari var föst kjölfesta sem var
grjót, vóg hún 120 tonn. Þar fyrir ofan
voru tvö þilför sem nýtt voru til geymslu á
akkerisköðlum, seglum, vistum og skot-
færum. Þar fyrir ofan voru tvö fallbyssu-
þilför undir aðíalþilfari.
II
Skipinu var stýrt með stöng sem lék um
ás og var hreyfð til þess borðs er stýra átti
í. Stöngin færði stýrið og var mest hægt að
snúa því sjö gráður í hvort borð. Á skipum
með svo lítið stýrishorn verður að beita
seglum með stýri til að halda skipi á
stefnu. Sá er stýrði stóð á palli innanþilja á
efra fallbyssuþilfari og hafði því ekkert
útsýni og varð að fara eftir fyrirmælum
skipherra eða stýrimanna að ofan.
Aftast á efra fallbyssuþilfari var káeta
aðmíráls. Með veggjum káetunnar voru
bekkir sem hægt var að draga út og voru
þeir þá hvílur fyrir tvo menn í hverjum
bekk, sem munu hafa sofið andfætis. í
káetunni mataðist aðmírállinn.
Framan við aðmírálskáetunna var
stýrisherbergið. Var það um tveir metrar