Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 69
Úrkáetu aðmíráls. Á meðan aðmírállinn snæðir morgunverð, lætur káetudrengur hans renna í ölkönnu hans. Dagskammtur öls til hvers í áhöfn var 3,2 lítrar á dag. íbúð aðmírálsins var ríkulega skreytt útskurði. að lengd og náði milli síða. I síðunum báðum megin voru kistur ca. hálfur metri á hæð og svipað á breidd. Voru þær ætlaðar stýrimönnunum sem svefnstaður. Á Wasa voru tveir stýrimenn og 18 undir- foringjar, sem ásamt skipherra og aðmírál voru einu yfirmenn skipsins samkvæmt þeim skilningi er við leggjum á það orð í dag. Káeta skipherra var aftast á aðalþilfari, nokkru íburðarminni og smærri en aðmírálskáetan, en í höfuðdráttum eins innréttuð. Gert var ráð fyrir að á skipinu yrðu í áhöfn 133 sjómenn og 300 hermenn. Þeg- ar skipið lagði frá bryggju voru sjómenn- imir komnir urn borð og höfðu sumir þeirra konur sínar með sér. Hermennirnir áttu að koma um borð í Álvsnabben, þar sem skilja átti eiginkonurnar eftir áður en lagt yrði í stríðið. Miklum hluta hermanna konungs á þessum árum var rænt frá heimilum sín- um víða í Svíþjóð og þeir skyldaðir í her- inn. Stór hluti þeirra átti ekki afturkvæmt. Þeir sem ekki fórust í hernaði áttu á hættu að verða sjúkdómum og vosbúð að bráð. Sú „læknisaðferð“ er oftast var beitt var aflimun, en hún dugði hvergi nærri alltaf þegar drep voru hlaupin í sár. Skipið var búið 64 fallbyssum, sem komið var fyrir við báðar síður á tveimur þilförum. Þær vógu um 71 tonn. Milli þeirra áttu óbreyttir hermenn og sjómenn að búa og sofa á hörðu tréþilfarinu. Þá voru ekki hengikojur komnar til sögunn- ar. Þó sjóhernaður væri aðallega stundaður frá vori til hausts var vistin um borð oft kalsöm, enda skipið hvorki upphitað né einangrað. Menn urðu því að notast við hlýjuna hver af öðrum og sofa þétt saman. Það að hvílubekkimir í íbúðum aðmíráls og skipherra voru ætlaðir fyrir tvo mun hafa verið til að halda hita hver á öðrum. Á miðju neðsta þilfari var komið fyrir miklu eldstæði. Steypt var undir og hlaðið um kring. Yfir voru tréristar á öllum þil- förum uppúr. Á hlóðum kraumaði í ca 400 lítra potti þar sem spónamatur var soðinn fyrir áhöfnina. Fjöldi Stokkhólmsbúa fylgdust með af eftirvæntingu þegar Wasa lét frá bryggju. Undir fjórum seglum rann skipið virðu- lega meðfram Skeppsbron, sem er strandgata gamla miðbæjarkjarna Stokk- hólms. En þegar skipið hafði siglt um hálfa mílu kom skyndilega hvöss vind- hviða sem fyllti seglin. Skipið hallast mikið undan vindi, réttist síðan við um stund en hallar síðan svo að sjór streymir inn um fallbyssuopin bakborðsmegin. Þar með voru dagar herskips Gústaf II Adólfs svíakonungs, Wasa, taldir, að sinni. Skipið með segl og veifur uppi, gullskreytt og út- skorið sökk á augabragði. Hluta áhafnar tókst að bjarga en um 3 tugir manna a.m.k. munu hafa farist með skipinu. Eftir slysið, þegar reynt var að komast að raun um ástæðu slyssins og finna söku- dólg, kom m.a. fram að Klas Flemming aðmíráll hafði látið 30 menn hlaupa frá borði til borðs til að reyna stöðugleika skipsins. Eftir að mennirnir höfðu hlaupið þrisvar milli síða var skipið farið að hallast svo mikið að hætta var á að skipið kantr- aði. Var tilrauninni því hætt. Ekki virðist þetta þó hafa valdið neinum áhyggjum, því ekki fara fréttir af, að neinu í búnaði skipsins hafi verið breytt til að færa þyngdarpunkt skipsins neðar. III Að þeirra tíma ntælikvarða lá mest verðmæti skipsins í fallbyssunum. Voru gerðar margar tilraunir til að ná þeim upp, en þar sem skipið lá á 35 metra dýpi voru þær tilraunir árangurslausar. Það var ekki fyrr en 1663 og 4 að fundin hafði verið upp köfunarklukka sem nota mátti við björgun fallbyssa. Var hún eins og stór kirkjuklukka í laginu sem pallur hafði verið festur á um feti undir neðri brún klukkunnar. Kafarinn stóð á pallinum og dugði loftið sem lokaðist inni í klukkunni honum til 20—30 mínútna köfunar. Kom fyrir að freistast var til að vera of lengi niðri og voru menn þá dregnir dauðir upp. Tókst á þennan hátt að bjarga a.m.k. 53 fallbyssum sem allar voru seldar til Þýskalands. Næstu þrjár aldirnar lá Wasa á botni Stokkhólmshafnar flestum gleymt. Það var ekki fyrr en 1956 að maður að nafni Anders Fransen tókst að staðsetja flak Wasa. Þá hafði lengi verið vitað, að þar sem Wasa lá var eitthvað það er var þeim er hugðust nota akkeri í höfninni hættu- legt og það voru ófá skip sem höfðu tapað akkeri á þessum slóðum. IV Þegar Wasa var fundið var hafist handa við að bjarga því. Það var þá djúpt grafið í leir og hafnarleðju. Kafarar úr sjóhemum sænska grófu sex tuttugu metra löng göng undir flakið og komu undir það taugum. Skipinu var lyft í 18 áföngum og dregið inn á grynnra vatn. Áður en ákveðið var að nota þessa aðferð við björgun Wasa höfðu komið fram margar frumlegar hugmyndir. Þeirra frumlegastar voru um að frysta um Wasa stóran ísklump og láta hann fljóta upp. Einnig var rætt um það í fullri alvöru að fylla skipið af borðtennis- kúlum og láta flotkraft þeirra lyfta skip- inu. En hefðbundnasta aðferðin varð ofan á. Mikið verk var að þétta skrokkinn. Allt járn, boltar og hnoð höfðu ryðgað í sund- ur og víða voru göt á skrokknum þar sem stykki höfðu brotnað úr vegna akkeris- búnaðar skipa og fúa. Varð að setja bráðabirgða bolta og smíða í götin. 24. apríl 1961 fylgdust fulltrúar blaða, útvarps og sjónvarps hvaðanæva að. úr SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.