Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 17
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17 ’-v.uú''- ,'v ^ Mynd sem þessa gefst ekki oft fœri á að taka. Hér stendur Hermann Sigurðsson stýrimaður, núflugmaður hjá Landhelgisgœslunni, á Geirfugladrangi vestan Eldeyjar. Þar sem veður var óvenju gott og stórstraumsfjara gafstfœri á að mœla dranginn — en slíkt er varla mögulegt nema einu sinni eða tvisvar á ári. Myndin er tekin árið 1979. VEÐURS. EKKERT SAMBAND VIÐ SKIPIÐ. GÚMBÁTUR FAR- INN FRÁ SKIPINU. EKKI GETIÐ UM HVORT MENN VÆRU í HONUM. BÁTINN MUN SENNI- LEGA REKA AÐ LANDI Á SVÆÐINU FRÁ SKUTULSFIRÐI AÐ SKÖTUFIRÐI." „Ross Cleveland“ sekkur „Kl. 01.12 tilkynnti ísafjörður ra- díó að SVFÍ á ísafirði ætli að reyna að ná sambandi við bæi á svæðinu Skutulsfjörður-Skötufjörður og láta vita um bátinn. Kl. 01.35 tilkynnti „Kingston And- alusite“ H-41 að togarinn „Ross Cleveland" H-267 hafi sokkið kl. 23.40 GMT. á 66 gráðurn 08°5 N og 23 gráðum 03°0 V og mundi enginn hafa komist af. Sagði hann að þeir hefðu verið í nánd við togarann þegar hann sökk og sást enginn mað- ur yfirgefa skipið. Úm kl. 02.00 þegar ljóst var að ekkert var hægt að gera á strandstað „Notts County“ GY-643 var lónað vestur fyrir Bjarnarnúp til að svipast um eftir „Heiðrúnu 11“ ÍS-12 og var því haldið áfrarn til kl. 07.00 án árangurs. Veður var þá farið að lag- ast undir Grænuhlíð og vestur undan Bjarnarnúp. Kl. 05.50 tilkynnti ísafjörður radíó að hann hefði heyrt neyðarkall á 2182 ko/s og mundi það vera frá „Notts County“ GY-643. Um kl. 08.00 var aftur komið á strandstað, og var þá mun meiri vindur undir Bjarnarnúpnum en vestan til í Djúpinu, eða um 8 vind- stig af NA. Kl. 08.03 náðist slitrótt samband við „Notts County“ GY-643 og til- kynnti hann þá að mennirnir væru enn um borð í togaranum, en líðan þeirra væri mjög slæm. Kl. 09.18 tilkynnti „Notts County“ GY-643 að botninn væri að brotna undan skipinu og þeir væru að fara á flot um borð. Send voru þá fyrirmæli til skipshafnar togarans um að fara ekki frá borði, heldur bíða þess að veður batnaði, svo hægt væri að bjarga þeim frá sjó. Kl. 09.44 tilkynnti „Notts County“ GY-643 að hann heyrði í flautu varð- skipsins og var það fyrsta vísbending- in um að við værum á réttum stað, en aldrei hafði sést til togarans nema í ratsjá. Einnig var „Notts County“ GY-643 tilkynnt að allt yrði gert til að hjálpa þeim, en ekki væri viðlit að senda bát eins og væri vegna veðurs. Kl. 10.00 tilkynnti „Notts County“ GY-643 að 18 menn væru á lífi, en 1 maður látinn og 4 menn væru með kal. Kl. 11.25 tilkynnti „Notts County'* GY-643 að 5 menn væru með kal og 2 aðrir veikir. Þá var togaranum til- kynnt að við mundum hefja björgun- araðgerðir strax og mögulegt væri. Um kl. 12.00 sást togarinn fyrst með berum augum, en varðskipið varþá0.2sml. frá togaranum. Veður var NA-7-12 vindstig og snjókoma. Það var fyrst um kl. 13.35 sem fært þótti að hefja björgunaraðgerðir og voru þær framkvæmdar eins og hér greinir: Varðskipið lónaði upp undir tog- arann og þegar 0.1 sml. var milli skip- anna fór gúnnníbátur með utan- borðsmótor yfir í togarann og hafði hann meðferðis 2 óútblásna 10 manna gúmmíbáta. I gúmmíbátnum voru þeir Sigurjón Hannesson 1. stýrimaður og Pálmi Hlöðversson 2. stýrimaður og höfðu þeir báðir boð- ist til að fara þessa ferð ineð sam- þykki skipherra. Þeim gekk ferðin vel yfir í togarann, nema hvað hægt gekk vegna þess hve hvasst var. Þegar þeir komu að síðu togarans blésu þeir upp annan björgunarbát- inn og notuðu einnig 10 manna gúmmíbát sem var við síðu togarans. Fór svo áhöfn togarans í þá. Þegar bátarnir lögðu frá togaranum, lónaði varðskipið 0.1 sml. frá togaranum og komust bátarnir þar að síðu varð- skipsins. Greiðlega gekk að ná mönnunum úr björgunarbátunum og var þessum björgunaraðgerðum lok- ið um kl. 14.30. Var síðan haldið til ísafjarðar og kontið þangað kl. 15.20 og skipbrotsmennirnir settir í land, þar sem læknir tók við þeim. Á ísafirði var loftnetsbúnaður skipsins lagfærður eftir föngum og legið þar um nóttina. Hinn 6. febrúar kl. 09.00 var látið úr höfn á ísafirði og haldið á strandstað „Notts County" GY-643. Tekið var lík skipverjans sem látist liafði og það flutt til ísafjarðar þar sem hafnsögubáturinn tók við því í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.