Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 72

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 72
72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ nýlenduveldi og seilist til græn- lenskra landa og landnytja eru um allan aldur úr sögunni nú, en fræði- mannsstarf þessa merkilega manns stendur fyrir sínu eftir sem áður. „í várum lögum“ En hver voru þá helstu rökin sem Jón Dúason færði fyrir rétti Islend- inga til Grænlands? Hann bendir á að hin gamla lög- bók íslendinga „Grágás“, þekkir ekki Grænland sem sérstakt þjóðfé- lag, heldur aðeins sem hluta úr „vár- um lögum.“ í þeirri lögbók er hvergi nokkurt orð er bendi á grænlenskan þegnrétt, en hún talar um enska menn, færeyska menn (Færeyjar voru þá sérstakt þjóðfélag), sænska menn, norræna menn o.s.frv. Því fullyrti Jón Dúason að lög íslands hafi verið í gildi í Grænlandi og þegar „Grágás“ segir að Grænland sé „í várum lögum“ er þar með sagt, segir Jón, að Grænland og Island höfðu sama lögþing, sömu lög, sama þegn- skap og sömu dómstóla. Og þegar í lögum er tilgreind vernd fyrir lífi út- lendra manna innan hins íslenska réttarsamfélags eru upptaldar hinar erlendu þjóðir, en Grænlendingar eru þar ekki með. Enginn getur þó ímyndað sér þann möguleika að Grænlendingar þeirra tíma er voru náskyldir Islendingum, hafi einir þjóða verið réttdræpir á íslandi án þess að við lægi nokkur refsing.“ íslenskir þegnar Jón Dúason ályktar því af ofan- greindu: „Þetta er sterk, óbein sönn- un fyrir því að Grænlendingar hafi verið íslenskir þegnar. Grænlenskir dómar giltu á Islandi og það enda svo að grænlenskur dómur gat vikið inn- lendum manni á íslandi úr íslenska samfélaginu og svift hann öllum rétti og mannhelgi innan þess.“ Þessu til viðbótar nefnir dr. Jón Dúason það að á alþingi Grænlands fannst getið allra þeirra stofnana sem voru sérkennandi fyrir íslenskt dóm- þing, en ekkert er bendi á lögþing. Við fornleifarannsóknir hafi menn fundið á ný á þingstaðnum allt það sem tilheyrði dómsþingi á íslandi, en ekki nokkur minnstu ummerki eftir lögþing. Gamli sáttmáli Þá bendir Jón á að heit þau sem Grænlendingar gáfu Noregskonungi á 13. öld voru sama eðlis og þau sem bændur á íslandi gáfu fram til vorsins 1262. Gamli sáttmáli gilti milli Nor- egskonungs og alls hins íslenska rétt- arsamfélags „várra laga“, þannig sömuleiðis fyrir Grænland. í lögbók- inni „Jónsbók“ segir Jón Dúason að rætt sé um Grænland sem innanlands og sérhvern möguleika fyrir því að hið grænlenska alþingi hafði verið lögþing afmáir Jónsbók með því að segja að innan hennar réttarsvæðis sé lögþingið haldið við Öxará á þing- stað réttum. Einungis eitt lögþing getur verið í sama réttarsamfélaginu. Enginn konungur hafi nokkru sinni látið hylla sig á Grænlandi. Hyllingin á íslandi hefur þannig verið nægileg. Því er niðurstaða Jóns Dúasonar sú að ekki ætti að leika nokkur vafi á réttarstöðu Grænlands í fornöld — það hafi verið íslensk nýlenda. fslendingar afsöluðu sér aldrei Grænlandi Jón lagði áherslu á það að Islend- ingar hefðu aldrei afsalað sér Græn- landi, það hefði komið sem íslenskt land með íslandi í sambandið við Noreg og Danmörku. Þótt enginn fyrirvari hefði verið gerður um Grænland við fullveldið 1918 væri málið eftir sem áður opið og Islend- ingum fært að krefjast réttar síns. Benti hann á úrskurð alþjóðadóm- stólsins í Haag vegna deilu Noregs og Danmerkur 1933, sem áður er vikið að, þar sem krafa Noregs var ógild dæmd. Hefði dómstóllinn sem sé gert ráð fyrir því að þau landsyfirráð sem í fornöld voru stofnuð yfir Grænlandi hefðu aldrei glatast. „Þinghneykslið“ í „Grænlandsvininum“ í desember 1954 má nærri geta hvort Jóni Dúa- syni hefur ekki sviðið afgreiðslan á tillögu Péturs Ottesen. Fer hann mörgum orðum um „þinghneykslið" og ræðir þá afsölu hlunninda og sjáv- arnytja sem hér sé um að ræða. Hann leggur til að Dönum verði forboðið að stunda nokkrar veiðar við ísland, til þess að knýja fram veiðiréttindi fyrir íslendinga við Grænland, en segir samt: „En ísland má ekki fallast á nokkra samningstilraun við Dani um Grænland, án fullkomins fyrirvara um óskertan yfirráðarétt íslands yfir Grænlandi, þrátt fyrir þá samninga og þrátt fyrir þann árangur sem kynni að vera af samningnum...“ Og enn segir Jón: „A þorskveiðum við Grænland mundu botnvörpungar geta tvö- faldað eða þrefaldað afköst sín, ef þeir hefðu fullkomna aðstöðu á landi á Grænlandi.. .eignar og yfirráðarétt- ur vor yfir Grænlandi er harðsannað- ur og margsannaður og reglur þjóð- arréttarins um að gjalda líku líkt, til þess að koma endi á misrétt á þann hátt ættu allir að þekkja.“ Grænlendingar sjálflr? „Grænlandsvinurinn" og þeir sem að honum stóðu, svo og hörðustu fylgismenn þess á Alþingi að íslend- ingar krefðust nýlendu sinnar, ræddu lítið um Grænlendinga sjálfa. Þeir drukknuðu í vangaveltum Péturs Ottesen og fleiri um fiskveiðar og landkosti sem „harðfengir menn“ þ.e. íslendingar, gætu nýtt sér. Til dæmis benti Pétur á hugsanlega nýt- ingu Islendinga á málmum í jörðu og mikinn og góðan útigang fyrir sauð- fé. „Þá er þar loðdýrarækt mikil og gagnsamleg. Gnægð er þar sela og rostunga á ísnum við strendur lands- ins. Hreindýr og sauðnaut þrífast þar vel. A Grænlandi eru framtíðarskilyrði fyrir hrausta og harðfenga menn.“ „Eigum ekkert tilkall til landsins“ Þó heyrðust raddir sem mundu eft- ir Grænlendingum í þessari orrahríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.