Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 85
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
85
Rússneskt herskip, „Heilagur Símon, “ varla ósvipað því sem Arni hefur siglt með í
stríðið gegn Tyrkjanum. Petta skip hefur verið af meðalstœrð og um borð voru 44
fallbyssur. Um borð ístœrstu skipunum voru þó allt að lOOfallbyssur og áhöfnin um 900
manns.
gemeina manni en hennar officere.
Hún er hörð við hennar officere, en
góð við matrósa og soldáta, hvar
fyrir að hennar officeres eru henni
stórlega undirgefnir og kannske
hræddir fyrir henni, af því að hennar
sjófólk og soldater hafa frí inngang til
hennar, en generaler mega vænta
lengi eftir leyfi að koma henni í tal.
Af þessu eru þeir mikið hræddir, að
þetta undirhafandi sjófólk og solda-
ter hafi kannske þá plátsborið við
Majestet, sérdeilis ef þeir eru sér
nokkurs ills meðvitandi, sem er gan-
ske fornuftigt af einum potentat að
vera góður við almúgann, því þá fær
hann best að heyra hvörnin þeir
stóru hegða sér. Hitt annað, að þeir
taka sig betur í akt.
Nú fórum vér burt frá Kaupin-
höfn, höfðum engelskan loss með
oss, er fylgdist með skipinu frá Pét-
ursborg og átti ei við það að skiljast
fyrr en kæmum í Tyrkeríið. Vér
komum innan átta daga til Englands
til þess plátz er heitir Hafragras
(Havre de Grace, lítill bær á suður-
strönd Englands). Þar fengum vér
það besta nautaket er eg hef séð,
bæði feitt og gott og grænar urtir til
súpu. Þegar búið var að reiða það til
matar, var súpan so góð, að enginn
borgmeistari í Kaupinhöfn skyldi ei
vera vel ánægður að spísa hana. Nú
þegar Rússar sáu að máltíðin var í
stand, tóku þeir vel sinn part af ket-
inu, en súpuna vildu þeir ei smakka,
tóku fötu og fylltu upp nreð vatn,
komu þar í salt og grábeins síl, er þeir
skáru í smástykki og komu þar í salt,
átu þessa súpu með skeiðum og voru
betur ánægðir með þeirra súpu en
vér með vora. Á þessu plátsi vorum
vér um sex daga og höfðum ferska
súpu hvern dag. Nú þegar vér vorum
í standi og reisubúnir, fórum vér það-
an og héldum fyrir vestan Franka-
ríki. Þar mættum vér einum engelsk-
um kapara. Þetta var um næturtíðir.
Vér höfðum mest skotið þá í sjó, en
þegar töluðum við þá, formerktum
vér að þeir voru frá Englandi, sem
var so gott sem vort eigið fólk. Skipið
hafði vel skaða fengið, en fólk ekki.
Þessi kaptein vildi oss anklaga fyrir
Hennar Majestet í Rússlandi. Vér
báðum þá vel lifa og héldum vorn
koss allt til þess Miðjarðarhafs.
Tveim dögum fyrr en við komurn til
Algeir, hvaðan ræningjarnir voru er
plundruðu ísland, skyldu allir solda-
ter slípa sína korða. Vér, sem vorum
við artilliriet eða fallstykkin, skyld-
um probera vort púður og hvað mik-
inn kraft að það hefði, er skyldi skrif-
ast á púðurtunnurnar , so sæist í fljót-
leika á tunnubotnunum þess
kraftur.“
Eru góðir vinir um daginn,
en hvors annars óvinir þegar
sólin er undir gengin
Nú þegar vér komum til móts við
kastillið er skeði um nóttu, héldum
vér oss til Spanien til þess staðar sem
Gibralter heitir og engelskir hafa frá
spönskum tekið er búa á fastaland-
inu. Þessi ey, Gibralter, er þétt við
Spanien. Hafa so engelskir á þessari
áðurnefndri ey bæði kastill og stríðs-
fólk. Milli Spanien og Tyrkeríið er ei
mikið yfir mílu að lengd. Spanien er
á vinstri, en heila Tyrkeríið á hægri
hönd. Þeir spönsku hafa frið með
Tyrkjann so lengi sólin er uppi, en
þegar hver þeirra er í annars landi
um næturtíðir er lífið forbrotið. Kort
sagt: Hvern dag höndla þeir hver við
annan, stundum Tyrkinn í Spanien,
stundum Spaníólen í Tyrkeríið, eru
góðir vinir um daginn, en hvors ann-
ars óvinir þegar sólin er undir geng-
in. Þar, eg meina í Gibralter, fengum
vér smáfisk fyrir billega peninga, er
þeir fanga í þessum sjó, sem er í milli
Spanien og Algeir. Fyrir innan Al-
geir sá ég þann akur er Kain sló bróð-
ur sinn Abel, er enn nú í dag kallast
Abelklettur, sem er strax við akur-
inn. Nú vorum vér 14 daga að sigla í
því Miðjarðarhafi og uðum engra
skipa varir utan smáduggna er voru
visiteraðar af oss, hvar vér fundum
nokkra þá hluti er kunnu hjálpa
Tyrkjanum í nokkru, annaðhvert
með fæðu eður púður og kúlur, fall-
stykki og annað þvflíkt, er hann
kynni oss mótstöðu veita. Þaug skip
tókum vér upp og færðum tií þess
næsta plátz og tókum þeirra last er
oss kunni þéna, en hitt var upp
brennt og skipið með. Stundum fóru
þessir til baka með tómt skip. Þetta
voru mest franskir, er voru Tyrkjum í
þessar tíðir mikið hjálplegir.“