Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 65
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
65
Sjóslys og drukknanir
1. maí 1995 -1. maí 1996
13. september 1995 (erlendis)
Fórst Sverrir Guðjón Guðjónsson 30 ára, fæddur 3.4.1965,
búsettur í Luderitz í Namibíu, eftir að hafa fallið útbyrðis að
talið er af frystitogaranum President Agustinho Neta, en eng-
in vitni voru að atburðinum. Var Sverrir Guðjón annar stýri-
maður á togaranum sem er í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins
Seaflower Whitefish í Luderitz. Skipið var að veiðurn á veiði-
slóðinni við sunnanverða Namibíu í þokkalegu veðri.
Sverrir Guðjón lætur eftir sig eiginkonu (ekki getið um
börn).
Minning
Baldvin Jónsson fv. framkvæmdastjóri
Fæddur 25. október 1922 — Dáinn 21. febrúar 1996
Baldvin Jónsson fæddist í
Reykjavík 25. október 1922.
Hann andaðist á Landspítalanum
21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar
hans voru Sigurlaug Þorkelsdóttir
og Einar Jónsson, en kjörforeldr-
ar voru Gunnhildur Þorvaldsdótt-
ir og Jón Einar Gíslason. Baldvin
var næstyngstur 11 systkina. Hann
kvæntist 11. mars 1944 eftirlifandi
eiginkonu sinni Magneu Haralds-
dóttur. Börn þeirra eru fjögur.
Baldvin útskrifaðist frá Verzl-
unarskóla íslands 1940 og vann
ýmis skrifstofustörl' í Reykjavík
framan af starfsævinni, m.a. hjá
Vöruhappdrætti S.Í.B.S, en var
síðan framkvæmdastjóri DAS frá
stofnun þess.
A fundi Sjómannadagsráðs í
febrúar 1954 komu fram hug-
myndir um að setja á stofn happ-
drætti til fjáröflunar vegna bygg-
ingar Dvalarheimilisins, sem varð
að veruleika í júní sama ár.
Baldvin Jónsson hafði verið ráð-
inn til starfa að undirbúningi happ-
drættisins ásamt Auðuni Hermanns-
syni, en þeir félagar unnu saman að
þessum málum og gerðu „krafta-
verk“, því færri fengu rniða en vildu
þegar happdrættið hóf rekstur í júlí
1954.
Baldvin Jónsson var framkvæmda-
stjóri Happdrættis DAS frá upp-
hafi og stýrði málum þar af rögg-
semi og þurfti þá ekki síður góðar
hugmyndir að vinningum, til að
halda happdrættinu líflegu, þann-
ig að vel félli að áhuga almenn-
ings. En Baldvin tókst einnig að
halda tilgangi happdrættisins hátt
á loft, hvar hann átti hugmynd að
þeirri nálgun með orðunum „bú-
um öldruðum áhyggjulaust ævi-
kvöld.“
Það er aðdáunarvert þegar litið
er yfir farinn veg fyrstu ára upp-
byggingar Hrafnistu í Reykjavík,
einstakt samstarf ötulla manna
franrkvæmda og fjáröflunar, hve
vel hefur tekist til, enda tala verk-
in sínu máli.
Baldvin Jónsson lét af störfum
hjá Happdrætti DAS fyrir aldurs
sakir á miðju ári 1990 eftir 36 ára
gott starf í þágu þess og sjómanna-
samtakanna.
Guðmimdur Hallvarðsson